Yngri kjósendur kjósa utan kjörfundar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. október 2017 19:00 Kjósendur í Smáralind í dag Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Kjörsókn utan kjörfundar er töluvert meiri en fyrir alþingiskosningarnar á síðasta ári. Sviðsstjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu segir það hafa verið erfitt á stundum að utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefjist áður en yfirkjörstjórnir í kjördæmum samþykkja lista og flokka fyrir alþingiskosningar. Töluvert annríki var hjá fulltrúum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í Smáralind í dag þegar fréttastofu bar að en fjöldi fólks var á svæðinu að greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir komandi alþingiskosningar. „Síðasta vikan er ansi mikil traffík. Það eru fleiri búnir að kjósa núna heldur en fyrir ári síðan á sama tíma,“ segir Bergþóra Sigmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Á landinu öllu voru 14.102 kosið utan kjörfundar um miðjan dag í dag og þar af höfðu 12.784 þeirra mætt til sýslumanns til þess að greiða atkvæði frá því utankjörfundarkosning hófst. 9121 hafði greitt atkvæði utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu í dag samanborið við 8675 í kosningunum í fyrra. Í fyrsta skipti fer atkvæðagreiðsla fyrir alþingiskosningar í verslunarmiðstöð en það gæti haft áhrif á kjörsóknina. „Við höfum svo sem ekki skýringu á þessum mismun en er þó nokkur en hluti af því gæti verið það já og okkur finnst við aðeins sjá yngra fólk núna já.“ segir Bergþóra. Bergþóra segði það hafa skapað vandræði að utan kjörfundar kosning hefjist í áður er kjörstjórnir staðfesta lista og flokka sem bjóða fram í kosningunum. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 20. september síðastliðinn og þá ekki ljóst hverjir myndu bjóða fram. „Alltaf í upphafi eru vandræði vegna þess að listarnir eru ekki til. Þeir eru ekki til fyrr en hálfum mánuði fyrir kjördag,“ segir Bergþóra. Þá segir Bergþóra það koma fólki á óvart hversu mikil skriffinnska er við utankjörfundarkosningu. Ýmsar spurningar vakna sem fulltrúar sýslumannsins reyna að svara til dæmis eins og í hvaða kjördæmi atkvæði kjósanda er gilt sé hann með lögheimili utan Íslands. „Það miðast við við síðasta heimilisfang á Íslandi nema í Reykjavík. Þá er það þannig að í Reykjavík Suður er það þeir sem eru fæddir fyrsta til fimmtánda hvers mánaðar en í Reykjavík Norður er það frá sextánda og til þrítugasta og fyrsta,“ segir Bergþóra. Tengdar fréttir Kosningu í Flatey lokið með 100% kjörsókn Fulltrúi Sýslumannsins á Vestfjörðum lagði upp í um 400 kílómetra akstur auk bátsferðar með Baldri svo eyjarskeggjar gætu kosið til Alþingis. Ferjan beið á meðan kosið var í eynni. 23. október 2017 06:00 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Kjörsókn utan kjörfundar er töluvert meiri en fyrir alþingiskosningarnar á síðasta ári. Sviðsstjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu segir það hafa verið erfitt á stundum að utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefjist áður en yfirkjörstjórnir í kjördæmum samþykkja lista og flokka fyrir alþingiskosningar. Töluvert annríki var hjá fulltrúum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í Smáralind í dag þegar fréttastofu bar að en fjöldi fólks var á svæðinu að greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir komandi alþingiskosningar. „Síðasta vikan er ansi mikil traffík. Það eru fleiri búnir að kjósa núna heldur en fyrir ári síðan á sama tíma,“ segir Bergþóra Sigmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Á landinu öllu voru 14.102 kosið utan kjörfundar um miðjan dag í dag og þar af höfðu 12.784 þeirra mætt til sýslumanns til þess að greiða atkvæði frá því utankjörfundarkosning hófst. 9121 hafði greitt atkvæði utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu í dag samanborið við 8675 í kosningunum í fyrra. Í fyrsta skipti fer atkvæðagreiðsla fyrir alþingiskosningar í verslunarmiðstöð en það gæti haft áhrif á kjörsóknina. „Við höfum svo sem ekki skýringu á þessum mismun en er þó nokkur en hluti af því gæti verið það já og okkur finnst við aðeins sjá yngra fólk núna já.“ segir Bergþóra. Bergþóra segði það hafa skapað vandræði að utan kjörfundar kosning hefjist í áður er kjörstjórnir staðfesta lista og flokka sem bjóða fram í kosningunum. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 20. september síðastliðinn og þá ekki ljóst hverjir myndu bjóða fram. „Alltaf í upphafi eru vandræði vegna þess að listarnir eru ekki til. Þeir eru ekki til fyrr en hálfum mánuði fyrir kjördag,“ segir Bergþóra. Þá segir Bergþóra það koma fólki á óvart hversu mikil skriffinnska er við utankjörfundarkosningu. Ýmsar spurningar vakna sem fulltrúar sýslumannsins reyna að svara til dæmis eins og í hvaða kjördæmi atkvæði kjósanda er gilt sé hann með lögheimili utan Íslands. „Það miðast við við síðasta heimilisfang á Íslandi nema í Reykjavík. Þá er það þannig að í Reykjavík Suður er það þeir sem eru fæddir fyrsta til fimmtánda hvers mánaðar en í Reykjavík Norður er það frá sextánda og til þrítugasta og fyrsta,“ segir Bergþóra.
Tengdar fréttir Kosningu í Flatey lokið með 100% kjörsókn Fulltrúi Sýslumannsins á Vestfjörðum lagði upp í um 400 kílómetra akstur auk bátsferðar með Baldri svo eyjarskeggjar gætu kosið til Alþingis. Ferjan beið á meðan kosið var í eynni. 23. október 2017 06:00 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Kosningu í Flatey lokið með 100% kjörsókn Fulltrúi Sýslumannsins á Vestfjörðum lagði upp í um 400 kílómetra akstur auk bátsferðar með Baldri svo eyjarskeggjar gætu kosið til Alþingis. Ferjan beið á meðan kosið var í eynni. 23. október 2017 06:00