Svipaðir þættir en aðeins annar fékk endurgreiðslu: „Klórum okkur bara í hausnum“ Benedikt Bóas skrifar 22. desember 2017 11:30 Friðrik Dór kynnti Kóra Íslands sem slógu í gegn hjá Stöð 2 en fá ekki endurgreiðslu sökum skorts á menningu. Sagafilm, framleiðandi þáttanna, er ekki sátt og er að skoða málið með lögfræðingum sínum. Vísir/Daníel Þór Ágústsson Endurgreiðslan á að vera hvati og ekki síst fyrir hinar einkareknu sjónvarpsstöðvar að bjóða upp á menningarlegt sjónvarpsefni. Ég get ímyndað mér að þessar stöðvar hiki núna við að fara í framleiðslu á slíku efni án þessa stuðnings. Það er a.m.k. ljóst að líkurnar á að fara í aðra þáttaröð af Kórar Íslands eru nánast engar eftir þennan úrskurð,“ segir Þórhallur Gunnarsson hjá Saga Film. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur úrskurðað í kæru Sagafilm um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. Sagafilm framleiddi þáttaröðina Kóra Íslands sem sýnd var á Stöð 2 en þættirnir féllu á menningarhlutanum og fá því ekki endurgreiðslu. Í úrskurðinum er staðfest að Kórar Íslands séu ekki nógu menningarlegt efni til að fá endurgreiðsluna. Ráðuneyti Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur segir meðal annars að í þáttunum sé ekki að sjá neina atburði sem séu hluti af íslenskri menningu. Ráðuneytið sér heldur ekki hvernig verkefnið endurspegli mikilvæg íslensk gildi, það sé engin sögupersóna í þeim og að það sé ljóst að listgreinin þurfi að hafa menningarlegt vægi.Þórdís Kolbrún fór yfir endurgreiðslumálið í Reykjavík síðdegis.Vísir/ErnirSams konar þáttur og Kórar Íslands, Óskalög Þjóðarinnar, sem sýndur var á RÚV fékk endurgreiðsluna á sínum tíma. Þátturinn var feykilega vinsæll og var byggður upp nánast með sama hætti. Lagahöfundurinn var kynntur, lagið var flutt í sjónvarpssal og þjóðin kaus svo að lokum. Þegar Óskalög þjóðarinnar sótti um styrk árið 2015 rann þátturinn í gegnum nálarauga nefndarinnar. Sagafilm er þessa stundina að fara yfir lögfræðilegu hliðina með lögfræðingi sínum og ætlar ekki að una úrskurði ráðuneytisins. „Við klórum okkur bara í hausnum yfir því hvernig er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að menningarlegt gildi þáttanna nái aðeins þremur stigum af þeim 16 sem eru í pottinum,“ segir Þórhallur og bætir við: „Það er áhugavert að skoða þetta í samhengi við sambærilegar þáttaraðir, s.s. Óskalög þjóðarinnar. Uppbygging þessara þáttaraða er afar svipuð; dægur- og sönglög flutt í sjónvarpssal og klippt innslög inn á milli. Áhorfendur velja sitt uppáhaldslag og eitt lag stendur uppi sem sigurvegari. Helsti munurinn virðist vera sá að Óskalögin voru tekin upp fyrir útsendingu en Kórarnir voru í beinni útsendingu. En þar sem í lögunum er ekki tekin nein afstaða til beinna útsendinga skýrir það samt ekki neitt.“ Kórar Íslands Tengdar fréttir Hollywood undrandi á nefnd um endurgreiðslu Stóra endurgreiðslumálið vindur enn upp á sig því ein stærsta landkynning á nýju ári féll á menningarhlutanum. Skoraði ekki nógu mörg stig þrátt fyrir að milljónatugir manna muni upplifa íslenskan veruleika í einni vinsælustu raunveruleikaþáttaröð heims. 19. desember 2017 11:30 Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina. 15. desember 2017 11:00 Fannst skrýtið að lesa að Biggest Loser hefði fengið endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands Þórdís Kolbrún fór yfir endurgreiðslumálið í Reykjavík síðdegis. 19. desember 2017 17:52 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira
Endurgreiðslan á að vera hvati og ekki síst fyrir hinar einkareknu sjónvarpsstöðvar að bjóða upp á menningarlegt sjónvarpsefni. Ég get ímyndað mér að þessar stöðvar hiki núna við að fara í framleiðslu á slíku efni án þessa stuðnings. Það er a.m.k. ljóst að líkurnar á að fara í aðra þáttaröð af Kórar Íslands eru nánast engar eftir þennan úrskurð,“ segir Þórhallur Gunnarsson hjá Saga Film. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur úrskurðað í kæru Sagafilm um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. Sagafilm framleiddi þáttaröðina Kóra Íslands sem sýnd var á Stöð 2 en þættirnir féllu á menningarhlutanum og fá því ekki endurgreiðslu. Í úrskurðinum er staðfest að Kórar Íslands séu ekki nógu menningarlegt efni til að fá endurgreiðsluna. Ráðuneyti Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur segir meðal annars að í þáttunum sé ekki að sjá neina atburði sem séu hluti af íslenskri menningu. Ráðuneytið sér heldur ekki hvernig verkefnið endurspegli mikilvæg íslensk gildi, það sé engin sögupersóna í þeim og að það sé ljóst að listgreinin þurfi að hafa menningarlegt vægi.Þórdís Kolbrún fór yfir endurgreiðslumálið í Reykjavík síðdegis.Vísir/ErnirSams konar þáttur og Kórar Íslands, Óskalög Þjóðarinnar, sem sýndur var á RÚV fékk endurgreiðsluna á sínum tíma. Þátturinn var feykilega vinsæll og var byggður upp nánast með sama hætti. Lagahöfundurinn var kynntur, lagið var flutt í sjónvarpssal og þjóðin kaus svo að lokum. Þegar Óskalög þjóðarinnar sótti um styrk árið 2015 rann þátturinn í gegnum nálarauga nefndarinnar. Sagafilm er þessa stundina að fara yfir lögfræðilegu hliðina með lögfræðingi sínum og ætlar ekki að una úrskurði ráðuneytisins. „Við klórum okkur bara í hausnum yfir því hvernig er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að menningarlegt gildi þáttanna nái aðeins þremur stigum af þeim 16 sem eru í pottinum,“ segir Þórhallur og bætir við: „Það er áhugavert að skoða þetta í samhengi við sambærilegar þáttaraðir, s.s. Óskalög þjóðarinnar. Uppbygging þessara þáttaraða er afar svipuð; dægur- og sönglög flutt í sjónvarpssal og klippt innslög inn á milli. Áhorfendur velja sitt uppáhaldslag og eitt lag stendur uppi sem sigurvegari. Helsti munurinn virðist vera sá að Óskalögin voru tekin upp fyrir útsendingu en Kórarnir voru í beinni útsendingu. En þar sem í lögunum er ekki tekin nein afstaða til beinna útsendinga skýrir það samt ekki neitt.“
Kórar Íslands Tengdar fréttir Hollywood undrandi á nefnd um endurgreiðslu Stóra endurgreiðslumálið vindur enn upp á sig því ein stærsta landkynning á nýju ári féll á menningarhlutanum. Skoraði ekki nógu mörg stig þrátt fyrir að milljónatugir manna muni upplifa íslenskan veruleika í einni vinsælustu raunveruleikaþáttaröð heims. 19. desember 2017 11:30 Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina. 15. desember 2017 11:00 Fannst skrýtið að lesa að Biggest Loser hefði fengið endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands Þórdís Kolbrún fór yfir endurgreiðslumálið í Reykjavík síðdegis. 19. desember 2017 17:52 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira
Hollywood undrandi á nefnd um endurgreiðslu Stóra endurgreiðslumálið vindur enn upp á sig því ein stærsta landkynning á nýju ári féll á menningarhlutanum. Skoraði ekki nógu mörg stig þrátt fyrir að milljónatugir manna muni upplifa íslenskan veruleika í einni vinsælustu raunveruleikaþáttaröð heims. 19. desember 2017 11:30
Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina. 15. desember 2017 11:00
Fannst skrýtið að lesa að Biggest Loser hefði fengið endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands Þórdís Kolbrún fór yfir endurgreiðslumálið í Reykjavík síðdegis. 19. desember 2017 17:52