Ár þar sem allt fór samkvæmt áætlun Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. desember 2017 06:00 Thelma Björg Björnsdóttir og Helgi Sveinsson með viðurkenningar sínar. Fréttablaðið/Anton Það verður ekkert þreytandi að taka á móti heiðursnafnbótinni Íþróttamaður ársins, þrátt fyrir að vera að gera það þriðja árið í röð. Þetta sagði spjótkastarinn Helgi Sveinsson eftir að hafa fengið útnefningu Íþróttamanns ársins í gær. „Það er alltaf jafn gaman að fá viðurkenninguna, það er mikill heiður og ég er ánægður með það,“ sagði Helgi. Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir var valin Íþróttakona ársins, en hún var nýkomin frá Mexíkó þar sem hún keppti á Heimsmeistaramóti í 50 m laug, setti Íslandsmet og náði sér í ein bronsverðlaun. Thelma setti 23 Íslandsmet á árinu sem og tvö heimsmet í 25 m laug, í 800 m bringusundi og 200 m baksundi. Hún sagðist ánægð með árið og það væri ekkert sem hefði getað farið betur, það hefði verið fullkomið. En hvað ætlar hún að gera á næsta ári, ef þetta var fullkomið? „Bara reyna að vinna verðlaun og EM sem er í Dublin á Írlandi,“ sagði Íþróttakona ársins, Thelma Björg.Bætti eigið heimsmet Helgi átti frábært ár þar sem hann setti heimsmet í sínum flokki á móti á Ítalíu í vor. Helgi bætti eigið met um tæpa tvo metra og kastaði 59,77 metra. Hann vann til silfurverðlauna á Heimsmeistaramótinu í London þar sem hann setti Heimsmeistaramótsmet í flokki F42 með kasti upp á 56,74 metra, en hann keppti í flokki F44 á mótinu. Hann vann einnig til gullverðlauna á þremur mótum. Hvað er minnisstæðast frá liðnu ári hjá þessum frábæra íþróttamanni? „Það sem stóð klárlega upp úr á árinu hjá mér er heimsmetið sem ég setti í Rieti fyrr í sumar, það er númer eitt.“Vill vera fyrstur yfir 60 metra „Nei, þetta fór eiginlega nánast samkvæmt plani,“ sagði Helgi aðspurður hvort það væri eitthvað sem hefði getað farið betur. „Ég hefði náttúrulega viljað vinna Heimsmeistaramótið, það er alltaf þannig, en þetta gekk mjög vel þetta tímabil þannig að ég er mjög sáttur við það.“ Helgi sigraði á HM árið 2013 og vann til gullverðlauna á EM bæði 2014 og 2016. Hann er Íslands- og heimsmethafi og á haug af ýmsum verðlaunum og viðurkenningum. Er eitthvað eftir fyrir hann að vinna? „Já, það er alveg hellingur sem hægt er að stefna að og bara gaman að því. Ég ætla að verða fyrstur yfir 60 metrana og svo er að vinna medalíu á Ólympíuleikum. Það er það sem ég þarf að klára.“Hittumst að ári Helgi hefur hlotið heiðursnafnbót Íþróttamanns ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra fjórum sinnum á síðustu fimm árum, og eins og áður segir síðustu þrjú ár. Hann var ekkert á því að þar yrði nein breyting á næstu ár, og við myndum hittast aftur á sama stað að ári. „Það er stefnan, maður reynir alltaf að gera sitt besta. Svo sjáum við í lok tímabils hvernig það fer,“ sagði Helgi Sveinsson, spjótkastari úr Ármanni og Íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Það verður ekkert þreytandi að taka á móti heiðursnafnbótinni Íþróttamaður ársins, þrátt fyrir að vera að gera það þriðja árið í röð. Þetta sagði spjótkastarinn Helgi Sveinsson eftir að hafa fengið útnefningu Íþróttamanns ársins í gær. „Það er alltaf jafn gaman að fá viðurkenninguna, það er mikill heiður og ég er ánægður með það,“ sagði Helgi. Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir var valin Íþróttakona ársins, en hún var nýkomin frá Mexíkó þar sem hún keppti á Heimsmeistaramóti í 50 m laug, setti Íslandsmet og náði sér í ein bronsverðlaun. Thelma setti 23 Íslandsmet á árinu sem og tvö heimsmet í 25 m laug, í 800 m bringusundi og 200 m baksundi. Hún sagðist ánægð með árið og það væri ekkert sem hefði getað farið betur, það hefði verið fullkomið. En hvað ætlar hún að gera á næsta ári, ef þetta var fullkomið? „Bara reyna að vinna verðlaun og EM sem er í Dublin á Írlandi,“ sagði Íþróttakona ársins, Thelma Björg.Bætti eigið heimsmet Helgi átti frábært ár þar sem hann setti heimsmet í sínum flokki á móti á Ítalíu í vor. Helgi bætti eigið met um tæpa tvo metra og kastaði 59,77 metra. Hann vann til silfurverðlauna á Heimsmeistaramótinu í London þar sem hann setti Heimsmeistaramótsmet í flokki F42 með kasti upp á 56,74 metra, en hann keppti í flokki F44 á mótinu. Hann vann einnig til gullverðlauna á þremur mótum. Hvað er minnisstæðast frá liðnu ári hjá þessum frábæra íþróttamanni? „Það sem stóð klárlega upp úr á árinu hjá mér er heimsmetið sem ég setti í Rieti fyrr í sumar, það er númer eitt.“Vill vera fyrstur yfir 60 metra „Nei, þetta fór eiginlega nánast samkvæmt plani,“ sagði Helgi aðspurður hvort það væri eitthvað sem hefði getað farið betur. „Ég hefði náttúrulega viljað vinna Heimsmeistaramótið, það er alltaf þannig, en þetta gekk mjög vel þetta tímabil þannig að ég er mjög sáttur við það.“ Helgi sigraði á HM árið 2013 og vann til gullverðlauna á EM bæði 2014 og 2016. Hann er Íslands- og heimsmethafi og á haug af ýmsum verðlaunum og viðurkenningum. Er eitthvað eftir fyrir hann að vinna? „Já, það er alveg hellingur sem hægt er að stefna að og bara gaman að því. Ég ætla að verða fyrstur yfir 60 metrana og svo er að vinna medalíu á Ólympíuleikum. Það er það sem ég þarf að klára.“Hittumst að ári Helgi hefur hlotið heiðursnafnbót Íþróttamanns ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra fjórum sinnum á síðustu fimm árum, og eins og áður segir síðustu þrjú ár. Hann var ekkert á því að þar yrði nein breyting á næstu ár, og við myndum hittast aftur á sama stað að ári. „Það er stefnan, maður reynir alltaf að gera sitt besta. Svo sjáum við í lok tímabils hvernig það fer,“ sagði Helgi Sveinsson, spjótkastari úr Ármanni og Íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra.
Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn