Innlent

Fjórhjólamaðurinn fluttur á sjúkrahús

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Björgunarmenn að störfum. Mynd tengist frétt ekki beint.
Björgunarmenn að störfum. Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/STefán
Björgunarsveitarmenn af Norðausturlandi komu slösuðum manni til hjálpar við mjög erfiðar aðstæður, eftir að hann valt af fjórhjóli sínu skammt vestan við Þórshöfn á Langanesi.

Samferðamaðurinn kallaði eftir hjálpinni og hlúðu björgunarmenn að himum slasaða, sem var orðinn kaldur, þar til þyrla Landhelgisgæslunnar kom á staðinn.

Sjá einnig: Týndir smalar og slasaður fjórhjólamaður

Hún tók manninum um borð og flaug með hann til Akureyrar, þar sem hann var lagður inn á sjúkrahúsið.

Fréttastofu er ekki kunnugt um hversu alvarlega hann er meiddur.


Tengdar fréttir

Týndir smalar og slasaður fjórhjólamaður

Rétt fyrir níu í kvöld voru björgunarsveitir frá Vesturlandi, Ströndum, Vestfjörðum og sveitir við Húnaflóa, boðaðar út vegna týndra smala í Selárdal á Ströndum. Þeir höfðu ekki skilað sér á réttum tíma til byggða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×