Innlent

Ætla að styrkja stöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Katrín Jakobsdóttir er önnur konan til að gegna embætti forsætisráðherra á Íslandi.
Katrín Jakobsdóttir er önnur konan til að gegna embætti forsætisráðherra á Íslandi. Vísir/Eyþór

Ný ríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur ætlar að framfylgja og fjármagna að fullu nýja aðgerðaráætlun um úrbætur í meðferð kynferðisbrota. Aðgerðaráætlunin var kynnt í október af Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Um er að ræða afrakstur vinnu samstarfshóps sem skipaður var í ráðuneytinu í mars 2016.

„Með áætluninni er gert ráð fyrir að styrkja innviði réttarvörslukerfisins með það að markmiði að styrkja stöðu brotaþola innan þess og efla og samhæfa þjónustu við brotaþola á landsvísu, ekki síst í heilbrigðiskerfinu,“ segir í sáttmála nýrrar ríkistjórnar.

„Lagaumhverfi kynferðisbrota verður rýnt með það að markmiði að styrkja stöðu kærenda kynferðisbrota. Istanbúl-samningurinn um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi verður fullgiltur.“

Ríkisstjórnin segist enn fremur ætla að standa fyrir gerð áætlunar í samstarfi við sveitarfélögin um að útrýma kynbundnu ofbeldi, ekki síst stafrænu kynferðisofbeldi.

Sigríður Á Andersen útskýrði nánar aðgerðaráætlunina í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í október.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.