Innlent

Vélarnar ræstar fyrir norðan

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Úr stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar.
Úr stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar. Stöð 2/Arnar Halldórsson.

Sautjánda aflstöð Landsvirkjunar að Þeistareykjum var gangsett í gær við hátíðlega athöfn. Um er að ræða þriðju jarðvarmastöð fyrirtækisins, en fyrir eru Kröflustöð og gamla gufustöðin í Bjarnarflagi. Þeistareykjastöð er fyrsta jarðvarmastöðin sem Landsvirkjun byggir frá grunni.

Þeistareykjastöð verður 90 megawött. Í tilkynningu frá Landsvirkjun kemur fram að stöðin er reist í tveimur 45 megawatta áföngum og var vélasamstæða 1 gangsett í dag og tengd við flutningskerfi Landsnets. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, gangsettu virkjunina í sameiningu.

Upphaf byggingaframkvæmda við virkjunina var á vormánuðum 2015. 

Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem rætt var við iðnaðarráðherra og forstjóra Landsvirkjunar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.