Rappari hellir víni í glös og þrífur klósett Stefán Þór Hjartarson skrifar 30. nóvember 2017 10:00 Gauti mætti í veislu til að taka nokkur lög en áður en hann vissi af var hann farinn að þrífa klósett. Vísir/Eyþór Rapparinn Emmsjé Gauti sinnir nú tveimur hlutverkum – á kvöldin er hann Gauti Þeyr Másson rekstraraðili, en hann ásamt nokkrum öðrum heldur úti veislusal á Hallveigarstíg. Gauti segir hugmyndina ekki hafa verið sína upphaflega, en hann var fenginn með í dæmið af hinum, en þeir eru meðal annars umboðsmaður hans, bókari og aðrir sem hafa komið við sögu í tónlistarferli hans. En Gauti hatar vissulega ekki veislur. „Ég elska veislur, mér finnst mjög gaman í veislum og hef alltaf verið mikill aðdáandi veisluhalds. Mér finnst ég knúinn til þess að gefa samfélaginu nýtt rými til að halda veislur í,“ segir Gauti kíminn og bætir við, „við erum ekki að opna skemmtistað – við erum að opna stað sem keyrir á bókunum. Salurinn tekur slatta í sæti og er tvær stærðir; stór salur og lítill inn af honum. Það eru líka alls konar möguleikar – Airwaves var haldið þarna þegar þetta hét Lídó, þannig að þetta er ekki einungis fyrir hlaðborð og veislur, það er alveg hægt að halda tónleika þarna til dæmis – það er hægt að hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst og skoða það.“ Aðspurður hvort tónleikahald og annað sé planað í salnum segir hann að slíkt sé ekki komið á dagskrá enda séu þeir mest að einbeita sér að jólahlaðborðunum um þessar mundir en þegar þeim ljúki megi skoða það.Hér gefur að líta salinn í allri sinni dýrð.Hvernig hefur svo gengið hjá ykkur? „Við höfum verið með nokkra viðburði – við höfum verið að keyra á jólahlaðborðum núna í desember í samvinnu við Ostabúðina. Það hefur gengið mjög vel og það var gott sem uppselt áður en við fórum að auglýsa. Við vorum til að mynda með WOW Air síðustu helgi á hlaðborði – ég ætla að viðurkenna það að ég var drullustressaður. Þó að sumir okkar hafi verið í alls konar rekstri áður þá höfum við aldrei haldið jólahlaðborð. Þetta var svolítið krefjandi – ég var búinn að búast við að það myndi myndast svarthol og allir sogast ofan í það, því að ég var svo stressaður, en svo gekk þetta bara ótrúlega vel.“Ert þú þarna með tuskuna og að þjóna til borðs og svona? „Upphaflega í WOW partíinu ætlaði ég bara að mæta og rappa en af því að ég var búinn að gæla við þetta verkefni í svolítinn tíma þá auðvitað þykir manni vænt um það, þannig að það liðu svona tíu mínútur af kvöldinu og þá var ég kominn í svuntu að taka diska og glös. Það er auðvitað ekkert að því, ég hef unnið sem þjónn og barþjónn í mörg ár – en það er eitthvað furðulegt við að taka disk af einhverjum og segja „má ég bjóða þér meira vín í glasið?“ og að vera svo kominn upp á svið örstuttu síðar að öskra „hvað segið þið gott, motherfuckers!? Er ekki allir í stuuuði?“ Mér leið eins og algjörum „boss“ þegar ég var uppi á sviði – horfði yfir konungsríki mitt en svo eftir smá stund var ég kominn á hnén að laga klósett sem einhver hafði stíflað, þetta var frekar furðulegt.“ Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Rapparinn Emmsjé Gauti sinnir nú tveimur hlutverkum – á kvöldin er hann Gauti Þeyr Másson rekstraraðili, en hann ásamt nokkrum öðrum heldur úti veislusal á Hallveigarstíg. Gauti segir hugmyndina ekki hafa verið sína upphaflega, en hann var fenginn með í dæmið af hinum, en þeir eru meðal annars umboðsmaður hans, bókari og aðrir sem hafa komið við sögu í tónlistarferli hans. En Gauti hatar vissulega ekki veislur. „Ég elska veislur, mér finnst mjög gaman í veislum og hef alltaf verið mikill aðdáandi veisluhalds. Mér finnst ég knúinn til þess að gefa samfélaginu nýtt rými til að halda veislur í,“ segir Gauti kíminn og bætir við, „við erum ekki að opna skemmtistað – við erum að opna stað sem keyrir á bókunum. Salurinn tekur slatta í sæti og er tvær stærðir; stór salur og lítill inn af honum. Það eru líka alls konar möguleikar – Airwaves var haldið þarna þegar þetta hét Lídó, þannig að þetta er ekki einungis fyrir hlaðborð og veislur, það er alveg hægt að halda tónleika þarna til dæmis – það er hægt að hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst og skoða það.“ Aðspurður hvort tónleikahald og annað sé planað í salnum segir hann að slíkt sé ekki komið á dagskrá enda séu þeir mest að einbeita sér að jólahlaðborðunum um þessar mundir en þegar þeim ljúki megi skoða það.Hér gefur að líta salinn í allri sinni dýrð.Hvernig hefur svo gengið hjá ykkur? „Við höfum verið með nokkra viðburði – við höfum verið að keyra á jólahlaðborðum núna í desember í samvinnu við Ostabúðina. Það hefur gengið mjög vel og það var gott sem uppselt áður en við fórum að auglýsa. Við vorum til að mynda með WOW Air síðustu helgi á hlaðborði – ég ætla að viðurkenna það að ég var drullustressaður. Þó að sumir okkar hafi verið í alls konar rekstri áður þá höfum við aldrei haldið jólahlaðborð. Þetta var svolítið krefjandi – ég var búinn að búast við að það myndi myndast svarthol og allir sogast ofan í það, því að ég var svo stressaður, en svo gekk þetta bara ótrúlega vel.“Ert þú þarna með tuskuna og að þjóna til borðs og svona? „Upphaflega í WOW partíinu ætlaði ég bara að mæta og rappa en af því að ég var búinn að gæla við þetta verkefni í svolítinn tíma þá auðvitað þykir manni vænt um það, þannig að það liðu svona tíu mínútur af kvöldinu og þá var ég kominn í svuntu að taka diska og glös. Það er auðvitað ekkert að því, ég hef unnið sem þjónn og barþjónn í mörg ár – en það er eitthvað furðulegt við að taka disk af einhverjum og segja „má ég bjóða þér meira vín í glasið?“ og að vera svo kominn upp á svið örstuttu síðar að öskra „hvað segið þið gott, motherfuckers!? Er ekki allir í stuuuði?“ Mér leið eins og algjörum „boss“ þegar ég var uppi á sviði – horfði yfir konungsríki mitt en svo eftir smá stund var ég kominn á hnén að laga klósett sem einhver hafði stíflað, þetta var frekar furðulegt.“
Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira