Lífið

Dagur með stórbrotinn flutning á laginu Ef ég nenni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dagur Sigurðsson er stórkostlegur söngvari.
Dagur Sigurðsson er stórkostlegur söngvari.

Söngvarinn Dagur Sigurðsson mætti á dögunum í Laugarnesskóla og tók jólalagið Ef ég nenni.

Það kannast eflaust flestir Íslendingar við lagið Ef ég nenni sem Helgi Björnsson gerði vinsælt á sínum tíma.

Dagur var sjálfur nemandi í Laugarnesskóla og tók hann lagið ásamt Hörpu Þorvaldsdóttur sem er tónmenntakennarinn í skólanum.

Myndband af flutninginum er kominn á YouTube og er myndbandið í raun auglýsing fyrir jólatónleikana Jólastress 2017 sem fram fara 9.desember í Tjarnarbíói.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.