Súkkulaðisetur í miðbænum Stefán Þór Hjartarson skrifar 21. desember 2017 10:45 Súkkulaðiðsetrið verður opnað á Rauðarárstíg í janúar. Þar verður hægt að slaka reglulega vel á. Fréttablaðið/Anton Brink „Þetta er hreyfing þar sem áherslan er lögð á meiri sjálfsást og sjálfsmildi í samfélaginu. Andagift mun opna súkkilaðisetur í janúar á Rauðarárstíg. Þar munum við vera með rými þar sem verða opnir tímar fyrir hugleiðslu, tónheilun, seremóníur og alls konar gúmmelaði,“ segir Tinna Sverrisdóttir, tónlistar- og leikkona. Tinna og Lára Rúnarsdóttir tónlistarkona hafa stofnað hreyfinguna Andagift og vinna að opnun súkkulaðiseturs 11. janúar, en hægt er að leggja þeim lið við opnunina í gegnum Karolina Fund. Blaðamaður hefur ekki heyrt um súkkilaðiseremóníur og spyr því í einfeldni sinni hvort um sé að ræða trúarsamtök eða einhvers konar költ. „Nei, alls ekki,“ svarar Tinna hlæjandi, „þetta kemur upprunalega frá Mayaindjánum í Gvatemala og hefur verið notað í þúsundir ára til að tengjast hjartanu og dýpka hugleiðslu. Þannig að þetta verður í raun og veru andlegt setur, fyrir hvern þann sem vill koma og taka sér stund frá amstri dagsins, aðeins staldra við og vera með sjálfum sér.“En kakóið, hvernig virkar það? „Kakóið sem við erum að nota er hundrað prósent hreint kakó frá regnskógum Gvatemala. Eins og ég segi hefur þetta verið notað þar í margar aldir en er nú farið að breiðast út og er notað víða. Súkkulaðið er mjög kraftmikið og næringarríkt og hefur meðal annars hæsta magnesíuminnihald allra plantna. Svo að ef þú drekkur einn bolla af hreinu kakói hjálpar það til við að slaka á þreyttum og spenntum vöðvum og leiðir okkur því greiðar inn í djúpslökun. Sannað hefur verið að hugleiðsla og djúpslökun eru ein okkar bestu ráð til að sigrast á streitu. Súkkulaðið eykur einnig blóðflæði til heilans og vöðva sem styrkir fókus okkar og úthald. Svo það stuðlar bæði að líkamlegri og andlegri vellíðan.“ Tinna segir súkkulaðið vera sannkallaða ofurfæðu og að vakning hafi átt sér stað á síðustu árum um mátt þess. „Það er svolítið fyndið að vinna með súkkulaði að því leyti að við þekkjum það öll úr okkar daglega lífi, við fáum okkur Nóa Kropp og svona til að gera vel við okkur en staðreyndin er sú að margt súkkulaði er stútfullt af sykri, mjólk og öðrum aukaefnum og eftir situr aðeins lítið magn af raunverulegu súkkulaði. Því er meginmunurinn að súkkulaðið sem við notum er hreint og óunnið og þannig helst næringarinnihald plöntunnar óskert. Við höfum verið að vinna í einkaseremóníum með fólki sem er að kljást við kvíða og þunglyndi og höfum séð mikinn árangur. Ástæðan er sú að súkkulaðið eykur endorfínframleiðslu og kemur jafnvægi á hormónaframleiðsluna. Margir kannast líklega við að fá sér súkkulaði til að líða betur. Þarna kemur útskýringin. Svo það er alveg magnað að vinna með súkkulaðið samhliða andlegri iðkun og sjá hvað það hjálpar mörgum að gæða sér á ilmandi bolla áður en slakað er á huga og líkama.“ Sagan bak við Andagift hófst með því að Tinna fór í nám til Gvatemala í febrúar síðastliðnum. Um var að ræða hálfgerða skyndiákvörðun eftir að Tinna hafði sjálf farið í súkkulaðiseremóníu hér á landi. „Ég hætti í vinnunni minni, keypti flug og fór út. Það var alveg magnað. Þetta voru tveir mánuðir þar sem ég var að læra um kakóplöntuna og hvernig á að vinna með hana, tónheilun og hugleiðslu. Þannig að í raun og veru er þetta ein tegund af jóga en það eru margir vinklar á því – því jóga er ekki bara stöðurnar og flæðið. Við vinnum með að nota bæði röddina og hljóðfæri til þess að leiða fólk inn djúpa slökun og djúpa heilun. Það er margsannað að ef þú notar ákveðin hljóð og hreina tóna hefur það áhrif á taugakerfið okkar og innkirtlakerfið.“ Eftir að Tinna kom heim fóru þær Lára að vinna saman og héldu seremóníu þangað sem mættu sextíu manns. Hún segir að sérstaklega í ljósi allra þeirra byltinga sem eigi sér stað um þessar mundir – #metoo, #égerekkitabú, #höfumhátt – finni hún fyrir mikilli eftirspurn eftir rými þar sem fólk getur slakað á frá amstri hversdagsins og gefið sér stund til að anda djúpt og tengjast inn á við. Þær vinna líka með námskeið – Lára hefur verið með kvíðastjórnunarnámskeið fyrir unglinga og Tinna hefur verið með námskeið fyrir ungt fólk, sérstaklega stelpur, til að auka sjálfstraust í listsköpun en sú vinna hófst þegar hún starfaði með Reykjavíkurdætrum. Tinna segir súkkulaðisetrið munu nýtast öllum þeim sem vilja gefa sér stundarfrið í amstri dagsins. Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Sjá meira
„Þetta er hreyfing þar sem áherslan er lögð á meiri sjálfsást og sjálfsmildi í samfélaginu. Andagift mun opna súkkilaðisetur í janúar á Rauðarárstíg. Þar munum við vera með rými þar sem verða opnir tímar fyrir hugleiðslu, tónheilun, seremóníur og alls konar gúmmelaði,“ segir Tinna Sverrisdóttir, tónlistar- og leikkona. Tinna og Lára Rúnarsdóttir tónlistarkona hafa stofnað hreyfinguna Andagift og vinna að opnun súkkulaðiseturs 11. janúar, en hægt er að leggja þeim lið við opnunina í gegnum Karolina Fund. Blaðamaður hefur ekki heyrt um súkkilaðiseremóníur og spyr því í einfeldni sinni hvort um sé að ræða trúarsamtök eða einhvers konar költ. „Nei, alls ekki,“ svarar Tinna hlæjandi, „þetta kemur upprunalega frá Mayaindjánum í Gvatemala og hefur verið notað í þúsundir ára til að tengjast hjartanu og dýpka hugleiðslu. Þannig að þetta verður í raun og veru andlegt setur, fyrir hvern þann sem vill koma og taka sér stund frá amstri dagsins, aðeins staldra við og vera með sjálfum sér.“En kakóið, hvernig virkar það? „Kakóið sem við erum að nota er hundrað prósent hreint kakó frá regnskógum Gvatemala. Eins og ég segi hefur þetta verið notað þar í margar aldir en er nú farið að breiðast út og er notað víða. Súkkulaðið er mjög kraftmikið og næringarríkt og hefur meðal annars hæsta magnesíuminnihald allra plantna. Svo að ef þú drekkur einn bolla af hreinu kakói hjálpar það til við að slaka á þreyttum og spenntum vöðvum og leiðir okkur því greiðar inn í djúpslökun. Sannað hefur verið að hugleiðsla og djúpslökun eru ein okkar bestu ráð til að sigrast á streitu. Súkkulaðið eykur einnig blóðflæði til heilans og vöðva sem styrkir fókus okkar og úthald. Svo það stuðlar bæði að líkamlegri og andlegri vellíðan.“ Tinna segir súkkulaðið vera sannkallaða ofurfæðu og að vakning hafi átt sér stað á síðustu árum um mátt þess. „Það er svolítið fyndið að vinna með súkkulaði að því leyti að við þekkjum það öll úr okkar daglega lífi, við fáum okkur Nóa Kropp og svona til að gera vel við okkur en staðreyndin er sú að margt súkkulaði er stútfullt af sykri, mjólk og öðrum aukaefnum og eftir situr aðeins lítið magn af raunverulegu súkkulaði. Því er meginmunurinn að súkkulaðið sem við notum er hreint og óunnið og þannig helst næringarinnihald plöntunnar óskert. Við höfum verið að vinna í einkaseremóníum með fólki sem er að kljást við kvíða og þunglyndi og höfum séð mikinn árangur. Ástæðan er sú að súkkulaðið eykur endorfínframleiðslu og kemur jafnvægi á hormónaframleiðsluna. Margir kannast líklega við að fá sér súkkulaði til að líða betur. Þarna kemur útskýringin. Svo það er alveg magnað að vinna með súkkulaðið samhliða andlegri iðkun og sjá hvað það hjálpar mörgum að gæða sér á ilmandi bolla áður en slakað er á huga og líkama.“ Sagan bak við Andagift hófst með því að Tinna fór í nám til Gvatemala í febrúar síðastliðnum. Um var að ræða hálfgerða skyndiákvörðun eftir að Tinna hafði sjálf farið í súkkulaðiseremóníu hér á landi. „Ég hætti í vinnunni minni, keypti flug og fór út. Það var alveg magnað. Þetta voru tveir mánuðir þar sem ég var að læra um kakóplöntuna og hvernig á að vinna með hana, tónheilun og hugleiðslu. Þannig að í raun og veru er þetta ein tegund af jóga en það eru margir vinklar á því – því jóga er ekki bara stöðurnar og flæðið. Við vinnum með að nota bæði röddina og hljóðfæri til þess að leiða fólk inn djúpa slökun og djúpa heilun. Það er margsannað að ef þú notar ákveðin hljóð og hreina tóna hefur það áhrif á taugakerfið okkar og innkirtlakerfið.“ Eftir að Tinna kom heim fóru þær Lára að vinna saman og héldu seremóníu þangað sem mættu sextíu manns. Hún segir að sérstaklega í ljósi allra þeirra byltinga sem eigi sér stað um þessar mundir – #metoo, #égerekkitabú, #höfumhátt – finni hún fyrir mikilli eftirspurn eftir rými þar sem fólk getur slakað á frá amstri hversdagsins og gefið sér stund til að anda djúpt og tengjast inn á við. Þær vinna líka með námskeið – Lára hefur verið með kvíðastjórnunarnámskeið fyrir unglinga og Tinna hefur verið með námskeið fyrir ungt fólk, sérstaklega stelpur, til að auka sjálfstraust í listsköpun en sú vinna hófst þegar hún starfaði með Reykjavíkurdætrum. Tinna segir súkkulaðisetrið munu nýtast öllum þeim sem vilja gefa sér stundarfrið í amstri dagsins.
Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Sjá meira