Mörg þúsund sem vitja leiða yfir jólahátíðina Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. desember 2017 12:15 Búast má við mikilli umferð við kirkjugarða höfuðborgarsvæðisins til klukkan tvö í dag. Garðyrkjustjóri segir gesti garðanna hlaupa á þúsundum, sem vitja leiða ástvina sinna um jólin. Flestir nýta daginn í dag til þess að heimsækja leið látinna ástvina. Fyrstu gestirnir voru komnir hingað í Fossvogskirkjugarð fyrir klukkan sjö í morgun. Garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma segir þó að heimsóknir í garðinn hafi dreifst og margir sem nýta dagana fyrir jól til þess að vitja leiða. „Háannatími er bara frá birtingu og svona fram til tvö þrjú í dag,“ segir Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma. Kári segir að veðrið skipti miklu máli og eru heimsóknir mun fleiri þegar veður er gott. „Það var töluverð traffík hér í gær og síðustu tvær vikur, þá er búið að vera stöðug traffík í garðinn. Veðrið skiptið höfuðmáli. Eins og núna, snjólaust, stillt og flott veður, þá er fólk afslappaðra og mikið þægilegra fyrir fólk að koma í garðinn. Ekki snjór á leiðum og fólk á auðveldara með að finna sig fram á réttu leiðin,“ segir Kári. Kári segir andrúmsloftið í görðunum afslappað en stundum örli á óþolinmæði ökumanna sem aki um garðinn. Vegna þess er Fossvogskirkjugarður lokaður fyrir bílaumferð á háannatíma í dag. „Aðalvandamálið er umferð gangandi og akandi manna. Eins og núna þá fórum við út í það að loka Fossvogskirkjugarði algjörlega fyrir bílaumferð milli klukkan tíu og tvö í dag. Það er breyting frá fyrri árum. Undanfarin ar hefur það verið þannig að þeir sem eru með P-merki, fyrir hreyfihamlaða. Þeir hafa getað fengið að fara á bílnum í garðinn. En þetta er svo mikið af gangandi vegfarendum og Fossvogskirkjugarður er svo þröngur og göturnar mjóar, þannig að við ákváðum að gefa gangandi algjöran forgang milli tíu og tvö í dag,“ segir Kári. Kári segir að gestir sem komi í garðana hlaupi á þúsundum yfir jólahátíðina. „Hér eru öll bílastæði bæði í og fyrir utan garðinn full í þrjá fjóra tíma, þannig að þetta hleypur á þúsundum. Þrír fjórir í bíl og heilu fjölskyldurnar koma með kaffi og nesti með sér jafnvel,“ segir Kári. Gestir garðsins eru ekki bara ættingjar að vitja leiða. Kári segir að einnig séu gestir í garðinum til að njóta kyrrðar. Tengdar fréttir Mikilvægt að gefa sér tíma þegar farið er í kirkjugarðana Þúsundir landsmanna vitja leiða ástvina sinna í kirkjugörðum Reykjavíkur í kringum jólin. 24. desember 2017 10:05 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Sjá meira
Búast má við mikilli umferð við kirkjugarða höfuðborgarsvæðisins til klukkan tvö í dag. Garðyrkjustjóri segir gesti garðanna hlaupa á þúsundum, sem vitja leiða ástvina sinna um jólin. Flestir nýta daginn í dag til þess að heimsækja leið látinna ástvina. Fyrstu gestirnir voru komnir hingað í Fossvogskirkjugarð fyrir klukkan sjö í morgun. Garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma segir þó að heimsóknir í garðinn hafi dreifst og margir sem nýta dagana fyrir jól til þess að vitja leiða. „Háannatími er bara frá birtingu og svona fram til tvö þrjú í dag,“ segir Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma. Kári segir að veðrið skipti miklu máli og eru heimsóknir mun fleiri þegar veður er gott. „Það var töluverð traffík hér í gær og síðustu tvær vikur, þá er búið að vera stöðug traffík í garðinn. Veðrið skiptið höfuðmáli. Eins og núna, snjólaust, stillt og flott veður, þá er fólk afslappaðra og mikið þægilegra fyrir fólk að koma í garðinn. Ekki snjór á leiðum og fólk á auðveldara með að finna sig fram á réttu leiðin,“ segir Kári. Kári segir andrúmsloftið í görðunum afslappað en stundum örli á óþolinmæði ökumanna sem aki um garðinn. Vegna þess er Fossvogskirkjugarður lokaður fyrir bílaumferð á háannatíma í dag. „Aðalvandamálið er umferð gangandi og akandi manna. Eins og núna þá fórum við út í það að loka Fossvogskirkjugarði algjörlega fyrir bílaumferð milli klukkan tíu og tvö í dag. Það er breyting frá fyrri árum. Undanfarin ar hefur það verið þannig að þeir sem eru með P-merki, fyrir hreyfihamlaða. Þeir hafa getað fengið að fara á bílnum í garðinn. En þetta er svo mikið af gangandi vegfarendum og Fossvogskirkjugarður er svo þröngur og göturnar mjóar, þannig að við ákváðum að gefa gangandi algjöran forgang milli tíu og tvö í dag,“ segir Kári. Kári segir að gestir sem komi í garðana hlaupi á þúsundum yfir jólahátíðina. „Hér eru öll bílastæði bæði í og fyrir utan garðinn full í þrjá fjóra tíma, þannig að þetta hleypur á þúsundum. Þrír fjórir í bíl og heilu fjölskyldurnar koma með kaffi og nesti með sér jafnvel,“ segir Kári. Gestir garðsins eru ekki bara ættingjar að vitja leiða. Kári segir að einnig séu gestir í garðinum til að njóta kyrrðar.
Tengdar fréttir Mikilvægt að gefa sér tíma þegar farið er í kirkjugarðana Þúsundir landsmanna vitja leiða ástvina sinna í kirkjugörðum Reykjavíkur í kringum jólin. 24. desember 2017 10:05 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Sjá meira
Mikilvægt að gefa sér tíma þegar farið er í kirkjugarðana Þúsundir landsmanna vitja leiða ástvina sinna í kirkjugörðum Reykjavíkur í kringum jólin. 24. desember 2017 10:05