„Dagurinn sem ég áttaði mig á því að ég get gert þetta edrú“ Guðný Hrönn skrifar 21. október 2017 12:15 Franz heldur útgáfutónleika í Norræna Húsinu á sunnudaginn klukkan 21.00. vísir/stefán Tónlistamaðurinn Franz Gunnarsson heldur útgáfutónleika vegna plötunnar Kaflaskila í Norræna húsinu á sunnudaginn. Franz vann plötuna í nafni sólóverkefnisins Paunkholm. Titill plötunnar vísar í nýjan lífsstíl og uppgjör við fortíðina. „Kaflaskil er þessi kynngimagnaða stund þegar þú ert búin/n með einn kafla og ert að fara byrja á þeim næsta,“ segir Franz spurður út í titil nýjustu plötu sinnar, Kaflaskila. Að sögn Franz er platan eins konar persónulegt uppgjör við þann tíma þegar hann glímdi við fíkn og fylgifiska hennar. „Neyslumunstur mitt var samofið vinnu minni sem tónlistarmaður og þegar ég loksins losnaði úr viðjum vanans, þá trúði ég því blint að ferli mínum væri lokið, að ég gæti hreinlega ekki unnið að listinni edrú. Þessi útgáfa var því að hluta til verkefni fyrir mig til að ganga úr skugga um að ég gæti þetta alveg. Og í leiðinni að kveða niður þá neikvæðu rödd sem býr innra með alkóhólistum, röddina sem sífellt reynir að gjaldfella mann og selja manni slæmar hugmyndir,“ útskýrir Franz. Hann viðurkennir að það hafi verið krefjandi viðfangsefni. „Þetta er mjög persónulegt viðfangsefni en ég ákvað strax að vera ekkert að pukrast með mín mál og í raun var það bara á endanum frelsandi og uppbyggilegt að vinna þessi lög. Erfiðast í ferlinu var að hlusta á alls konar prufuupptökur þegar ég var að velja lög úr sarpinum því þar mátti greina mann í mjög annarlegu ástandi og mikilli vanlíðan.“„Mig langaði helst til að fara inn í upptökurnar og faðma þennan mann sem augljóslega var á mjög slæmum stað.“ „Núna er þetta bara gott og blessað því að ég er að fá fregnir af því að sum laganna eru að hjálpa öðrum með sín vandamál, að fólk í svipuðum vanda tengi við þau,“ segir Franz sem tók upp nýjan lífsstíl sumarið 2015. Þá fór hann í meðferð. „Síðan þá hef ég verið í 12 spora samtökum sem var eina lausnin fyrir mig til að ná mér að rétt strik. Ég losnaði við fylgifiska fíknarinnar sem voru kvíði, þunglyndi, svefnleysi og svoleiðis leiðindi. Í dag syndi ég nánast á hverjum degi og fer í ræktina, hugleiði og hugsa um heilsuna heildstætt en það er eitthvað sem ég hefði aldrei nokkurn tíma gert í neyslu.“ Franz er himinlifandi með útkomuna, nú þegar platan er tilbúin. „Það var fallegur dagur þegar ég fékk plötuna í hendurnar. Þetta var dagurinn sem ég áttaði mig á því að ég get gert þetta edrú og þyrfti ekki að hætta að gera það sem ég fæddist til að gera og virkilega elska.“ Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Tónlistamaðurinn Franz Gunnarsson heldur útgáfutónleika vegna plötunnar Kaflaskila í Norræna húsinu á sunnudaginn. Franz vann plötuna í nafni sólóverkefnisins Paunkholm. Titill plötunnar vísar í nýjan lífsstíl og uppgjör við fortíðina. „Kaflaskil er þessi kynngimagnaða stund þegar þú ert búin/n með einn kafla og ert að fara byrja á þeim næsta,“ segir Franz spurður út í titil nýjustu plötu sinnar, Kaflaskila. Að sögn Franz er platan eins konar persónulegt uppgjör við þann tíma þegar hann glímdi við fíkn og fylgifiska hennar. „Neyslumunstur mitt var samofið vinnu minni sem tónlistarmaður og þegar ég loksins losnaði úr viðjum vanans, þá trúði ég því blint að ferli mínum væri lokið, að ég gæti hreinlega ekki unnið að listinni edrú. Þessi útgáfa var því að hluta til verkefni fyrir mig til að ganga úr skugga um að ég gæti þetta alveg. Og í leiðinni að kveða niður þá neikvæðu rödd sem býr innra með alkóhólistum, röddina sem sífellt reynir að gjaldfella mann og selja manni slæmar hugmyndir,“ útskýrir Franz. Hann viðurkennir að það hafi verið krefjandi viðfangsefni. „Þetta er mjög persónulegt viðfangsefni en ég ákvað strax að vera ekkert að pukrast með mín mál og í raun var það bara á endanum frelsandi og uppbyggilegt að vinna þessi lög. Erfiðast í ferlinu var að hlusta á alls konar prufuupptökur þegar ég var að velja lög úr sarpinum því þar mátti greina mann í mjög annarlegu ástandi og mikilli vanlíðan.“„Mig langaði helst til að fara inn í upptökurnar og faðma þennan mann sem augljóslega var á mjög slæmum stað.“ „Núna er þetta bara gott og blessað því að ég er að fá fregnir af því að sum laganna eru að hjálpa öðrum með sín vandamál, að fólk í svipuðum vanda tengi við þau,“ segir Franz sem tók upp nýjan lífsstíl sumarið 2015. Þá fór hann í meðferð. „Síðan þá hef ég verið í 12 spora samtökum sem var eina lausnin fyrir mig til að ná mér að rétt strik. Ég losnaði við fylgifiska fíknarinnar sem voru kvíði, þunglyndi, svefnleysi og svoleiðis leiðindi. Í dag syndi ég nánast á hverjum degi og fer í ræktina, hugleiði og hugsa um heilsuna heildstætt en það er eitthvað sem ég hefði aldrei nokkurn tíma gert í neyslu.“ Franz er himinlifandi með útkomuna, nú þegar platan er tilbúin. „Það var fallegur dagur þegar ég fékk plötuna í hendurnar. Þetta var dagurinn sem ég áttaði mig á því að ég get gert þetta edrú og þyrfti ekki að hætta að gera það sem ég fæddist til að gera og virkilega elska.“
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp