Innlent

Ætla að styrkja stöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Katrín Jakobsdóttir er önnur konan til að gegna embætti forsætisráðherra á Íslandi.
Katrín Jakobsdóttir er önnur konan til að gegna embætti forsætisráðherra á Íslandi. Vísir/Eyþór
Ný ríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur ætlar að framfylgja og fjármagna að fullu nýja aðgerðaráætlun um úrbætur í meðferð kynferðisbrota. Aðgerðaráætlunin var kynnt í október af Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Um er að ræða afrakstur vinnu samstarfshóps sem skipaður var í ráðuneytinu í mars 2016.

„Með áætluninni er gert ráð fyrir að styrkja innviði réttarvörslukerfisins með það að markmiði að styrkja stöðu brotaþola innan þess og efla og samhæfa þjónustu við brotaþola á landsvísu, ekki síst í heilbrigðiskerfinu,“ segir í sáttmála nýrrar ríkistjórnar.

„Lagaumhverfi kynferðisbrota verður rýnt með það að markmiði að styrkja stöðu kærenda kynferðisbrota. Istanbúl-samningurinn um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi verður fullgiltur.“

Ríkisstjórnin segist enn fremur ætla að standa fyrir gerð áætlunar í samstarfi við sveitarfélögin um að útrýma kynbundnu ofbeldi, ekki síst stafrænu kynferðisofbeldi.

Sigríður Á Andersen útskýrði nánar aðgerðaráætlunina í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í október.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.