Einn besti hafnaboltaleikmaður síðari ára lést í flugslysi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2017 09:00 Roy Halladay var ekkert minna en stórkostlegur leikmaður. vísir/getty Bandaríski hafnaboltaheimurinn missti einn af sínum dáðustu sonum í gær þegar að staðfest var að hinn fertugi Roy Hallady, sem hætti að spila árið 2013, lést í flugslysi. Lítil rella hrapaði til jarðar á mánudaginn í Flórídaríki og staðfesti lögreglan í Pasco County í gær að sá sem lést var þessi magnaði fyrrverandi kastari sem er einn af bestu leikmönnum síðari ára og síðustu áratuga í bandarísku MLB-deildinni. Lík Halladay fannst rétt hjá vélinni en verið er að rannsaka tildrög slyssins. Halladay var einn í vélinni en hann tók flugmannsprófið eftir að hafnaboltaferlinum lauk fyrir fjórum árum. Faðir hans var flugmaður. Roy Halladay spilaði 16 leiktíðir í MLB-deildinni; fyrstu tólf með Toronto Blue Jayes og síðustu fjórar með Philadelphia Phillies. Hann vann 203 leiki á ferlinum og tók 2,117 leikmenn út með köstum sínum. Hann var átta sinnum valinn í stjörnuleikinn og tvívegis (2003 og 2010) fékk hann verðlaun sem besti kastarinn í Ameríkudeildinni. Bæði árin vann hann flesta leiki af öllum kösturum í deildinni. Roy Halladay er aðeins annar af tveimur mönnum sem hefur klárað leik í úrslitakeppninni án þess að svo mikið sem einn maður kæmist í fyrstu höfn hjá honum en það kallast „no-hitter“ og er það flottasta sem kastari í MLB-deildinni getur gert. Halladay verður gjaldgengur í heiðurshöllina árið 2019 var morgunljóst löngu áður en hann féll frá að hann kæmist þar inn í fyrstu tilraun.We are saddened by the tragic news that Roy Halladay, 2-time Cy Young Award winner & 8-time All-Star, has died in a plane crash. He was 40. pic.twitter.com/SOFv3bOLyt— MLB (@MLB) November 7, 2017 Your browser does not support iframes. Aðrar íþróttir Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Í beinni: Haukar - Njarðvík | Úrslitaeinvígið hefst Í beinni: Tottenham - Bodö/Glimt | Norsararnir mættir til Lundúna Í beinni: Real Betis - Fiorentina | Albert í Andalúsíu Í beinni: Djurgården - Chelsea | Bláir í Stokkhólmi Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Bandaríski hafnaboltaheimurinn missti einn af sínum dáðustu sonum í gær þegar að staðfest var að hinn fertugi Roy Hallady, sem hætti að spila árið 2013, lést í flugslysi. Lítil rella hrapaði til jarðar á mánudaginn í Flórídaríki og staðfesti lögreglan í Pasco County í gær að sá sem lést var þessi magnaði fyrrverandi kastari sem er einn af bestu leikmönnum síðari ára og síðustu áratuga í bandarísku MLB-deildinni. Lík Halladay fannst rétt hjá vélinni en verið er að rannsaka tildrög slyssins. Halladay var einn í vélinni en hann tók flugmannsprófið eftir að hafnaboltaferlinum lauk fyrir fjórum árum. Faðir hans var flugmaður. Roy Halladay spilaði 16 leiktíðir í MLB-deildinni; fyrstu tólf með Toronto Blue Jayes og síðustu fjórar með Philadelphia Phillies. Hann vann 203 leiki á ferlinum og tók 2,117 leikmenn út með köstum sínum. Hann var átta sinnum valinn í stjörnuleikinn og tvívegis (2003 og 2010) fékk hann verðlaun sem besti kastarinn í Ameríkudeildinni. Bæði árin vann hann flesta leiki af öllum kösturum í deildinni. Roy Halladay er aðeins annar af tveimur mönnum sem hefur klárað leik í úrslitakeppninni án þess að svo mikið sem einn maður kæmist í fyrstu höfn hjá honum en það kallast „no-hitter“ og er það flottasta sem kastari í MLB-deildinni getur gert. Halladay verður gjaldgengur í heiðurshöllina árið 2019 var morgunljóst löngu áður en hann féll frá að hann kæmist þar inn í fyrstu tilraun.We are saddened by the tragic news that Roy Halladay, 2-time Cy Young Award winner & 8-time All-Star, has died in a plane crash. He was 40. pic.twitter.com/SOFv3bOLyt— MLB (@MLB) November 7, 2017 Your browser does not support iframes.
Aðrar íþróttir Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Í beinni: Haukar - Njarðvík | Úrslitaeinvígið hefst Í beinni: Tottenham - Bodö/Glimt | Norsararnir mættir til Lundúna Í beinni: Real Betis - Fiorentina | Albert í Andalúsíu Í beinni: Djurgården - Chelsea | Bláir í Stokkhólmi Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira