Lífið

Bono fór á Prikið

Birgir Olgeirsson skrifar
Bono á Prikinu.
Bono á Prikinu. Twitter
Vera írska tónlistarmannsins Paul David Hewson, betur þekktur sem Bono, hér á landi hefur vakið nokkra athygli.

Vísir sagði frá því að sést hefði til hans í Frú Laugu við Laugalæk í Reykjavík á þriðja tímanum í dag. Var hann á ferð með Íslendingi sem sýndi honum hverfið en Bono keypti steinselju og súrdeigsbagettu í versluninni.

Greint var frá því á mbl.is að Bono hefði einnig sést með Íslendingi í gæludýraversluninni Fiskó í Kauptúni. Íslendingurinn sem var með Bono í för hafi verið að leita að skál fyrir fiskinn sinn en þeir hafi ekki keypt neitt.

Uppfært 9.11.17 klukkan 16:04 - Nú hefur komið í ljós að um var að ræða tvífara Bono frá Serbíu en sá maður heitir Pavel Sfera.

Nokkrir á Twitter hafa greint frá ferðum Bono í Reykjavík. Til að mynda sagðist Ryan Hawaii, sem er hérna vegna tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves, hafa séð hann í Reykjavík í gær.

Og birti þetta myndband því til sönnunar af Bono á Prikinu. 

Einnig tónlistarmaðurinn Lord Pusswhip.

Norski tónlistarmaðurinn Thomas Beats sagðist í gær hafa verið á leið á Prikið við Laugaveg til að fá sér hamborgara og séð Bono þar. 


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.