„Stjarfur af hræðslu“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. nóvember 2017 18:58 „Maðurinn horfir svona á mig og ég sé að hann er að æða að bílnum. Ég reyni að læsa en næ því ekki, enda gerðist þetta allt svona hratt,“ segir Fanney Hólm Margrétardóttir, móðir fimm ára drengs sem sleginn var í andlitið af manni í annarlegu ástandi í gær.Greint var frá málinu á Vísi í dag, en tveir menn voru handteknir eftir árásina. Þeim var sleppt úr haldi að loknum yfirheyrslum í dag, að sögn Gríms Grímssonar, yfirmanns miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Málið telst að mestu upplýst en ákæruvaldið mun taka afstöðu til þess hvort gefin verði út ákæra.Fanney tók þessa mynd af syni sínum eftir árásina, en ef vel er að gáð sjást blóðblettir framan á henni. Hún segir hann hafa verið alblóðugan.„Hann [árásarmaðurinn] rífur í hurðina hjá barninu mínu sem situr í stólnum sínum beint fyrir aftan mig, og ég öskra á manninn. Svo heyri ég að Krummi, sonur minn, segir „neineinei“. Ég gef þá í og bruna yfir ljósin, stoppa uppi á gangstétt þarna rétt hjá og þegar ég lít í baksýnisspegilinn sé ég að hann er allur í blóði. Ég vissi í rauninni ekkert hvað hefði gerst – ég tók ekkert eftir því að maðurinn hefði lamið hann,“ segir Fanney, sem segir fjölskylduna alla í miklu uppnámi. Fanney segir viðstadda hafa kallað til lögreglu, og að í framhaldinu hafi hún farið með drenginn á slysadeild, þar sem hún hafi fengið áverkavottorð. Sömuleiðis hafi hún óskað eftir að fá áfallahjálp, því drengurinn sé mjög skelkaður. „Það er eins og hann hafi verið stjarfur af hræðslu. Eftir að ég næ að stoppa bílinn og fer aftur í til hans þá grætur hann, og ég reyni að hugga hann. Hann er hræddur og segir að við megum aldrei vera í bílnum nema hann sé læstur. Hann vaknar til dæmis aldrei á nóttunni, en hann vaknaði tvisvar í nótt grátandi,“ segir hún. „Það skiptir mestu máli að hann nái að vinna úr þessi áfalli, því þetta er augljóslega að hafa djúp áhrif á hann.“ Sem fyrr segir er rannsókn málsins vel á leið komin, en að sögn lögreglu var ekki talin ástæða til þess að fara fram á gæsluvarðhald. Mennirnir tveir neita sök og bera fyrir sig minnisleysi. Tengdar fréttir Tveir menn grunaðir um að ráðast á fimm ára barn í Reykjavík Drengurinn var í bíl með móður sinni þegar mennirnir, sem voru í annarlegu ástandi, rífa upp hurð á bílnum og grunaðir um að hafa slegið barnið í andlitið. 23. nóvember 2017 10:41 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
„Maðurinn horfir svona á mig og ég sé að hann er að æða að bílnum. Ég reyni að læsa en næ því ekki, enda gerðist þetta allt svona hratt,“ segir Fanney Hólm Margrétardóttir, móðir fimm ára drengs sem sleginn var í andlitið af manni í annarlegu ástandi í gær.Greint var frá málinu á Vísi í dag, en tveir menn voru handteknir eftir árásina. Þeim var sleppt úr haldi að loknum yfirheyrslum í dag, að sögn Gríms Grímssonar, yfirmanns miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Málið telst að mestu upplýst en ákæruvaldið mun taka afstöðu til þess hvort gefin verði út ákæra.Fanney tók þessa mynd af syni sínum eftir árásina, en ef vel er að gáð sjást blóðblettir framan á henni. Hún segir hann hafa verið alblóðugan.„Hann [árásarmaðurinn] rífur í hurðina hjá barninu mínu sem situr í stólnum sínum beint fyrir aftan mig, og ég öskra á manninn. Svo heyri ég að Krummi, sonur minn, segir „neineinei“. Ég gef þá í og bruna yfir ljósin, stoppa uppi á gangstétt þarna rétt hjá og þegar ég lít í baksýnisspegilinn sé ég að hann er allur í blóði. Ég vissi í rauninni ekkert hvað hefði gerst – ég tók ekkert eftir því að maðurinn hefði lamið hann,“ segir Fanney, sem segir fjölskylduna alla í miklu uppnámi. Fanney segir viðstadda hafa kallað til lögreglu, og að í framhaldinu hafi hún farið með drenginn á slysadeild, þar sem hún hafi fengið áverkavottorð. Sömuleiðis hafi hún óskað eftir að fá áfallahjálp, því drengurinn sé mjög skelkaður. „Það er eins og hann hafi verið stjarfur af hræðslu. Eftir að ég næ að stoppa bílinn og fer aftur í til hans þá grætur hann, og ég reyni að hugga hann. Hann er hræddur og segir að við megum aldrei vera í bílnum nema hann sé læstur. Hann vaknar til dæmis aldrei á nóttunni, en hann vaknaði tvisvar í nótt grátandi,“ segir hún. „Það skiptir mestu máli að hann nái að vinna úr þessi áfalli, því þetta er augljóslega að hafa djúp áhrif á hann.“ Sem fyrr segir er rannsókn málsins vel á leið komin, en að sögn lögreglu var ekki talin ástæða til þess að fara fram á gæsluvarðhald. Mennirnir tveir neita sök og bera fyrir sig minnisleysi.
Tengdar fréttir Tveir menn grunaðir um að ráðast á fimm ára barn í Reykjavík Drengurinn var í bíl með móður sinni þegar mennirnir, sem voru í annarlegu ástandi, rífa upp hurð á bílnum og grunaðir um að hafa slegið barnið í andlitið. 23. nóvember 2017 10:41 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Tveir menn grunaðir um að ráðast á fimm ára barn í Reykjavík Drengurinn var í bíl með móður sinni þegar mennirnir, sem voru í annarlegu ástandi, rífa upp hurð á bílnum og grunaðir um að hafa slegið barnið í andlitið. 23. nóvember 2017 10:41