Hnetan fær loksins sess í Hnotubrjótnum Stefán Þór Hjartarson skrifar 29. nóvember 2017 10:15 Melkorka þurfti meðal annars að vinna með 50 manna sinfóníuhljómsveit við uppsetninguna. Vísir/Anton Brink Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, dansari og danshöfundur, frumsýndi nýtt verk byggt á Hnotubrjótnum í Svíþjóð um helgina. Með henni var sviðslistahópurinn John the houseband en það er hópur sem varð til þegar meðlimir hans voru saman í námi úti í Amsterdam. Hópurinn hefur starfað í tíu ár og oftast verið að gera kóreógrafaða tónleika. „Við fengum boð frá leikhúsi í Norður-Svíþjóð þar sem við höfðum sýnt áður. Við fengum tilboð – „viljiði koma eftir eitt og hálft ár, gera Hnotubrjótinn í ykkar útgáfu með sinfóníuhljómsveit Norrlandsoperan.“ Við vorum bara „neeei,“ Við vorum hálf-efins yfir því að vinna með sinfó af því að við erum ekki hámenntað tónlistarfólk þó við séum atvinnufólk í sviðslistum. Þannig að það var ansi ógnvekjandi fyrst um sinn að vinna með 50 manna sinfóníuhljómsveit. En svo sögðum við á endanum já því að við sáum að þetta væri eitthvað sem við gætum unnið með,“ segir Melkorka. Sýningin hefur verið í þróun síðasta árið og var frumsýnd um síðustu helgi í Svíþjóð. „Þetta er okkar útgáfa af Hnotubrjótnum. Þetta er auðvitað sígildur ballett og hefur öll þau minni sem tíðkast þar – álfadísir og alls konar ævintýri sem okkur fannst síður spennandi þannig að við ákváðum að gera okkar útgáfu sem er út frá sjónarhorni hnetunnar, sem hingað til hefur verið dálítið fjarverandi frá þessu ævintýri. Þetta er áhugaverð hugmynd ef maður byrjar að pæla í þessu – af hverju er það í ballett sem eru öll þessi ævintýri, mýs, dýr, hnotubrjótur?…?af hverju er ekki fjallað um hnetuna sjálfa, hvar er hnetan? Við tengdum dálítið við þetta sem hljómsveit – verandi atvinnufólk í sviðslistum en aukafólk í tónlist. Í okkar ballett lendir sem sagt hnetugeimskip, þriggja metra há uppblásin hneta, á sviðinu og út komum við, hnetuhljómsveitin, og við syngjum lög um hnetur. Svo ákveður þessi hljómsveit að gróðursetja hnetu og úr verður skógur.“Þannig að þetta er bara ekkert rosalega líkt upprunalega ballettinum? „Nei, í rauninni ekki. Við ákváðum eiginlega að henda honum öllum. Það er líka það sem okkur finnst rosalega gaman – að fokka þessu upp, að gera bara eitthvað allt öðruvísi. Þessir gömlu ballettar eru svo meitlaðir í stein. Við skiptum í raun nánast öllu út – við erum í Birckenstock sandölum og Intersport sokkum á sviðinu.“ Melkorka segir það hafa verið ótrúlega gaman í fyrsta lagi að vera boðið að gera þetta og í öðru lagi að þeim hafi verið treyst fyrir svona „rugluðu verkefni“ eins og hún segir. „Bara það að þau skuli hringja og bjóða okkur að gera Hnotubrjótinn með sinfóníuhljómsveit, við sem kollektív og enginn leikstjóri – það er ótrúlega spennandi og eitthvað sem er ekki til hérna heima, leikhús fúnkerar bara ekki svona heima.“ Melkorka segir vinnuna með sinfóníuhljómsveitinni hafa gengið ótrúlega vel þrátt fyrir að vera öðruvísi. „Þetta er bara allt öðruvísi – ég held að við vinnum tölvuert kaótískara en þau – meðan við vorum að vinna að þessu í tvö ár komu þau inn í einhverja fimm daga. Þeirra vinnuaðferðir eru allt öðruvísi en okkar og við þurftum að finna jafnvægi þarna á milli. Við fórum því svolítið í kóreógrafískar aðferðir, hvernig við gætum dílað við hljómsveitina; við báðum þau að spila hraðar eða hægar og svo sungum við ofan á, þannig að við vorum dálítið að leika okkur með þolmörk sinfóníuhljómsveitarinnar og það gekk bara mjög vel. Þau eru svo þarna undir sviðinu, fimmtíu manns og vita ekkert hvað við erum að gera. Síðan kannski þurfa þau að stoppa í tíu mínútur meðan við spilum tvö rapplög, þannig að aðstæðurnar sem ég ímynda mér að séu í gangi þarna undir þegar kannski fiðluleikarinn þarf að sitja og hlusta á okkur spila eru bara frekar fyndnar.“ Aðspurð hvort sýningin muni ferðast til Íslands segir Melkorka það ekki vera í planinu þó að hún voni að það verði hægt. Hún bendir á að leikhúsbransinn hér heima sé ekki endilega móttækilegur fyrir að taka á móti svona stórri erlendri uppfærslu, en hver veit. Verkið ferðast til Þýskalands í næstu viku, Danmerkur á næsta ári og svo eru frekari sýningar í Svíþjóð planaðar – þannig að það er nóg á dagskránni hjá Melkorku og John the houseband. Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, dansari og danshöfundur, frumsýndi nýtt verk byggt á Hnotubrjótnum í Svíþjóð um helgina. Með henni var sviðslistahópurinn John the houseband en það er hópur sem varð til þegar meðlimir hans voru saman í námi úti í Amsterdam. Hópurinn hefur starfað í tíu ár og oftast verið að gera kóreógrafaða tónleika. „Við fengum boð frá leikhúsi í Norður-Svíþjóð þar sem við höfðum sýnt áður. Við fengum tilboð – „viljiði koma eftir eitt og hálft ár, gera Hnotubrjótinn í ykkar útgáfu með sinfóníuhljómsveit Norrlandsoperan.“ Við vorum bara „neeei,“ Við vorum hálf-efins yfir því að vinna með sinfó af því að við erum ekki hámenntað tónlistarfólk þó við séum atvinnufólk í sviðslistum. Þannig að það var ansi ógnvekjandi fyrst um sinn að vinna með 50 manna sinfóníuhljómsveit. En svo sögðum við á endanum já því að við sáum að þetta væri eitthvað sem við gætum unnið með,“ segir Melkorka. Sýningin hefur verið í þróun síðasta árið og var frumsýnd um síðustu helgi í Svíþjóð. „Þetta er okkar útgáfa af Hnotubrjótnum. Þetta er auðvitað sígildur ballett og hefur öll þau minni sem tíðkast þar – álfadísir og alls konar ævintýri sem okkur fannst síður spennandi þannig að við ákváðum að gera okkar útgáfu sem er út frá sjónarhorni hnetunnar, sem hingað til hefur verið dálítið fjarverandi frá þessu ævintýri. Þetta er áhugaverð hugmynd ef maður byrjar að pæla í þessu – af hverju er það í ballett sem eru öll þessi ævintýri, mýs, dýr, hnotubrjótur?…?af hverju er ekki fjallað um hnetuna sjálfa, hvar er hnetan? Við tengdum dálítið við þetta sem hljómsveit – verandi atvinnufólk í sviðslistum en aukafólk í tónlist. Í okkar ballett lendir sem sagt hnetugeimskip, þriggja metra há uppblásin hneta, á sviðinu og út komum við, hnetuhljómsveitin, og við syngjum lög um hnetur. Svo ákveður þessi hljómsveit að gróðursetja hnetu og úr verður skógur.“Þannig að þetta er bara ekkert rosalega líkt upprunalega ballettinum? „Nei, í rauninni ekki. Við ákváðum eiginlega að henda honum öllum. Það er líka það sem okkur finnst rosalega gaman – að fokka þessu upp, að gera bara eitthvað allt öðruvísi. Þessir gömlu ballettar eru svo meitlaðir í stein. Við skiptum í raun nánast öllu út – við erum í Birckenstock sandölum og Intersport sokkum á sviðinu.“ Melkorka segir það hafa verið ótrúlega gaman í fyrsta lagi að vera boðið að gera þetta og í öðru lagi að þeim hafi verið treyst fyrir svona „rugluðu verkefni“ eins og hún segir. „Bara það að þau skuli hringja og bjóða okkur að gera Hnotubrjótinn með sinfóníuhljómsveit, við sem kollektív og enginn leikstjóri – það er ótrúlega spennandi og eitthvað sem er ekki til hérna heima, leikhús fúnkerar bara ekki svona heima.“ Melkorka segir vinnuna með sinfóníuhljómsveitinni hafa gengið ótrúlega vel þrátt fyrir að vera öðruvísi. „Þetta er bara allt öðruvísi – ég held að við vinnum tölvuert kaótískara en þau – meðan við vorum að vinna að þessu í tvö ár komu þau inn í einhverja fimm daga. Þeirra vinnuaðferðir eru allt öðruvísi en okkar og við þurftum að finna jafnvægi þarna á milli. Við fórum því svolítið í kóreógrafískar aðferðir, hvernig við gætum dílað við hljómsveitina; við báðum þau að spila hraðar eða hægar og svo sungum við ofan á, þannig að við vorum dálítið að leika okkur með þolmörk sinfóníuhljómsveitarinnar og það gekk bara mjög vel. Þau eru svo þarna undir sviðinu, fimmtíu manns og vita ekkert hvað við erum að gera. Síðan kannski þurfa þau að stoppa í tíu mínútur meðan við spilum tvö rapplög, þannig að aðstæðurnar sem ég ímynda mér að séu í gangi þarna undir þegar kannski fiðluleikarinn þarf að sitja og hlusta á okkur spila eru bara frekar fyndnar.“ Aðspurð hvort sýningin muni ferðast til Íslands segir Melkorka það ekki vera í planinu þó að hún voni að það verði hægt. Hún bendir á að leikhúsbransinn hér heima sé ekki endilega móttækilegur fyrir að taka á móti svona stórri erlendri uppfærslu, en hver veit. Verkið ferðast til Þýskalands í næstu viku, Danmerkur á næsta ári og svo eru frekari sýningar í Svíþjóð planaðar – þannig að það er nóg á dagskránni hjá Melkorku og John the houseband.
Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira