Þrjátíu ára útgáfuafmæli Leyndarmáls Grafíkur Stefán Þór Hjartarson skrifar 30. nóvember 2017 11:00 Grafík hefur engu gleymt síðan þessi mynd var tekin. „Ég hugsaði fyrst um þessa tónleika fyrir um tíu árum, þegar platan varð tuttugu ára – en það dróst í tíu ár að kýla á þessa hugmynd. Upphaflega hafði ég hugsað mér þetta smátt í sniðum þar sem við kæmum fyrst og fremst fram okkur sjálfum til ánægju. En svo vorum við hvött til að stækka salinn og því fórum við í Bæjarbíó – það er alveg að verða uppselt, þannig að það gengur framar vonum,“ segir Rúnar Þórisson, gítarleikari og einn stofnenda sveitarinnar goðsagnakenndu Grafíkur, en sveitin kemur saman í kvöld í tilefni af 30 ára afmæli fimmtu plötu hennar sem heitir Leyndarmál, og spilar plötuna í heild sinni í Bæjarbíói. Sveitin heldur svo norður til Akureyrar og endurtekur leikinn á Græna hattinum. „Það er mikil tilhlökkun og ánægja yfir að fara í þetta verkefni. Það er ótrúlegt hvað það var fljótlegt að þurrka rykið af þessari gömlu plötu. Sumt af þessu hefur náttúrulega ekkert verið spilað í þrjátíu ár – við höfum ekkert verið að spila meginhluta plötunnar. Við höfum jú komið saman annað slagið, svona á þriggja til fimm ára fresti og þá hafa vinsælustu lögin verið tekin, Presley og Prinsessan til dæmis.“ Grafík kom saman árið 2004 og svo 2011 og í tilefni af afmælistónleikum Andreu Gylfa – svo að um er að ræða merkisviðburð.Ætlið þið bara að taka alla plötuna, láta hana rúlla frá lagi eitt og til enda? „Við ruglum eitthvað í röðinni en tökum þessa plötu alla. Konseptið er fyrst og fremst það að spila plötuna af þessu tilefni en það er þó aldrei að vita hvort fáein aukalög falli með, það kemur bara í ljós. Það er bara rosalega gaman að koma saman aftur og hitta þessi lög fyrir og bæði byggja á því sem við gerðum þá og koma kannski að einhverju leyti með nýja vinkla á það.“ Leyndarmál var eina platan sem Grafík gerði með Andreu Gylfadóttur. Áður hafði Helgi Björnsson verið með hljómsveitinni á tveimur plötum og þar á undan Ólafur Guðmundsson. Einnig bættist Baldvin Sigurðsson, bassaleikari Baraflokksins, í hópinn. Í kvöld verður uppstillingin þannig að Egill Rafnsson leysir föður sinn, Rafn Jónsson, af á trommum, en Rafn lést árið 2004. Rafn var einn af stofnendum sveitarinnar ásamt Rúnari og Erni Jónssyni. Andrea Gylfadóttir syngur, Baldvin Sigurðsson er á bassa, Hjörtur Howser á hljómborð og Rúnar á gítar.Nú er svolítið í tísku að endurútgefa gamlar plötur á vínyl, eruð þið að undirbúa eitthvað þannig? „Þú ert bara að koma með þá pælingu núna, þakka þér fyrir. En það var pæling að gera nýtt lag en það vannst ekki tími til þess í þetta sinn þannig að við látum þetta duga í bili. En það er eftirspurn eftir bandinu annars staðar á landinu og í öðrum húsum, þannig að það er aldrei að vita hvað gerist.“ Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira
„Ég hugsaði fyrst um þessa tónleika fyrir um tíu árum, þegar platan varð tuttugu ára – en það dróst í tíu ár að kýla á þessa hugmynd. Upphaflega hafði ég hugsað mér þetta smátt í sniðum þar sem við kæmum fyrst og fremst fram okkur sjálfum til ánægju. En svo vorum við hvött til að stækka salinn og því fórum við í Bæjarbíó – það er alveg að verða uppselt, þannig að það gengur framar vonum,“ segir Rúnar Þórisson, gítarleikari og einn stofnenda sveitarinnar goðsagnakenndu Grafíkur, en sveitin kemur saman í kvöld í tilefni af 30 ára afmæli fimmtu plötu hennar sem heitir Leyndarmál, og spilar plötuna í heild sinni í Bæjarbíói. Sveitin heldur svo norður til Akureyrar og endurtekur leikinn á Græna hattinum. „Það er mikil tilhlökkun og ánægja yfir að fara í þetta verkefni. Það er ótrúlegt hvað það var fljótlegt að þurrka rykið af þessari gömlu plötu. Sumt af þessu hefur náttúrulega ekkert verið spilað í þrjátíu ár – við höfum ekkert verið að spila meginhluta plötunnar. Við höfum jú komið saman annað slagið, svona á þriggja til fimm ára fresti og þá hafa vinsælustu lögin verið tekin, Presley og Prinsessan til dæmis.“ Grafík kom saman árið 2004 og svo 2011 og í tilefni af afmælistónleikum Andreu Gylfa – svo að um er að ræða merkisviðburð.Ætlið þið bara að taka alla plötuna, láta hana rúlla frá lagi eitt og til enda? „Við ruglum eitthvað í röðinni en tökum þessa plötu alla. Konseptið er fyrst og fremst það að spila plötuna af þessu tilefni en það er þó aldrei að vita hvort fáein aukalög falli með, það kemur bara í ljós. Það er bara rosalega gaman að koma saman aftur og hitta þessi lög fyrir og bæði byggja á því sem við gerðum þá og koma kannski að einhverju leyti með nýja vinkla á það.“ Leyndarmál var eina platan sem Grafík gerði með Andreu Gylfadóttur. Áður hafði Helgi Björnsson verið með hljómsveitinni á tveimur plötum og þar á undan Ólafur Guðmundsson. Einnig bættist Baldvin Sigurðsson, bassaleikari Baraflokksins, í hópinn. Í kvöld verður uppstillingin þannig að Egill Rafnsson leysir föður sinn, Rafn Jónsson, af á trommum, en Rafn lést árið 2004. Rafn var einn af stofnendum sveitarinnar ásamt Rúnari og Erni Jónssyni. Andrea Gylfadóttir syngur, Baldvin Sigurðsson er á bassa, Hjörtur Howser á hljómborð og Rúnar á gítar.Nú er svolítið í tísku að endurútgefa gamlar plötur á vínyl, eruð þið að undirbúa eitthvað þannig? „Þú ert bara að koma með þá pælingu núna, þakka þér fyrir. En það var pæling að gera nýtt lag en það vannst ekki tími til þess í þetta sinn þannig að við látum þetta duga í bili. En það er eftirspurn eftir bandinu annars staðar á landinu og í öðrum húsum, þannig að það er aldrei að vita hvað gerist.“
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira