Biskupsritari gagnrýnir framkomu séra Geirs Waage: „Ofbeldi er hugtak sem nær utan um slíka framgöngu“ Þórdís Valsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 10:17 Séra Geir Waage í Reykholti beindi fyrirspurnum sínum á Kirkjuþingi til Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi. Þorvaldur Víðisson biskupsritari situr við hægri hönd Agnesar. Vísir/Anton Brink Þorvaldur Víðisson biskupsritari gagnrýnir harðlega framkomu séra Geirs Waage á kirkjuþingi sem fram fór í vikunni. „Fyrirferðarmikil er framganga hins gamla manns á kirkjuþingi. Einkenni slíkrar framgöngu og framkomu er til dæmis að uppnefna fólk, hafa að engu gild málefnaleg rök og brjóta trúnað og fundarsköp til að snúa á fólk og bregða því,“ segir Þorvaldur í aðsendri grein í Morgunblaðinu og vísar þá til fyrirspurna séra Geirs á kirkjuþingi sem fram fór í vikunni. „Sumum finnst framganga sem þessi töff og eftirtektarverð. Finnst slík framganga góð leið til að ná sínu fram og finnst það merki um árangur í starfi.“ „Ofbeldi er hugtak sem nær utan um slíka framgöngu. Slík framganga er niðurlægjandi fyrir fólk, eykur hættu á að ákvarðanir séu teknar á röngum forsendum og stuðlar að því að lýðræði sé vanvirt,“ segir Þorvaldur í grein sinni. Séra Geir beindi fyrirspurnum sínum að Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi og las meðal annars úr tölvupóstsamskiptum þeirra tveggja. Biskup sagði í samtali við Fréttablaðið að hún velti því fyrir sér hvort trúnaður hafi verið brotinn með fyrirspurnum séra Geirs. Þorvaldur vísar ekki til séra Geirs með nafni heldur hins gamla manns og er það tilvísun í Nýja testamentið. „Í gömlu riti, Kólussubréfinu í Nýja testamentinu er talað um hinn gamla og hinn nýja mann. Textinn er tæplega 2.000 ára gamall og hvetur ritarinn lesendur sína til að hverfa frá hinum gamla manni og íklæðast hinum nýja manni. Friður, kærleikur, góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi eru hugtök sem lýsa eiga hinum nýja manni,“ segir Þorvaldur og bætir við að þessi hugtök séu í takt við ákall samtímans um að karlmenn axli aukna ábyrgð á framkomu sinni og framgöngu. „Það væri synd ef kirkjunnar fólk bæri ekki gæfu til þess að kjósa hinn nýja mann á kirkjuþing, því framganga hins gamla manns á ekkert skylt við fagnaðarerindið.“ Tengdar fréttir Biskupi sagt til syndanna: Segja tvíhöfða þursinn hafa stungið kirkjuna í bakið Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hleypti illu blóði í kirkjuþingsfulltrúa með ákvörðun sinni um að leggja ekki stuðning sinn við frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga. 14. nóvember 2017 08:56 Séra Geir spáir fleiri kærum með nýjum reglum um prestskosningar Hart var deilt á kirkjuþingi um breytingar á reglum um kjör presta. Tillaga var um að ekki mætti kjósa presta nema allir kjörnefndarmenn væru mættir á fund. Biskup og fleiri sögðu það algerlega óraunhæft og tillagan var samþykkt breytt. 16. nóvember 2017 06:00 Biskup Íslands stendur við ákvörðun sína um að senda sóknarprest Grensáskirkju í leyfi Biskups Íslands hefur sent sr. Ólaf Jóhannsson í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. 14. nóvember 2017 18:41 Sakaði Geir um brot á trúnaði Séra Geir Waage gagnrýndi Agnesi M. Sigurðardóttir biskup harðlega á kirkjuþingi. Biskup sakaði Geir á móti um brot á trúnaði með upplestri tölvupósta. 15. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Sjá meira
Þorvaldur Víðisson biskupsritari gagnrýnir harðlega framkomu séra Geirs Waage á kirkjuþingi sem fram fór í vikunni. „Fyrirferðarmikil er framganga hins gamla manns á kirkjuþingi. Einkenni slíkrar framgöngu og framkomu er til dæmis að uppnefna fólk, hafa að engu gild málefnaleg rök og brjóta trúnað og fundarsköp til að snúa á fólk og bregða því,“ segir Þorvaldur í aðsendri grein í Morgunblaðinu og vísar þá til fyrirspurna séra Geirs á kirkjuþingi sem fram fór í vikunni. „Sumum finnst framganga sem þessi töff og eftirtektarverð. Finnst slík framganga góð leið til að ná sínu fram og finnst það merki um árangur í starfi.“ „Ofbeldi er hugtak sem nær utan um slíka framgöngu. Slík framganga er niðurlægjandi fyrir fólk, eykur hættu á að ákvarðanir séu teknar á röngum forsendum og stuðlar að því að lýðræði sé vanvirt,“ segir Þorvaldur í grein sinni. Séra Geir beindi fyrirspurnum sínum að Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi og las meðal annars úr tölvupóstsamskiptum þeirra tveggja. Biskup sagði í samtali við Fréttablaðið að hún velti því fyrir sér hvort trúnaður hafi verið brotinn með fyrirspurnum séra Geirs. Þorvaldur vísar ekki til séra Geirs með nafni heldur hins gamla manns og er það tilvísun í Nýja testamentið. „Í gömlu riti, Kólussubréfinu í Nýja testamentinu er talað um hinn gamla og hinn nýja mann. Textinn er tæplega 2.000 ára gamall og hvetur ritarinn lesendur sína til að hverfa frá hinum gamla manni og íklæðast hinum nýja manni. Friður, kærleikur, góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi eru hugtök sem lýsa eiga hinum nýja manni,“ segir Þorvaldur og bætir við að þessi hugtök séu í takt við ákall samtímans um að karlmenn axli aukna ábyrgð á framkomu sinni og framgöngu. „Það væri synd ef kirkjunnar fólk bæri ekki gæfu til þess að kjósa hinn nýja mann á kirkjuþing, því framganga hins gamla manns á ekkert skylt við fagnaðarerindið.“
Tengdar fréttir Biskupi sagt til syndanna: Segja tvíhöfða þursinn hafa stungið kirkjuna í bakið Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hleypti illu blóði í kirkjuþingsfulltrúa með ákvörðun sinni um að leggja ekki stuðning sinn við frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga. 14. nóvember 2017 08:56 Séra Geir spáir fleiri kærum með nýjum reglum um prestskosningar Hart var deilt á kirkjuþingi um breytingar á reglum um kjör presta. Tillaga var um að ekki mætti kjósa presta nema allir kjörnefndarmenn væru mættir á fund. Biskup og fleiri sögðu það algerlega óraunhæft og tillagan var samþykkt breytt. 16. nóvember 2017 06:00 Biskup Íslands stendur við ákvörðun sína um að senda sóknarprest Grensáskirkju í leyfi Biskups Íslands hefur sent sr. Ólaf Jóhannsson í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. 14. nóvember 2017 18:41 Sakaði Geir um brot á trúnaði Séra Geir Waage gagnrýndi Agnesi M. Sigurðardóttir biskup harðlega á kirkjuþingi. Biskup sakaði Geir á móti um brot á trúnaði með upplestri tölvupósta. 15. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Sjá meira
Biskupi sagt til syndanna: Segja tvíhöfða þursinn hafa stungið kirkjuna í bakið Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hleypti illu blóði í kirkjuþingsfulltrúa með ákvörðun sinni um að leggja ekki stuðning sinn við frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga. 14. nóvember 2017 08:56
Séra Geir spáir fleiri kærum með nýjum reglum um prestskosningar Hart var deilt á kirkjuþingi um breytingar á reglum um kjör presta. Tillaga var um að ekki mætti kjósa presta nema allir kjörnefndarmenn væru mættir á fund. Biskup og fleiri sögðu það algerlega óraunhæft og tillagan var samþykkt breytt. 16. nóvember 2017 06:00
Biskup Íslands stendur við ákvörðun sína um að senda sóknarprest Grensáskirkju í leyfi Biskups Íslands hefur sent sr. Ólaf Jóhannsson í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. 14. nóvember 2017 18:41
Sakaði Geir um brot á trúnaði Séra Geir Waage gagnrýndi Agnesi M. Sigurðardóttir biskup harðlega á kirkjuþingi. Biskup sakaði Geir á móti um brot á trúnaði með upplestri tölvupósta. 15. nóvember 2017 06:00