Ný plata með Tappa Tíkarrass: Svo gaman að þeir gátu ekki stoppað Stefán Þór Hjartarson skrifar 7. desember 2017 11:00 Strákarnir fóru saman út að borða og eitt leiddi af öðru og nú er komin heil plata. Vísir/Anton Brink „Við byrjuðum að hittast að gamni okkar fyrir að verða þremur árum og rifja upp þessi lög sem við sömdum þegar bandið var að byrja. Þá vorum við bara fjórir og Björk ekki komin í sveitina. Á þessu tímabili sömdum við alveg helling af lögum sem síðan duttu út þegar Eyþór hætti. Þegar við vorum búnir að rifja þetta allt upp fórum við í að semja nýtt. Svo spiluðum við á tónleikunum Fullveldispönk fyrir um ári og fórum í framhaldi af því í stúdíó og vorum bara allt í einu búnir að taka upp fjórtán lög?… þetta bara gerðist eiginlega – þetta var svo gaman að við bara gátum ekki stoppað,“ segir Jakob Smári Magnússon, bassaleikari og einn stofnenda hinnar goðsagnakenndu pönkhljómsveitar Tappa Tíkarrass. Í dag skipa sveitina, fyrir utan Jakob Smára, Eyþór Arnalds sér um sönginn, Eyjólfur Jóhannsson á gítar og Guðmundur Þór Gunnarsson á trommunum. „Við erum náttúrulega gamlir vinir sem svo fóru hver í sína áttina. Bandið var upphaflega stofnað í kringum vináttu okkar. Við fórum út að borða, þá kom þessi hugmynd. Við hringdum í Gumma trommara og fundum æfingapláss, svo var bara talið í og ekki aftur snúið.“ Allir hafa þeir komið að tónlist eftir að Tappi Tíkarrass lagði upp laupana. Jakob Smári og Guðmundur voru saman í Das Kapital, Jakob og Eyjólfur í SSSól og svo var Jakob með í Todmobile á upphafsárum sveitarinnar en Eyþór var auðvitað þar líka. „En eftir að við hættum að spila saman, þá hættum við að hittast, það er eins og að við þurfum músíkina til að tengja okkur – til að við höfum ástæðu til að hittast.“ Jakob segir það nokkuð hressandi að dunda sér svona við tónlistina í hjáverkum. „Það er svo langt síðan maður hefur verið í svona bandi, þar sem menn koma bara saman og kasta fram einhverjum lagbút eða hugmynd og svo eru allir saman að semja. Maður er ekki að spila fyrir aðra. Þetta hefur maður ekki gert síðan að Sólin [SSSól] var að byrja – menn mættu með eitthvert riff og svo var unnið út frá því. Það eru líka engar kvaðir – það er ekkert verið að hugsa um að við þurfum að koma með einhvern „hittara“ fyrir sumarið eða eitthvað, heldur bara gera það sem okkur finnst skemmtilegt. Á plötunni er sambland laga frá upphafsárum Tappa Tíkarrass, laga sem komu út áður en Björk gekk í sveitina og þau gáfu út sína fyrstu EP-plötu, og nýrra laga sem þeir hafa verið að brugga upp á síðkastið. „Það eru fjögur gömul sem voru samin 1981 og síðan eru tíu ný. Þau blandast bara mjög vel saman, ég er ekkert viss um að fólk átti sig á því hvort eru gömlu og hvort eru nýju lögin. Reyndar er eitt lag þarna sem heitir það sama og fyrsta platan okkar, Bitið fast í vitið, en lagið var ekki á plötunni – en það er í raun eina tengingin við síðustu öld.“ Platan kemur út í dag og nefnist hún einfaldlega Tappi Tíkarrass. Hún verður fáanleg á geislaplötu og vínyl. Tappinn stefnir á að fagna útgáfunni í janúar með tónleikum en það er engin dagsetning komin á þann fagnað. Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
„Við byrjuðum að hittast að gamni okkar fyrir að verða þremur árum og rifja upp þessi lög sem við sömdum þegar bandið var að byrja. Þá vorum við bara fjórir og Björk ekki komin í sveitina. Á þessu tímabili sömdum við alveg helling af lögum sem síðan duttu út þegar Eyþór hætti. Þegar við vorum búnir að rifja þetta allt upp fórum við í að semja nýtt. Svo spiluðum við á tónleikunum Fullveldispönk fyrir um ári og fórum í framhaldi af því í stúdíó og vorum bara allt í einu búnir að taka upp fjórtán lög?… þetta bara gerðist eiginlega – þetta var svo gaman að við bara gátum ekki stoppað,“ segir Jakob Smári Magnússon, bassaleikari og einn stofnenda hinnar goðsagnakenndu pönkhljómsveitar Tappa Tíkarrass. Í dag skipa sveitina, fyrir utan Jakob Smára, Eyþór Arnalds sér um sönginn, Eyjólfur Jóhannsson á gítar og Guðmundur Þór Gunnarsson á trommunum. „Við erum náttúrulega gamlir vinir sem svo fóru hver í sína áttina. Bandið var upphaflega stofnað í kringum vináttu okkar. Við fórum út að borða, þá kom þessi hugmynd. Við hringdum í Gumma trommara og fundum æfingapláss, svo var bara talið í og ekki aftur snúið.“ Allir hafa þeir komið að tónlist eftir að Tappi Tíkarrass lagði upp laupana. Jakob Smári og Guðmundur voru saman í Das Kapital, Jakob og Eyjólfur í SSSól og svo var Jakob með í Todmobile á upphafsárum sveitarinnar en Eyþór var auðvitað þar líka. „En eftir að við hættum að spila saman, þá hættum við að hittast, það er eins og að við þurfum músíkina til að tengja okkur – til að við höfum ástæðu til að hittast.“ Jakob segir það nokkuð hressandi að dunda sér svona við tónlistina í hjáverkum. „Það er svo langt síðan maður hefur verið í svona bandi, þar sem menn koma bara saman og kasta fram einhverjum lagbút eða hugmynd og svo eru allir saman að semja. Maður er ekki að spila fyrir aðra. Þetta hefur maður ekki gert síðan að Sólin [SSSól] var að byrja – menn mættu með eitthvert riff og svo var unnið út frá því. Það eru líka engar kvaðir – það er ekkert verið að hugsa um að við þurfum að koma með einhvern „hittara“ fyrir sumarið eða eitthvað, heldur bara gera það sem okkur finnst skemmtilegt. Á plötunni er sambland laga frá upphafsárum Tappa Tíkarrass, laga sem komu út áður en Björk gekk í sveitina og þau gáfu út sína fyrstu EP-plötu, og nýrra laga sem þeir hafa verið að brugga upp á síðkastið. „Það eru fjögur gömul sem voru samin 1981 og síðan eru tíu ný. Þau blandast bara mjög vel saman, ég er ekkert viss um að fólk átti sig á því hvort eru gömlu og hvort eru nýju lögin. Reyndar er eitt lag þarna sem heitir það sama og fyrsta platan okkar, Bitið fast í vitið, en lagið var ekki á plötunni – en það er í raun eina tengingin við síðustu öld.“ Platan kemur út í dag og nefnist hún einfaldlega Tappi Tíkarrass. Hún verður fáanleg á geislaplötu og vínyl. Tappinn stefnir á að fagna útgáfunni í janúar með tónleikum en það er engin dagsetning komin á þann fagnað.
Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira