Þrjátíu ára útgáfuafmæli Leyndarmáls Grafíkur Stefán Þór Hjartarson skrifar 30. nóvember 2017 11:00 Grafík hefur engu gleymt síðan þessi mynd var tekin. „Ég hugsaði fyrst um þessa tónleika fyrir um tíu árum, þegar platan varð tuttugu ára – en það dróst í tíu ár að kýla á þessa hugmynd. Upphaflega hafði ég hugsað mér þetta smátt í sniðum þar sem við kæmum fyrst og fremst fram okkur sjálfum til ánægju. En svo vorum við hvött til að stækka salinn og því fórum við í Bæjarbíó – það er alveg að verða uppselt, þannig að það gengur framar vonum,“ segir Rúnar Þórisson, gítarleikari og einn stofnenda sveitarinnar goðsagnakenndu Grafíkur, en sveitin kemur saman í kvöld í tilefni af 30 ára afmæli fimmtu plötu hennar sem heitir Leyndarmál, og spilar plötuna í heild sinni í Bæjarbíói. Sveitin heldur svo norður til Akureyrar og endurtekur leikinn á Græna hattinum. „Það er mikil tilhlökkun og ánægja yfir að fara í þetta verkefni. Það er ótrúlegt hvað það var fljótlegt að þurrka rykið af þessari gömlu plötu. Sumt af þessu hefur náttúrulega ekkert verið spilað í þrjátíu ár – við höfum ekkert verið að spila meginhluta plötunnar. Við höfum jú komið saman annað slagið, svona á þriggja til fimm ára fresti og þá hafa vinsælustu lögin verið tekin, Presley og Prinsessan til dæmis.“ Grafík kom saman árið 2004 og svo 2011 og í tilefni af afmælistónleikum Andreu Gylfa – svo að um er að ræða merkisviðburð.Ætlið þið bara að taka alla plötuna, láta hana rúlla frá lagi eitt og til enda? „Við ruglum eitthvað í röðinni en tökum þessa plötu alla. Konseptið er fyrst og fremst það að spila plötuna af þessu tilefni en það er þó aldrei að vita hvort fáein aukalög falli með, það kemur bara í ljós. Það er bara rosalega gaman að koma saman aftur og hitta þessi lög fyrir og bæði byggja á því sem við gerðum þá og koma kannski að einhverju leyti með nýja vinkla á það.“ Leyndarmál var eina platan sem Grafík gerði með Andreu Gylfadóttur. Áður hafði Helgi Björnsson verið með hljómsveitinni á tveimur plötum og þar á undan Ólafur Guðmundsson. Einnig bættist Baldvin Sigurðsson, bassaleikari Baraflokksins, í hópinn. Í kvöld verður uppstillingin þannig að Egill Rafnsson leysir föður sinn, Rafn Jónsson, af á trommum, en Rafn lést árið 2004. Rafn var einn af stofnendum sveitarinnar ásamt Rúnari og Erni Jónssyni. Andrea Gylfadóttir syngur, Baldvin Sigurðsson er á bassa, Hjörtur Howser á hljómborð og Rúnar á gítar.Nú er svolítið í tísku að endurútgefa gamlar plötur á vínyl, eruð þið að undirbúa eitthvað þannig? „Þú ert bara að koma með þá pælingu núna, þakka þér fyrir. En það var pæling að gera nýtt lag en það vannst ekki tími til þess í þetta sinn þannig að við látum þetta duga í bili. En það er eftirspurn eftir bandinu annars staðar á landinu og í öðrum húsum, þannig að það er aldrei að vita hvað gerist.“ Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Lífið Fleiri fréttir Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Sjá meira
„Ég hugsaði fyrst um þessa tónleika fyrir um tíu árum, þegar platan varð tuttugu ára – en það dróst í tíu ár að kýla á þessa hugmynd. Upphaflega hafði ég hugsað mér þetta smátt í sniðum þar sem við kæmum fyrst og fremst fram okkur sjálfum til ánægju. En svo vorum við hvött til að stækka salinn og því fórum við í Bæjarbíó – það er alveg að verða uppselt, þannig að það gengur framar vonum,“ segir Rúnar Þórisson, gítarleikari og einn stofnenda sveitarinnar goðsagnakenndu Grafíkur, en sveitin kemur saman í kvöld í tilefni af 30 ára afmæli fimmtu plötu hennar sem heitir Leyndarmál, og spilar plötuna í heild sinni í Bæjarbíói. Sveitin heldur svo norður til Akureyrar og endurtekur leikinn á Græna hattinum. „Það er mikil tilhlökkun og ánægja yfir að fara í þetta verkefni. Það er ótrúlegt hvað það var fljótlegt að þurrka rykið af þessari gömlu plötu. Sumt af þessu hefur náttúrulega ekkert verið spilað í þrjátíu ár – við höfum ekkert verið að spila meginhluta plötunnar. Við höfum jú komið saman annað slagið, svona á þriggja til fimm ára fresti og þá hafa vinsælustu lögin verið tekin, Presley og Prinsessan til dæmis.“ Grafík kom saman árið 2004 og svo 2011 og í tilefni af afmælistónleikum Andreu Gylfa – svo að um er að ræða merkisviðburð.Ætlið þið bara að taka alla plötuna, láta hana rúlla frá lagi eitt og til enda? „Við ruglum eitthvað í röðinni en tökum þessa plötu alla. Konseptið er fyrst og fremst það að spila plötuna af þessu tilefni en það er þó aldrei að vita hvort fáein aukalög falli með, það kemur bara í ljós. Það er bara rosalega gaman að koma saman aftur og hitta þessi lög fyrir og bæði byggja á því sem við gerðum þá og koma kannski að einhverju leyti með nýja vinkla á það.“ Leyndarmál var eina platan sem Grafík gerði með Andreu Gylfadóttur. Áður hafði Helgi Björnsson verið með hljómsveitinni á tveimur plötum og þar á undan Ólafur Guðmundsson. Einnig bættist Baldvin Sigurðsson, bassaleikari Baraflokksins, í hópinn. Í kvöld verður uppstillingin þannig að Egill Rafnsson leysir föður sinn, Rafn Jónsson, af á trommum, en Rafn lést árið 2004. Rafn var einn af stofnendum sveitarinnar ásamt Rúnari og Erni Jónssyni. Andrea Gylfadóttir syngur, Baldvin Sigurðsson er á bassa, Hjörtur Howser á hljómborð og Rúnar á gítar.Nú er svolítið í tísku að endurútgefa gamlar plötur á vínyl, eruð þið að undirbúa eitthvað þannig? „Þú ert bara að koma með þá pælingu núna, þakka þér fyrir. En það var pæling að gera nýtt lag en það vannst ekki tími til þess í þetta sinn þannig að við látum þetta duga í bili. En það er eftirspurn eftir bandinu annars staðar á landinu og í öðrum húsum, þannig að það er aldrei að vita hvað gerist.“
Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Lífið Fleiri fréttir Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Sjá meira