ASÍ, SA og ráðherra segja loforð Sjálfstæðismanna óskynsamleg Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. október 2017 06:45 Sjálfstæðismenn klappa fyrir formanni sínum á landsfundi flokksins fyrir um tveimur árum. Vísir/Daniel Þorsteinn Víglundsson, sitjandi jafnréttismálaráðherra og frambjóðandi Viðreisnar, spyr sig hvernig Sjálfsstæðisflokkurinn ætli sér að fjármagna kosningaloforð sín þegar „það er augljóst að það er ekki svigrúm fyrir þessar skattalækkanir í nýsamþykktri ríkisfjármálaáætlun sem flokkurinn stóð að.“Sjálfstæðisflokkurinn hefur heitið því í kosningabaráttu sinni að verja 100 milljörðum í innviðauppbyggingu á næstu árum, sem fjármögnuð verður með einskiptistekjum úr bankakerfinu, á sama tíma og hann hyggst lækka skatta - „sem samsvarar um 30-40 milljarða tekjulækkun á ári fyrir ríkissjóð,“ eins og Þorsteinn reifar á Facebooksíðu sinni.Þorsteinn Víglundsson starfaði með Sjálfstæðismönnum í fráfarandi ríkisstjórn.Vísir/EyþórSegir hann Sjálfstæðisflokkinn hljóta að þurfa að útskýra hvar hann ætli að skera niður í ríkisrekstrinum til að fjármagna loforðin. „Varla á að skera niður í heilbrigðis- og velferðarkerfinu til að fjármagna skattalækkanir Sjálfstæðisflokksins?“ spyr Þorsteinn.ASÍ og SA á sama máli Þá hnýtir hann jafnframt í Sjálfstæðismenn fyrir að vilja verja einskiptistekjunum í aukin útgjöld í stað þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs, sem segja má að hafi verið aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins á síðustu árum. Tekur hann þar í sama streng og hagdeild ASÍ sem segir að útgjaldaloforð flokksins samhliða fyrirheitum um skattalækkanir stangist á við sjálfbærnimarkmið laga um opinber fjármál. Haft er eftir hagdeildinni, sem og hagfræðingum Samtaka atvinnulífsins, í nýjasta hefti Stundarinnar, að æskilegast sé að nota einskiptistekjur hins opinbera, svo sem arðgreiðslur til ríkisins vegna lækkunar eiginfjár viðskiptabankanna, til að greiða niður skuldir frekar en til að stórauka útgjöld til innviðauppbyggingar. Sjálfstæðisflokkurinn, VG og Samfylking hafa talað fyrir því að verja arðgreiðslum með þessu hætti. „Með því er horfið frá þeirri ábyrgu stefnu að óreglulegar tekjur séu nýttar til að lækka skuldir og vaxtabyrði ríkisins til allrar framtíðar, svo kostnaðinum sé ekki velt yfir á börnin okkar. Það fer minna fyrir ábyrgðinni í Valhöll nú en fyrir nokkrum vikum síðan,“ segir Þorsteinn. Færslu hans má sjá hér að neðan Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, sitjandi jafnréttismálaráðherra og frambjóðandi Viðreisnar, spyr sig hvernig Sjálfsstæðisflokkurinn ætli sér að fjármagna kosningaloforð sín þegar „það er augljóst að það er ekki svigrúm fyrir þessar skattalækkanir í nýsamþykktri ríkisfjármálaáætlun sem flokkurinn stóð að.“Sjálfstæðisflokkurinn hefur heitið því í kosningabaráttu sinni að verja 100 milljörðum í innviðauppbyggingu á næstu árum, sem fjármögnuð verður með einskiptistekjum úr bankakerfinu, á sama tíma og hann hyggst lækka skatta - „sem samsvarar um 30-40 milljarða tekjulækkun á ári fyrir ríkissjóð,“ eins og Þorsteinn reifar á Facebooksíðu sinni.Þorsteinn Víglundsson starfaði með Sjálfstæðismönnum í fráfarandi ríkisstjórn.Vísir/EyþórSegir hann Sjálfstæðisflokkinn hljóta að þurfa að útskýra hvar hann ætli að skera niður í ríkisrekstrinum til að fjármagna loforðin. „Varla á að skera niður í heilbrigðis- og velferðarkerfinu til að fjármagna skattalækkanir Sjálfstæðisflokksins?“ spyr Þorsteinn.ASÍ og SA á sama máli Þá hnýtir hann jafnframt í Sjálfstæðismenn fyrir að vilja verja einskiptistekjunum í aukin útgjöld í stað þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs, sem segja má að hafi verið aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins á síðustu árum. Tekur hann þar í sama streng og hagdeild ASÍ sem segir að útgjaldaloforð flokksins samhliða fyrirheitum um skattalækkanir stangist á við sjálfbærnimarkmið laga um opinber fjármál. Haft er eftir hagdeildinni, sem og hagfræðingum Samtaka atvinnulífsins, í nýjasta hefti Stundarinnar, að æskilegast sé að nota einskiptistekjur hins opinbera, svo sem arðgreiðslur til ríkisins vegna lækkunar eiginfjár viðskiptabankanna, til að greiða niður skuldir frekar en til að stórauka útgjöld til innviðauppbyggingar. Sjálfstæðisflokkurinn, VG og Samfylking hafa talað fyrir því að verja arðgreiðslum með þessu hætti. „Með því er horfið frá þeirri ábyrgu stefnu að óreglulegar tekjur séu nýttar til að lækka skuldir og vaxtabyrði ríkisins til allrar framtíðar, svo kostnaðinum sé ekki velt yfir á börnin okkar. Það fer minna fyrir ábyrgðinni í Valhöll nú en fyrir nokkrum vikum síðan,“ segir Þorsteinn. Færslu hans má sjá hér að neðan
Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira