Icelandair átti kjötið og fer fram á skaðabætur Haraldur Guðmundsson skrifar 18. nóvember 2017 07:00 Upplýsingafulltrúi Icelandair staðfestir að fyrirtækið muni fara fram á skaðabætur. Lögreglurannsókn er á lokastigi. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Icelandair átti kjötið sem þrír karlmenn eru grunaðir um að hafa stolið úr frystiklefum á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækið ætlar að fara fram á skaðabætur en tveir mannanna voru starfsmenn flugþjónustufyrirtækisins IGS, dótturfélags Icelandair Group. Kjötið var flutt hingað til lands og átti að matreiða það í flugeldhúsi Icelandair á Keflavíkurflugvelli fyrir veitingaþjónustu í Leifsstöð og sölu í flugvélum. Líkt og komið hefur fram voru mennirnir þrír handteknir um miðjan október grunaðir um að hafa stolið kjöti í að minnsta kosti hundraða kílóa vís. Við húsleit hjá þriðja manninum fundust 168 kíló af nautalundum en þeir eru einnig grunaðir um að hafa stolið lambakjöti. Telur lögreglan að brot annars mannsins sem vann hjá IGS hafi staðið yfir í fjögur til fimm ár. „Rannsóknin er á lokastigi en ég get ekki tjáð mig um það með nákvæmum hætti hversu mikið magn þetta var því fyrirtækið á enn eftir að koma þeim gögnum til okkar. Það sem gerist í svona dómsmáli, verði þeir fundnir sekir, er að þeim verður birt krafa frá fyrirtækinu um skaðabætur og það hefur lýst því yfir,“ segir Jón Halldór Sigurðsson hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Mennirnir eru einnig grunaðir um að hafa stolið öðrum tollfrjálsum varningi eða tóbaki og áfengi frá Frívöruversluninni Saxa ehf. Fyrirtækið selur til flugfélaga á Keflavíkurflugvelli og komst meint athæfi upp við rýrnunareftirlit í lok sumars. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er um umtalsvert minna magn að ræða í tilfelli Saxa. „Tveir mannanna hafa verið samstarfsfúsir en sá þriðji ekki viðurkennt aðild sína að málinu. Hann var samstarfsfús að því leyti að hann framvísaði þeim varningi sem var heima hjá honum,“ segir Jón Halldór og vísar í kílóin 168. „Við rannsókn málsins er ljóst að þetta hefur staðið yfir í langan tíma en magnið, sem stolið var, var farið að aukast í byrjun síðasta sumars. Smávægileg gripdeild árin þar á undan en síðan fóru fyrirtækin að taka eftir þessu. Það eru engar upplýsingar um að áfengi og sígarettum hafi verið stolið í einhverju magni fyrr en núna á vormánuðum. Þetta snýst um að það byrjar þarna starfsmaður fyrir um ári sem kortleggur þetta og ræðst svo á þetta,“ segir Jón Halldór. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Flugfélagið Icelandair átti kjötið sem þrír karlmenn eru grunaðir um að hafa stolið úr frystiklefum á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækið ætlar að fara fram á skaðabætur en tveir mannanna voru starfsmenn flugþjónustufyrirtækisins IGS, dótturfélags Icelandair Group. Kjötið var flutt hingað til lands og átti að matreiða það í flugeldhúsi Icelandair á Keflavíkurflugvelli fyrir veitingaþjónustu í Leifsstöð og sölu í flugvélum. Líkt og komið hefur fram voru mennirnir þrír handteknir um miðjan október grunaðir um að hafa stolið kjöti í að minnsta kosti hundraða kílóa vís. Við húsleit hjá þriðja manninum fundust 168 kíló af nautalundum en þeir eru einnig grunaðir um að hafa stolið lambakjöti. Telur lögreglan að brot annars mannsins sem vann hjá IGS hafi staðið yfir í fjögur til fimm ár. „Rannsóknin er á lokastigi en ég get ekki tjáð mig um það með nákvæmum hætti hversu mikið magn þetta var því fyrirtækið á enn eftir að koma þeim gögnum til okkar. Það sem gerist í svona dómsmáli, verði þeir fundnir sekir, er að þeim verður birt krafa frá fyrirtækinu um skaðabætur og það hefur lýst því yfir,“ segir Jón Halldór Sigurðsson hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Mennirnir eru einnig grunaðir um að hafa stolið öðrum tollfrjálsum varningi eða tóbaki og áfengi frá Frívöruversluninni Saxa ehf. Fyrirtækið selur til flugfélaga á Keflavíkurflugvelli og komst meint athæfi upp við rýrnunareftirlit í lok sumars. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er um umtalsvert minna magn að ræða í tilfelli Saxa. „Tveir mannanna hafa verið samstarfsfúsir en sá þriðji ekki viðurkennt aðild sína að málinu. Hann var samstarfsfús að því leyti að hann framvísaði þeim varningi sem var heima hjá honum,“ segir Jón Halldór og vísar í kílóin 168. „Við rannsókn málsins er ljóst að þetta hefur staðið yfir í langan tíma en magnið, sem stolið var, var farið að aukast í byrjun síðasta sumars. Smávægileg gripdeild árin þar á undan en síðan fóru fyrirtækin að taka eftir þessu. Það eru engar upplýsingar um að áfengi og sígarettum hafi verið stolið í einhverju magni fyrr en núna á vormánuðum. Þetta snýst um að það byrjar þarna starfsmaður fyrir um ári sem kortleggur þetta og ræðst svo á þetta,“ segir Jón Halldór.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira