Lífið

Uma Thurman of reið til að tjá sig

Stefán Árni Pálsson skrifar
Uma Thurman hefur greinilega mikið að segja um þetta skelfilega mál.
Uma Thurman hefur greinilega mikið að segja um þetta skelfilega mál.

Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um þekkta karlmenn í Hollywood undanfarnar vikur hafa þeir Harvey Weinstein, Kevin Spacey og Dustin Hoffman verið sakaðir um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun.



Fjölmargir einstaklingar hafa stigið fram og sakað þess menn um kynferðisofbeldi og er nú þegar hafin rannsókn lögreglu á málum Harvey Weinstein og Kevin Spacey.



Leikkonan Uma Thurman var spurð út í málin í viðtali hjá Access Hollywood um helgina og treysti hún sér hreinlega ekki til þess að tjá sig um það.



„Í gegnum árin hef ég lært að þegar ég tjái mig í bræði, kem ég sjálfri mér alltaf í vandræði,“ segir Thurman.



„Ég sé oft eftir því hvernig ég kem hlutunum frá mér og því hef ég bara verið að bíða, bíða eftir því að reiðin renni af mér. Þegar ég er tilbúin mun ég segja það sem mig langar að segja.“



Uma Thurman vann til að mynda með Harvey Weinstein í kvikmyndunum Kill Bill.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×