Hiphop vagninn heldur áfram að rúlla Stefán Þór Hjartarson skrifar 9. desember 2017 08:00 Geoffrey hjá Sticky Records er spenntur fyrir framtíð Spotify. Vísir/Anton Brink Árið 2017 var tvímælalaust árið hans Ed Sheeran samkvæmt tölum frá Spotify en plötu hans Divide var streymt 3.1 milljarð sinnum á árinu og lagið Shape of you var sömuleiðis streymt um 1.4 milljarð sinnum. Þetta eru ótrúlegar tölur – líklega er samanlagður tími þriggja milljarð streyma á plötunni Divide eitthvað í kringum aldur alheimsins (þetta er ekki vísindalegur útreikningur). Þessi árangur hjartaknúsarans Ed Sheerans var þó engan veginn nægjanlegur til að fella hiphop tónlistina af vagninum sem hún ferðast um á ógnarhraða um þessar mundir – en ansi margir hafa spáð dauða tónlistarstefnunnar ítrekað síðustu misserinn, án árangurs. Samkvæmt tölum frá Spotify jókst hlustun á þessa tiltölulega ungu tónlistarstefnu um 74% í heiminum frá því á síðasta ári, en þá var tónlistarstefnan einnig gríðarlega vinsæl. Það þarf ekki annað en að skoða íslenska vinsældarlistann á Spotify til að sjá birtingarmynd þessarar stefnu í heiminum en fyrir utan Ed Sheeran eru topp fimm vinsælustu tónlistarmennirnir á Íslandi allir rapparar – Aron Can, Jói Pé og Króli, Drake og Emmsjé Gauti.Emmsjé Gauti spilar meira og þénar meira í gegnum streymi en áður.Vorkennir öllum rokkbörnunum Tekuru eftir þessum auknu vinsældum? „Já, þetta breyttst helling eftir að Vagg og velta kom út og ég náði inn hitturum. Strákarnir er fyrsti hittarinn minn. Um leið og þú nærð inn einum hittara þá er auðveldara fyrir þig fá athygli á tónlistina sem kemur eftir það,“ segir Emmsjé Gauti, sem samkvæmt tölum frá Spotify er fimmti vinsælasti tónlistarmaður landsins – rétt á eftir Drake. Gauti útskýrir að þegar hann fylgist með Spotify Analytics, tölfræðilegum upplýsingum um hlustun sem listamenn hafa aðgang að, þá sjái hann að eitt vinsælt lag hækki tölur á öllu öðru sem birtist eftir hann og eftir að hlustunum taki að fækka, fari þær samt aldrei niður í sömu hlustunartölur eða niður fyrir þær aftur. Þannig veldur algoriðminn á Spotify því að vinsælir listamenn birtast mun oftar í lagalistum streymisveitunnar og fái því alltaf mikið af spilun. „Það er líka meira að gera í spilamennsku. Ég vorkenni til dæmis mjög mikið rokkbörnum í grunnskóla og menntaskóla því að Emmsjé Gauti er að spila á öllum böllunum,“ bætir Gauti við. „Ég var skeptískur í fyrstu og hélt að þetta væri að fara að hafa slæm áhrif. En Spotify er í raun einu tekjurnar sem ég hef af tónlistarsölu í dag – það er í raun og veru bara streymi. Það er margfalt meira en plötusala er í dag. Þetta er 100 prósent framtíðin. Spotify á reyndar markaðinn og það væri gaman að fá einhvern annan inn svo listamennirnir fái meira greitt því að þeir mættu fá betur borgað, en ég held að það eigi eftir að lagast með tímanum.“Áfram gakk Spotify! „Ég hef tekið eftir miklum mun á þessu ári sem er að líða og 2016. Bæði með minni eigin notkun á Spotify og þeirra sem í kringum mig eru. Veitan er að verða viðurkenndari og leiðandi aðferð við tónlistardreifingu. Um leið erum við að fylgjast með henni þróast á ógnarhraða. Hlakka til að sjá hvaða viðbætur munu koma á næstkomandi ári og vonandi verða þær í rétta átt. Ég tel að íslenskir listamenn eiga eftir að geta nýtt sér veituna ennþá meira sér til hagsbóta á næstu misserum. Áfram gakk Spotify,“ segir Geoffrey Þór Huntington-Williams hjá plötufyrirtækinu Sticky Records, en það hefur gefið út efni með Gauta og Aroni Can. Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Árið 2017 var tvímælalaust árið hans Ed Sheeran samkvæmt tölum frá Spotify en plötu hans Divide var streymt 3.1 milljarð sinnum á árinu og lagið Shape of you var sömuleiðis streymt um 1.4 milljarð sinnum. Þetta eru ótrúlegar tölur – líklega er samanlagður tími þriggja milljarð streyma á plötunni Divide eitthvað í kringum aldur alheimsins (þetta er ekki vísindalegur útreikningur). Þessi árangur hjartaknúsarans Ed Sheerans var þó engan veginn nægjanlegur til að fella hiphop tónlistina af vagninum sem hún ferðast um á ógnarhraða um þessar mundir – en ansi margir hafa spáð dauða tónlistarstefnunnar ítrekað síðustu misserinn, án árangurs. Samkvæmt tölum frá Spotify jókst hlustun á þessa tiltölulega ungu tónlistarstefnu um 74% í heiminum frá því á síðasta ári, en þá var tónlistarstefnan einnig gríðarlega vinsæl. Það þarf ekki annað en að skoða íslenska vinsældarlistann á Spotify til að sjá birtingarmynd þessarar stefnu í heiminum en fyrir utan Ed Sheeran eru topp fimm vinsælustu tónlistarmennirnir á Íslandi allir rapparar – Aron Can, Jói Pé og Króli, Drake og Emmsjé Gauti.Emmsjé Gauti spilar meira og þénar meira í gegnum streymi en áður.Vorkennir öllum rokkbörnunum Tekuru eftir þessum auknu vinsældum? „Já, þetta breyttst helling eftir að Vagg og velta kom út og ég náði inn hitturum. Strákarnir er fyrsti hittarinn minn. Um leið og þú nærð inn einum hittara þá er auðveldara fyrir þig fá athygli á tónlistina sem kemur eftir það,“ segir Emmsjé Gauti, sem samkvæmt tölum frá Spotify er fimmti vinsælasti tónlistarmaður landsins – rétt á eftir Drake. Gauti útskýrir að þegar hann fylgist með Spotify Analytics, tölfræðilegum upplýsingum um hlustun sem listamenn hafa aðgang að, þá sjái hann að eitt vinsælt lag hækki tölur á öllu öðru sem birtist eftir hann og eftir að hlustunum taki að fækka, fari þær samt aldrei niður í sömu hlustunartölur eða niður fyrir þær aftur. Þannig veldur algoriðminn á Spotify því að vinsælir listamenn birtast mun oftar í lagalistum streymisveitunnar og fái því alltaf mikið af spilun. „Það er líka meira að gera í spilamennsku. Ég vorkenni til dæmis mjög mikið rokkbörnum í grunnskóla og menntaskóla því að Emmsjé Gauti er að spila á öllum böllunum,“ bætir Gauti við. „Ég var skeptískur í fyrstu og hélt að þetta væri að fara að hafa slæm áhrif. En Spotify er í raun einu tekjurnar sem ég hef af tónlistarsölu í dag – það er í raun og veru bara streymi. Það er margfalt meira en plötusala er í dag. Þetta er 100 prósent framtíðin. Spotify á reyndar markaðinn og það væri gaman að fá einhvern annan inn svo listamennirnir fái meira greitt því að þeir mættu fá betur borgað, en ég held að það eigi eftir að lagast með tímanum.“Áfram gakk Spotify! „Ég hef tekið eftir miklum mun á þessu ári sem er að líða og 2016. Bæði með minni eigin notkun á Spotify og þeirra sem í kringum mig eru. Veitan er að verða viðurkenndari og leiðandi aðferð við tónlistardreifingu. Um leið erum við að fylgjast með henni þróast á ógnarhraða. Hlakka til að sjá hvaða viðbætur munu koma á næstkomandi ári og vonandi verða þær í rétta átt. Ég tel að íslenskir listamenn eiga eftir að geta nýtt sér veituna ennþá meira sér til hagsbóta á næstu misserum. Áfram gakk Spotify,“ segir Geoffrey Þór Huntington-Williams hjá plötufyrirtækinu Sticky Records, en það hefur gefið út efni með Gauta og Aroni Can.
Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira