Kynslóð lætur í sér heyra Stefán Þór Hjartarson skrifar 29. desember 2017 11:00 Elja við æfingar í nýuppgerðum kartöflugeymslunum. „Þetta er nýstofnuð kammersveit, við köllum okkur Elju. Við erum öll af sömu kynslóð, erum annaðhvort í námi erlendis eða höfum nýlokið námi. Okkur fannst vera tími til kominn að okkar kynslóð léti í sér heyra. Við höfum verið með þetta í bígerð í svona tvö ár, en erum nú loksins að fara að halda okkar fyrstu tónleika,“ segir Björg Brjánsdóttir, meðlimur hinnar glænýju sveitar Elju sem mun kveðja sér hljóðs í fyrsta sinn í kvöld. Bjarni Frímann Bjarnason er stjórnandi sveitarinnar og einn stofnenda en hann var nýlega ráðinn hljómsveitarstjóri Íslensku óperunnar. Tónleikarnir fara fram í gömlu kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekku en rýmið er verið að gera upp og því verður breytt í hönnunar- og listamiðstöð sem verður opnuð í vor. „Það er svolítið skemmtilegt að vera glæný hljómsveit í glænýju rými. Og þetta er auk þess mjög falleg staðsetning þannig að við erum spennt fyrir þessu.“Hvað verður spilað í kvöld? „Við ætlum að vera með ansi breitt prógramm – allt frá Haydn, klassískri sinfóníu yfir í kvikmyndatónlist eftir Mica Levi og við verðum líka með eistneskan kvartett eftir Helenu Tulve, sem er samtímatónskáld, og svo verður mjög hress konsert fyrir kammersveit eftir Stravinskí sem er nefndur eftir Dumbarton Oaks.“Hvað er svo næst á döfinni hjá ykkur? „Við stefnum á að vera með nokkur verkefni á hverju ári. Næstu tónleikar eru strax 7. janúar – þá komum við fram sem hluti af tónleikaröðinni Velkomin heim í Hörpu. Þá verðum við með aðeins minni kammerverk. Við spilum Brandenborgarkonsert númer fimm eftir Bach, en hann var mikil inspírasjón fyrir Stravinskí í konsertinum sem við spilum á morgun, þannig að það er smá svona tenging á milli verkefna þar. Síðan verðum við með strengjakvartett eftir Báru Gísladóttur, sem er einmitt meðlimur í Elju, bassaleikari og tónskáld.“ Tónleikarnir hefjast klukkan átta í gömlu kartöflugeymslunum. Þess má geta að aukatónleikum hefur verið bætt við klukkan tíu. Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
„Þetta er nýstofnuð kammersveit, við köllum okkur Elju. Við erum öll af sömu kynslóð, erum annaðhvort í námi erlendis eða höfum nýlokið námi. Okkur fannst vera tími til kominn að okkar kynslóð léti í sér heyra. Við höfum verið með þetta í bígerð í svona tvö ár, en erum nú loksins að fara að halda okkar fyrstu tónleika,“ segir Björg Brjánsdóttir, meðlimur hinnar glænýju sveitar Elju sem mun kveðja sér hljóðs í fyrsta sinn í kvöld. Bjarni Frímann Bjarnason er stjórnandi sveitarinnar og einn stofnenda en hann var nýlega ráðinn hljómsveitarstjóri Íslensku óperunnar. Tónleikarnir fara fram í gömlu kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekku en rýmið er verið að gera upp og því verður breytt í hönnunar- og listamiðstöð sem verður opnuð í vor. „Það er svolítið skemmtilegt að vera glæný hljómsveit í glænýju rými. Og þetta er auk þess mjög falleg staðsetning þannig að við erum spennt fyrir þessu.“Hvað verður spilað í kvöld? „Við ætlum að vera með ansi breitt prógramm – allt frá Haydn, klassískri sinfóníu yfir í kvikmyndatónlist eftir Mica Levi og við verðum líka með eistneskan kvartett eftir Helenu Tulve, sem er samtímatónskáld, og svo verður mjög hress konsert fyrir kammersveit eftir Stravinskí sem er nefndur eftir Dumbarton Oaks.“Hvað er svo næst á döfinni hjá ykkur? „Við stefnum á að vera með nokkur verkefni á hverju ári. Næstu tónleikar eru strax 7. janúar – þá komum við fram sem hluti af tónleikaröðinni Velkomin heim í Hörpu. Þá verðum við með aðeins minni kammerverk. Við spilum Brandenborgarkonsert númer fimm eftir Bach, en hann var mikil inspírasjón fyrir Stravinskí í konsertinum sem við spilum á morgun, þannig að það er smá svona tenging á milli verkefna þar. Síðan verðum við með strengjakvartett eftir Báru Gísladóttur, sem er einmitt meðlimur í Elju, bassaleikari og tónskáld.“ Tónleikarnir hefjast klukkan átta í gömlu kartöflugeymslunum. Þess má geta að aukatónleikum hefur verið bætt við klukkan tíu.
Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira