Lífið

Nýjasta jólastjarnan grét úr gleði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Yndisleg stund.
Yndisleg stund.
Jólastjarnan 2017 er nú fundin og var stjarnan kynnt á Stöð 2 í gær.

Um er að ræða söngkeppni fyrir unga snillinga sjöunda árið í röð. Sigurvegarinn kemur fram í Eldborgarsal Hörpu með aragrúa af stjörnum laugardaginn 10. desember á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins. Dómnefndin valdi 12 söngvara sem skara fram úr og kepptu þau um titilinn.

Að þessu sinni var það Arnaldur Halldórsson sem var valinn Jólastjarnan 2017 og var honum komið á óvart í skólanum. Sjálfur Björgvin Halldórsson mætti í skólann og kom drengnum á óvart.

Í dómnefndinni eru þau Katrín Halldóra Sigurðardóttir, leik- og söngkona, og Gunnar Helgason, leikstjóri og rithöfundur og auðvitað okkar ástkæri Björgvin Halldórsson. Hér að neðan má sjá lokaþáttinn frá því í gærkvöldi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×