Stjórnvöld hafi unnið gegn hagsmunum neytenda Höskuldur Kári Schram skrifar 14. nóvember 2017 18:45 Starfandi landbúnaðarráðherra segir að stjórnvöld hafi á umliðnum árum unnið gegn hagsmunum íslenskra neytenda með því að virða ekki ákvæði EES-samningsins um innflutning á fersku kjöti, eggjum og ýmsum mjólkurvörum. EFTA dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hafi brotið gegn samningnum. Samtök verslunar og þjónustu sendu fyrst kvörtun til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, árið 2011 þar sem þau töldu að lög og reglur varðandi innflutning á meðal annars fersku kjöti og eggjum væru ekki í samræmi við ákvæði EES samningsins um frjálsa vöruflutninga milli landa. EFTA dómstólinn tekur undir þetta í sinni niðurstöðu í morgun og telur að íslensk lög og reglur feli í sér viðbótartakmarkanir sem samræmist ekki alþjóðlegum skuldbindingum ríkisins. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að stjórnvöld verði að bregðast við þessum dómi með laga og reglugerðarbreytingum. Þorgerður K. Gunnarsdóttir starfandi landbúnaðarráðherra tekur undir þetta. „Íslensk stjórnvöld hafa brotið gegn EES samningnum og um leið gegn hagsmunum íslenskra neytenda,“ segir Þorgerður. Hún segir að innflutningur á fersku kjöti stuðli að aukinni samkeppni og lækkuðu vöruverði til neytenda. „En eftir stendur að íslensk stjórnvöld hafa á umliðnum árum brotið gegn EES-samningnum og það er vont. Við verðum að fara að breyta þessu,“ segir Þorgerður. Bændasamtökin harma hins vegar þessa niðurstöðu í yfirlýsingu sem þau sendu frá sér í dag. Þau telja að þessi innflutningur getið aukið líkur á búfjársjúkdómum og valdið miklu tjóni. Þorgerður segir að það geti skaðað útflutning á íslenskum matvælum ef stjórnvöld hér á landi uppfylla ekki alþjóðlegar skuldbindingar. „Það liggja fyrir skýrslur sem sýna fram á að helsta [sjúkdóma]hættan er ekki í gegnum innflutning á fersku kjöti. Að sjálfsögðu munum við viðhalda miklu og sterku eftirliti og fylgjast með því að það sé allt skoðað í útlöndum líka. En hættan fyrir íslenskan landbúnað er fyrst og fremst í gegnum ferðamenn og í gegnum innflutning á grænmeti,“ segir Þorgerður. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Starfandi landbúnaðarráðherra segir að stjórnvöld hafi á umliðnum árum unnið gegn hagsmunum íslenskra neytenda með því að virða ekki ákvæði EES-samningsins um innflutning á fersku kjöti, eggjum og ýmsum mjólkurvörum. EFTA dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hafi brotið gegn samningnum. Samtök verslunar og þjónustu sendu fyrst kvörtun til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, árið 2011 þar sem þau töldu að lög og reglur varðandi innflutning á meðal annars fersku kjöti og eggjum væru ekki í samræmi við ákvæði EES samningsins um frjálsa vöruflutninga milli landa. EFTA dómstólinn tekur undir þetta í sinni niðurstöðu í morgun og telur að íslensk lög og reglur feli í sér viðbótartakmarkanir sem samræmist ekki alþjóðlegum skuldbindingum ríkisins. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að stjórnvöld verði að bregðast við þessum dómi með laga og reglugerðarbreytingum. Þorgerður K. Gunnarsdóttir starfandi landbúnaðarráðherra tekur undir þetta. „Íslensk stjórnvöld hafa brotið gegn EES samningnum og um leið gegn hagsmunum íslenskra neytenda,“ segir Þorgerður. Hún segir að innflutningur á fersku kjöti stuðli að aukinni samkeppni og lækkuðu vöruverði til neytenda. „En eftir stendur að íslensk stjórnvöld hafa á umliðnum árum brotið gegn EES-samningnum og það er vont. Við verðum að fara að breyta þessu,“ segir Þorgerður. Bændasamtökin harma hins vegar þessa niðurstöðu í yfirlýsingu sem þau sendu frá sér í dag. Þau telja að þessi innflutningur getið aukið líkur á búfjársjúkdómum og valdið miklu tjóni. Þorgerður segir að það geti skaðað útflutning á íslenskum matvælum ef stjórnvöld hér á landi uppfylla ekki alþjóðlegar skuldbindingar. „Það liggja fyrir skýrslur sem sýna fram á að helsta [sjúkdóma]hættan er ekki í gegnum innflutning á fersku kjöti. Að sjálfsögðu munum við viðhalda miklu og sterku eftirliti og fylgjast með því að það sé allt skoðað í útlöndum líka. En hættan fyrir íslenskan landbúnað er fyrst og fremst í gegnum ferðamenn og í gegnum innflutning á grænmeti,“ segir Þorgerður.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira