Ný plata með Tappa Tíkarrass: Svo gaman að þeir gátu ekki stoppað Stefán Þór Hjartarson skrifar 7. desember 2017 11:00 Strákarnir fóru saman út að borða og eitt leiddi af öðru og nú er komin heil plata. Vísir/Anton Brink „Við byrjuðum að hittast að gamni okkar fyrir að verða þremur árum og rifja upp þessi lög sem við sömdum þegar bandið var að byrja. Þá vorum við bara fjórir og Björk ekki komin í sveitina. Á þessu tímabili sömdum við alveg helling af lögum sem síðan duttu út þegar Eyþór hætti. Þegar við vorum búnir að rifja þetta allt upp fórum við í að semja nýtt. Svo spiluðum við á tónleikunum Fullveldispönk fyrir um ári og fórum í framhaldi af því í stúdíó og vorum bara allt í einu búnir að taka upp fjórtán lög?… þetta bara gerðist eiginlega – þetta var svo gaman að við bara gátum ekki stoppað,“ segir Jakob Smári Magnússon, bassaleikari og einn stofnenda hinnar goðsagnakenndu pönkhljómsveitar Tappa Tíkarrass. Í dag skipa sveitina, fyrir utan Jakob Smára, Eyþór Arnalds sér um sönginn, Eyjólfur Jóhannsson á gítar og Guðmundur Þór Gunnarsson á trommunum. „Við erum náttúrulega gamlir vinir sem svo fóru hver í sína áttina. Bandið var upphaflega stofnað í kringum vináttu okkar. Við fórum út að borða, þá kom þessi hugmynd. Við hringdum í Gumma trommara og fundum æfingapláss, svo var bara talið í og ekki aftur snúið.“ Allir hafa þeir komið að tónlist eftir að Tappi Tíkarrass lagði upp laupana. Jakob Smári og Guðmundur voru saman í Das Kapital, Jakob og Eyjólfur í SSSól og svo var Jakob með í Todmobile á upphafsárum sveitarinnar en Eyþór var auðvitað þar líka. „En eftir að við hættum að spila saman, þá hættum við að hittast, það er eins og að við þurfum músíkina til að tengja okkur – til að við höfum ástæðu til að hittast.“ Jakob segir það nokkuð hressandi að dunda sér svona við tónlistina í hjáverkum. „Það er svo langt síðan maður hefur verið í svona bandi, þar sem menn koma bara saman og kasta fram einhverjum lagbút eða hugmynd og svo eru allir saman að semja. Maður er ekki að spila fyrir aðra. Þetta hefur maður ekki gert síðan að Sólin [SSSól] var að byrja – menn mættu með eitthvert riff og svo var unnið út frá því. Það eru líka engar kvaðir – það er ekkert verið að hugsa um að við þurfum að koma með einhvern „hittara“ fyrir sumarið eða eitthvað, heldur bara gera það sem okkur finnst skemmtilegt. Á plötunni er sambland laga frá upphafsárum Tappa Tíkarrass, laga sem komu út áður en Björk gekk í sveitina og þau gáfu út sína fyrstu EP-plötu, og nýrra laga sem þeir hafa verið að brugga upp á síðkastið. „Það eru fjögur gömul sem voru samin 1981 og síðan eru tíu ný. Þau blandast bara mjög vel saman, ég er ekkert viss um að fólk átti sig á því hvort eru gömlu og hvort eru nýju lögin. Reyndar er eitt lag þarna sem heitir það sama og fyrsta platan okkar, Bitið fast í vitið, en lagið var ekki á plötunni – en það er í raun eina tengingin við síðustu öld.“ Platan kemur út í dag og nefnist hún einfaldlega Tappi Tíkarrass. Hún verður fáanleg á geislaplötu og vínyl. Tappinn stefnir á að fagna útgáfunni í janúar með tónleikum en það er engin dagsetning komin á þann fagnað. Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Við byrjuðum að hittast að gamni okkar fyrir að verða þremur árum og rifja upp þessi lög sem við sömdum þegar bandið var að byrja. Þá vorum við bara fjórir og Björk ekki komin í sveitina. Á þessu tímabili sömdum við alveg helling af lögum sem síðan duttu út þegar Eyþór hætti. Þegar við vorum búnir að rifja þetta allt upp fórum við í að semja nýtt. Svo spiluðum við á tónleikunum Fullveldispönk fyrir um ári og fórum í framhaldi af því í stúdíó og vorum bara allt í einu búnir að taka upp fjórtán lög?… þetta bara gerðist eiginlega – þetta var svo gaman að við bara gátum ekki stoppað,“ segir Jakob Smári Magnússon, bassaleikari og einn stofnenda hinnar goðsagnakenndu pönkhljómsveitar Tappa Tíkarrass. Í dag skipa sveitina, fyrir utan Jakob Smára, Eyþór Arnalds sér um sönginn, Eyjólfur Jóhannsson á gítar og Guðmundur Þór Gunnarsson á trommunum. „Við erum náttúrulega gamlir vinir sem svo fóru hver í sína áttina. Bandið var upphaflega stofnað í kringum vináttu okkar. Við fórum út að borða, þá kom þessi hugmynd. Við hringdum í Gumma trommara og fundum æfingapláss, svo var bara talið í og ekki aftur snúið.“ Allir hafa þeir komið að tónlist eftir að Tappi Tíkarrass lagði upp laupana. Jakob Smári og Guðmundur voru saman í Das Kapital, Jakob og Eyjólfur í SSSól og svo var Jakob með í Todmobile á upphafsárum sveitarinnar en Eyþór var auðvitað þar líka. „En eftir að við hættum að spila saman, þá hættum við að hittast, það er eins og að við þurfum músíkina til að tengja okkur – til að við höfum ástæðu til að hittast.“ Jakob segir það nokkuð hressandi að dunda sér svona við tónlistina í hjáverkum. „Það er svo langt síðan maður hefur verið í svona bandi, þar sem menn koma bara saman og kasta fram einhverjum lagbút eða hugmynd og svo eru allir saman að semja. Maður er ekki að spila fyrir aðra. Þetta hefur maður ekki gert síðan að Sólin [SSSól] var að byrja – menn mættu með eitthvert riff og svo var unnið út frá því. Það eru líka engar kvaðir – það er ekkert verið að hugsa um að við þurfum að koma með einhvern „hittara“ fyrir sumarið eða eitthvað, heldur bara gera það sem okkur finnst skemmtilegt. Á plötunni er sambland laga frá upphafsárum Tappa Tíkarrass, laga sem komu út áður en Björk gekk í sveitina og þau gáfu út sína fyrstu EP-plötu, og nýrra laga sem þeir hafa verið að brugga upp á síðkastið. „Það eru fjögur gömul sem voru samin 1981 og síðan eru tíu ný. Þau blandast bara mjög vel saman, ég er ekkert viss um að fólk átti sig á því hvort eru gömlu og hvort eru nýju lögin. Reyndar er eitt lag þarna sem heitir það sama og fyrsta platan okkar, Bitið fast í vitið, en lagið var ekki á plötunni – en það er í raun eina tengingin við síðustu öld.“ Platan kemur út í dag og nefnist hún einfaldlega Tappi Tíkarrass. Hún verður fáanleg á geislaplötu og vínyl. Tappinn stefnir á að fagna útgáfunni í janúar með tónleikum en það er engin dagsetning komin á þann fagnað.
Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira