Mörg þúsund sem vitja leiða yfir jólahátíðina Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. desember 2017 12:15 Búast má við mikilli umferð við kirkjugarða höfuðborgarsvæðisins til klukkan tvö í dag. Garðyrkjustjóri segir gesti garðanna hlaupa á þúsundum, sem vitja leiða ástvina sinna um jólin. Flestir nýta daginn í dag til þess að heimsækja leið látinna ástvina. Fyrstu gestirnir voru komnir hingað í Fossvogskirkjugarð fyrir klukkan sjö í morgun. Garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma segir þó að heimsóknir í garðinn hafi dreifst og margir sem nýta dagana fyrir jól til þess að vitja leiða. „Háannatími er bara frá birtingu og svona fram til tvö þrjú í dag,“ segir Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma. Kári segir að veðrið skipti miklu máli og eru heimsóknir mun fleiri þegar veður er gott. „Það var töluverð traffík hér í gær og síðustu tvær vikur, þá er búið að vera stöðug traffík í garðinn. Veðrið skiptið höfuðmáli. Eins og núna, snjólaust, stillt og flott veður, þá er fólk afslappaðra og mikið þægilegra fyrir fólk að koma í garðinn. Ekki snjór á leiðum og fólk á auðveldara með að finna sig fram á réttu leiðin,“ segir Kári. Kári segir andrúmsloftið í görðunum afslappað en stundum örli á óþolinmæði ökumanna sem aki um garðinn. Vegna þess er Fossvogskirkjugarður lokaður fyrir bílaumferð á háannatíma í dag. „Aðalvandamálið er umferð gangandi og akandi manna. Eins og núna þá fórum við út í það að loka Fossvogskirkjugarði algjörlega fyrir bílaumferð milli klukkan tíu og tvö í dag. Það er breyting frá fyrri árum. Undanfarin ar hefur það verið þannig að þeir sem eru með P-merki, fyrir hreyfihamlaða. Þeir hafa getað fengið að fara á bílnum í garðinn. En þetta er svo mikið af gangandi vegfarendum og Fossvogskirkjugarður er svo þröngur og göturnar mjóar, þannig að við ákváðum að gefa gangandi algjöran forgang milli tíu og tvö í dag,“ segir Kári. Kári segir að gestir sem komi í garðana hlaupi á þúsundum yfir jólahátíðina. „Hér eru öll bílastæði bæði í og fyrir utan garðinn full í þrjá fjóra tíma, þannig að þetta hleypur á þúsundum. Þrír fjórir í bíl og heilu fjölskyldurnar koma með kaffi og nesti með sér jafnvel,“ segir Kári. Gestir garðsins eru ekki bara ættingjar að vitja leiða. Kári segir að einnig séu gestir í garðinum til að njóta kyrrðar. Tengdar fréttir Mikilvægt að gefa sér tíma þegar farið er í kirkjugarðana Þúsundir landsmanna vitja leiða ástvina sinna í kirkjugörðum Reykjavíkur í kringum jólin. 24. desember 2017 10:05 Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Fleiri fréttir „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Sjá meira
Búast má við mikilli umferð við kirkjugarða höfuðborgarsvæðisins til klukkan tvö í dag. Garðyrkjustjóri segir gesti garðanna hlaupa á þúsundum, sem vitja leiða ástvina sinna um jólin. Flestir nýta daginn í dag til þess að heimsækja leið látinna ástvina. Fyrstu gestirnir voru komnir hingað í Fossvogskirkjugarð fyrir klukkan sjö í morgun. Garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma segir þó að heimsóknir í garðinn hafi dreifst og margir sem nýta dagana fyrir jól til þess að vitja leiða. „Háannatími er bara frá birtingu og svona fram til tvö þrjú í dag,“ segir Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma. Kári segir að veðrið skipti miklu máli og eru heimsóknir mun fleiri þegar veður er gott. „Það var töluverð traffík hér í gær og síðustu tvær vikur, þá er búið að vera stöðug traffík í garðinn. Veðrið skiptið höfuðmáli. Eins og núna, snjólaust, stillt og flott veður, þá er fólk afslappaðra og mikið þægilegra fyrir fólk að koma í garðinn. Ekki snjór á leiðum og fólk á auðveldara með að finna sig fram á réttu leiðin,“ segir Kári. Kári segir andrúmsloftið í görðunum afslappað en stundum örli á óþolinmæði ökumanna sem aki um garðinn. Vegna þess er Fossvogskirkjugarður lokaður fyrir bílaumferð á háannatíma í dag. „Aðalvandamálið er umferð gangandi og akandi manna. Eins og núna þá fórum við út í það að loka Fossvogskirkjugarði algjörlega fyrir bílaumferð milli klukkan tíu og tvö í dag. Það er breyting frá fyrri árum. Undanfarin ar hefur það verið þannig að þeir sem eru með P-merki, fyrir hreyfihamlaða. Þeir hafa getað fengið að fara á bílnum í garðinn. En þetta er svo mikið af gangandi vegfarendum og Fossvogskirkjugarður er svo þröngur og göturnar mjóar, þannig að við ákváðum að gefa gangandi algjöran forgang milli tíu og tvö í dag,“ segir Kári. Kári segir að gestir sem komi í garðana hlaupi á þúsundum yfir jólahátíðina. „Hér eru öll bílastæði bæði í og fyrir utan garðinn full í þrjá fjóra tíma, þannig að þetta hleypur á þúsundum. Þrír fjórir í bíl og heilu fjölskyldurnar koma með kaffi og nesti með sér jafnvel,“ segir Kári. Gestir garðsins eru ekki bara ættingjar að vitja leiða. Kári segir að einnig séu gestir í garðinum til að njóta kyrrðar.
Tengdar fréttir Mikilvægt að gefa sér tíma þegar farið er í kirkjugarðana Þúsundir landsmanna vitja leiða ástvina sinna í kirkjugörðum Reykjavíkur í kringum jólin. 24. desember 2017 10:05 Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Fleiri fréttir „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Sjá meira
Mikilvægt að gefa sér tíma þegar farið er í kirkjugarðana Þúsundir landsmanna vitja leiða ástvina sinna í kirkjugörðum Reykjavíkur í kringum jólin. 24. desember 2017 10:05