Hiphop vagninn heldur áfram að rúlla Stefán Þór Hjartarson skrifar 9. desember 2017 08:00 Geoffrey hjá Sticky Records er spenntur fyrir framtíð Spotify. Vísir/Anton Brink Árið 2017 var tvímælalaust árið hans Ed Sheeran samkvæmt tölum frá Spotify en plötu hans Divide var streymt 3.1 milljarð sinnum á árinu og lagið Shape of you var sömuleiðis streymt um 1.4 milljarð sinnum. Þetta eru ótrúlegar tölur – líklega er samanlagður tími þriggja milljarð streyma á plötunni Divide eitthvað í kringum aldur alheimsins (þetta er ekki vísindalegur útreikningur). Þessi árangur hjartaknúsarans Ed Sheerans var þó engan veginn nægjanlegur til að fella hiphop tónlistina af vagninum sem hún ferðast um á ógnarhraða um þessar mundir – en ansi margir hafa spáð dauða tónlistarstefnunnar ítrekað síðustu misserinn, án árangurs. Samkvæmt tölum frá Spotify jókst hlustun á þessa tiltölulega ungu tónlistarstefnu um 74% í heiminum frá því á síðasta ári, en þá var tónlistarstefnan einnig gríðarlega vinsæl. Það þarf ekki annað en að skoða íslenska vinsældarlistann á Spotify til að sjá birtingarmynd þessarar stefnu í heiminum en fyrir utan Ed Sheeran eru topp fimm vinsælustu tónlistarmennirnir á Íslandi allir rapparar – Aron Can, Jói Pé og Króli, Drake og Emmsjé Gauti.Emmsjé Gauti spilar meira og þénar meira í gegnum streymi en áður.Vorkennir öllum rokkbörnunum Tekuru eftir þessum auknu vinsældum? „Já, þetta breyttst helling eftir að Vagg og velta kom út og ég náði inn hitturum. Strákarnir er fyrsti hittarinn minn. Um leið og þú nærð inn einum hittara þá er auðveldara fyrir þig fá athygli á tónlistina sem kemur eftir það,“ segir Emmsjé Gauti, sem samkvæmt tölum frá Spotify er fimmti vinsælasti tónlistarmaður landsins – rétt á eftir Drake. Gauti útskýrir að þegar hann fylgist með Spotify Analytics, tölfræðilegum upplýsingum um hlustun sem listamenn hafa aðgang að, þá sjái hann að eitt vinsælt lag hækki tölur á öllu öðru sem birtist eftir hann og eftir að hlustunum taki að fækka, fari þær samt aldrei niður í sömu hlustunartölur eða niður fyrir þær aftur. Þannig veldur algoriðminn á Spotify því að vinsælir listamenn birtast mun oftar í lagalistum streymisveitunnar og fái því alltaf mikið af spilun. „Það er líka meira að gera í spilamennsku. Ég vorkenni til dæmis mjög mikið rokkbörnum í grunnskóla og menntaskóla því að Emmsjé Gauti er að spila á öllum böllunum,“ bætir Gauti við. „Ég var skeptískur í fyrstu og hélt að þetta væri að fara að hafa slæm áhrif. En Spotify er í raun einu tekjurnar sem ég hef af tónlistarsölu í dag – það er í raun og veru bara streymi. Það er margfalt meira en plötusala er í dag. Þetta er 100 prósent framtíðin. Spotify á reyndar markaðinn og það væri gaman að fá einhvern annan inn svo listamennirnir fái meira greitt því að þeir mættu fá betur borgað, en ég held að það eigi eftir að lagast með tímanum.“Áfram gakk Spotify! „Ég hef tekið eftir miklum mun á þessu ári sem er að líða og 2016. Bæði með minni eigin notkun á Spotify og þeirra sem í kringum mig eru. Veitan er að verða viðurkenndari og leiðandi aðferð við tónlistardreifingu. Um leið erum við að fylgjast með henni þróast á ógnarhraða. Hlakka til að sjá hvaða viðbætur munu koma á næstkomandi ári og vonandi verða þær í rétta átt. Ég tel að íslenskir listamenn eiga eftir að geta nýtt sér veituna ennþá meira sér til hagsbóta á næstu misserum. Áfram gakk Spotify,“ segir Geoffrey Þór Huntington-Williams hjá plötufyrirtækinu Sticky Records, en það hefur gefið út efni með Gauta og Aroni Can. Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Cecilie tekur við af Auði Menning Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fleiri fréttir Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvorn annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Sjá meira
Árið 2017 var tvímælalaust árið hans Ed Sheeran samkvæmt tölum frá Spotify en plötu hans Divide var streymt 3.1 milljarð sinnum á árinu og lagið Shape of you var sömuleiðis streymt um 1.4 milljarð sinnum. Þetta eru ótrúlegar tölur – líklega er samanlagður tími þriggja milljarð streyma á plötunni Divide eitthvað í kringum aldur alheimsins (þetta er ekki vísindalegur útreikningur). Þessi árangur hjartaknúsarans Ed Sheerans var þó engan veginn nægjanlegur til að fella hiphop tónlistina af vagninum sem hún ferðast um á ógnarhraða um þessar mundir – en ansi margir hafa spáð dauða tónlistarstefnunnar ítrekað síðustu misserinn, án árangurs. Samkvæmt tölum frá Spotify jókst hlustun á þessa tiltölulega ungu tónlistarstefnu um 74% í heiminum frá því á síðasta ári, en þá var tónlistarstefnan einnig gríðarlega vinsæl. Það þarf ekki annað en að skoða íslenska vinsældarlistann á Spotify til að sjá birtingarmynd þessarar stefnu í heiminum en fyrir utan Ed Sheeran eru topp fimm vinsælustu tónlistarmennirnir á Íslandi allir rapparar – Aron Can, Jói Pé og Króli, Drake og Emmsjé Gauti.Emmsjé Gauti spilar meira og þénar meira í gegnum streymi en áður.Vorkennir öllum rokkbörnunum Tekuru eftir þessum auknu vinsældum? „Já, þetta breyttst helling eftir að Vagg og velta kom út og ég náði inn hitturum. Strákarnir er fyrsti hittarinn minn. Um leið og þú nærð inn einum hittara þá er auðveldara fyrir þig fá athygli á tónlistina sem kemur eftir það,“ segir Emmsjé Gauti, sem samkvæmt tölum frá Spotify er fimmti vinsælasti tónlistarmaður landsins – rétt á eftir Drake. Gauti útskýrir að þegar hann fylgist með Spotify Analytics, tölfræðilegum upplýsingum um hlustun sem listamenn hafa aðgang að, þá sjái hann að eitt vinsælt lag hækki tölur á öllu öðru sem birtist eftir hann og eftir að hlustunum taki að fækka, fari þær samt aldrei niður í sömu hlustunartölur eða niður fyrir þær aftur. Þannig veldur algoriðminn á Spotify því að vinsælir listamenn birtast mun oftar í lagalistum streymisveitunnar og fái því alltaf mikið af spilun. „Það er líka meira að gera í spilamennsku. Ég vorkenni til dæmis mjög mikið rokkbörnum í grunnskóla og menntaskóla því að Emmsjé Gauti er að spila á öllum böllunum,“ bætir Gauti við. „Ég var skeptískur í fyrstu og hélt að þetta væri að fara að hafa slæm áhrif. En Spotify er í raun einu tekjurnar sem ég hef af tónlistarsölu í dag – það er í raun og veru bara streymi. Það er margfalt meira en plötusala er í dag. Þetta er 100 prósent framtíðin. Spotify á reyndar markaðinn og það væri gaman að fá einhvern annan inn svo listamennirnir fái meira greitt því að þeir mættu fá betur borgað, en ég held að það eigi eftir að lagast með tímanum.“Áfram gakk Spotify! „Ég hef tekið eftir miklum mun á þessu ári sem er að líða og 2016. Bæði með minni eigin notkun á Spotify og þeirra sem í kringum mig eru. Veitan er að verða viðurkenndari og leiðandi aðferð við tónlistardreifingu. Um leið erum við að fylgjast með henni þróast á ógnarhraða. Hlakka til að sjá hvaða viðbætur munu koma á næstkomandi ári og vonandi verða þær í rétta átt. Ég tel að íslenskir listamenn eiga eftir að geta nýtt sér veituna ennþá meira sér til hagsbóta á næstu misserum. Áfram gakk Spotify,“ segir Geoffrey Þór Huntington-Williams hjá plötufyrirtækinu Sticky Records, en það hefur gefið út efni með Gauta og Aroni Can.
Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Cecilie tekur við af Auði Menning Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fleiri fréttir Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvorn annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Sjá meira