Frægar fangamyndir: Stjörnur í steininum Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 16. nóvember 2017 19:30 Það er ekki tekið út með sældinni að komast í kast við lögin þegar maður er frægur, sérstaklega þegar allt er gert opinbert - meira að segja fangamyndin sem tekin er á lögreglustöðinni. Hér eru nokkrar frægar fangamyndir af ýmsum stjörnum sem hafa brotið af sér, eða voru allavega grunaðar um að hafa gert eitthvað misjafnt. Hvorki sekur né saklaus Guðfaðir sálartónlistar, James Brown var handtekinn þann 1. janúar árið 2004, sakaður um heimilisofbeldi. Þáverandi kona hans, Tomi Rae Hynie, sagði að söngvarinn hefði hrint sér í miðju rifrildi. Í júní sama ár sagðist James Brown hvorki vera saklaus né sekur af þessum ásökunum. Söngvarinn greiddi rúmlega þúsund dollara tryggingu, í staðinn fyrir fangelsisvist. Inn og út úr fangelsi Vinkonurnar Nicole Richie og Paris Hilton hafa báðar komist í kast við lögin. Nicole var handtekin þann 11. desember árið 2006 þegar hún keyrði vitlausu megin á veginum. Hún sagðist ekki hafa verið undir áhrifum áfengis en játaði að hafa neytt marijuana og lyfsins Vicodin áður en hún settist við stýrið. Í júlí ári síðar var hún dæmd í fjögurra daga fangelsi en fékk aðeins að dúsa í steininum í 82 mínútur vegna plássleysis. Paris var dæmd í 45 daga fangelsi í júní árið 2007 fyrir að keyra ítrekað án ökuleyfis. Hún sat í þrjá daga í fangelsi og fékk síðan að fara heim í stofufangelsi. Það entist hins vegar bara í einn dag og var hún send rakleiðis aftur í fangelsi. Hún losnaði úr steininum 26. júní. Beint í meðferð Leikarinn Nick Nolte var handtekinn í Malibu þann 11. september árið 2002, grunaður um ölvunarakstur. Þremur dögum seinna skráði hann sig í meðferð á Silver Hill-sjúkrahúsinu í Connecticut. Hann fékk þriggja ára skilorðsbundinn dóm. Óhróður í garð Gyðinga Handtaka leikarans Mel Gibson í lok júlí árið 2006 er ein sú skrautlegasta. Hann var tekinn fyrir ölvunarakstur og hreytti síðan út úr sér alls kyns óhróðri um Gyðinga. Hann baðst síðar afsökunar á því og fór í meðferð. Grunur um barnaníð Konungur poppsins heitinn, Michael Jackson, var handtekinn þann 20. nóvember árið 2003 í Santa Barbara vegna gruns um að hann hefði brotið kynferðislega á börnum. Tónlistarmanninum var sleppt gegn 3 milljón dollara tryggingu og sýknaður þann 13. júní árið 2005. Tvær leikkonur í vanda Melrose Place-leikkonan Heather Locklear var handtekin í lok september árið 2008, grunuð um að keyra bíl undir áhrifum áfengis. Það fundust þó engin merki um áfengi eða ólögleg fíkniefni í blóði hennar en ákæruvaldið komst að þeirri niðurstöðu að lyf sem Heather var á við kvíða og þunglyndi gætu hafa haft áhrif á aksturshæfileika hennar. Hún fékk 700 dollara sekt. Óskarsverðlaunaleikkonan Reese Witherspoon var handtekin í Atlanta í apríl árið 2013 fyrir óspektir á almannafæri. Eiginmaður hennar, Jim Toth, var sektaður vegna ölvunaraksturs. Reese var tímabundið fangelsuð fyrir að sýna mótþróa við lögreglumenn. Hún baðst síðar afsökunar á þessu athæfi sínu. Nokkrir tímar í gæsluvarðhaldi Golfarinn Tiger Woods var handtekinn grunaður um ölvunarakstur í lok maí á þessu ári. Hann var færður í gæsluvarðhald klukkan 3 um nóttina en sleppt rétt fyrir ellefu um morguninn. Popparar í bobbaSöngvarinn Aaron Carter var handtekinn þann 15. júlí á þessu ári, grunaður um að keyra undir áhrifum vímuefna og að vera með marijuana á sér. Enn á eftir að kveða upp dóm í því máli.Baby-söngvarinn Justin Bieber var handtekinn snemma fimmtudagsins 23. janúar árið 2014 fyrir ofsaakstur, að keyra undir áhrifum og að keyra með ógilt ökuskírteini. Honum var sleppt stuttu síðar og ekki færður í gæsluvarðhald. Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Það er ekki tekið út með sældinni að komast í kast við lögin þegar maður er frægur, sérstaklega þegar allt er gert opinbert - meira að segja fangamyndin sem tekin er á lögreglustöðinni. Hér eru nokkrar frægar fangamyndir af ýmsum stjörnum sem hafa brotið af sér, eða voru allavega grunaðar um að hafa gert eitthvað misjafnt. Hvorki sekur né saklaus Guðfaðir sálartónlistar, James Brown var handtekinn þann 1. janúar árið 2004, sakaður um heimilisofbeldi. Þáverandi kona hans, Tomi Rae Hynie, sagði að söngvarinn hefði hrint sér í miðju rifrildi. Í júní sama ár sagðist James Brown hvorki vera saklaus né sekur af þessum ásökunum. Söngvarinn greiddi rúmlega þúsund dollara tryggingu, í staðinn fyrir fangelsisvist. Inn og út úr fangelsi Vinkonurnar Nicole Richie og Paris Hilton hafa báðar komist í kast við lögin. Nicole var handtekin þann 11. desember árið 2006 þegar hún keyrði vitlausu megin á veginum. Hún sagðist ekki hafa verið undir áhrifum áfengis en játaði að hafa neytt marijuana og lyfsins Vicodin áður en hún settist við stýrið. Í júlí ári síðar var hún dæmd í fjögurra daga fangelsi en fékk aðeins að dúsa í steininum í 82 mínútur vegna plássleysis. Paris var dæmd í 45 daga fangelsi í júní árið 2007 fyrir að keyra ítrekað án ökuleyfis. Hún sat í þrjá daga í fangelsi og fékk síðan að fara heim í stofufangelsi. Það entist hins vegar bara í einn dag og var hún send rakleiðis aftur í fangelsi. Hún losnaði úr steininum 26. júní. Beint í meðferð Leikarinn Nick Nolte var handtekinn í Malibu þann 11. september árið 2002, grunaður um ölvunarakstur. Þremur dögum seinna skráði hann sig í meðferð á Silver Hill-sjúkrahúsinu í Connecticut. Hann fékk þriggja ára skilorðsbundinn dóm. Óhróður í garð Gyðinga Handtaka leikarans Mel Gibson í lok júlí árið 2006 er ein sú skrautlegasta. Hann var tekinn fyrir ölvunarakstur og hreytti síðan út úr sér alls kyns óhróðri um Gyðinga. Hann baðst síðar afsökunar á því og fór í meðferð. Grunur um barnaníð Konungur poppsins heitinn, Michael Jackson, var handtekinn þann 20. nóvember árið 2003 í Santa Barbara vegna gruns um að hann hefði brotið kynferðislega á börnum. Tónlistarmanninum var sleppt gegn 3 milljón dollara tryggingu og sýknaður þann 13. júní árið 2005. Tvær leikkonur í vanda Melrose Place-leikkonan Heather Locklear var handtekin í lok september árið 2008, grunuð um að keyra bíl undir áhrifum áfengis. Það fundust þó engin merki um áfengi eða ólögleg fíkniefni í blóði hennar en ákæruvaldið komst að þeirri niðurstöðu að lyf sem Heather var á við kvíða og þunglyndi gætu hafa haft áhrif á aksturshæfileika hennar. Hún fékk 700 dollara sekt. Óskarsverðlaunaleikkonan Reese Witherspoon var handtekin í Atlanta í apríl árið 2013 fyrir óspektir á almannafæri. Eiginmaður hennar, Jim Toth, var sektaður vegna ölvunaraksturs. Reese var tímabundið fangelsuð fyrir að sýna mótþróa við lögreglumenn. Hún baðst síðar afsökunar á þessu athæfi sínu. Nokkrir tímar í gæsluvarðhaldi Golfarinn Tiger Woods var handtekinn grunaður um ölvunarakstur í lok maí á þessu ári. Hann var færður í gæsluvarðhald klukkan 3 um nóttina en sleppt rétt fyrir ellefu um morguninn. Popparar í bobbaSöngvarinn Aaron Carter var handtekinn þann 15. júlí á þessu ári, grunaður um að keyra undir áhrifum vímuefna og að vera með marijuana á sér. Enn á eftir að kveða upp dóm í því máli.Baby-söngvarinn Justin Bieber var handtekinn snemma fimmtudagsins 23. janúar árið 2014 fyrir ofsaakstur, að keyra undir áhrifum og að keyra með ógilt ökuskírteini. Honum var sleppt stuttu síðar og ekki færður í gæsluvarðhald.
Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira