ASÍ, SA og ráðherra segja loforð Sjálfstæðismanna óskynsamleg Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. október 2017 06:45 Sjálfstæðismenn klappa fyrir formanni sínum á landsfundi flokksins fyrir um tveimur árum. Vísir/Daniel Þorsteinn Víglundsson, sitjandi jafnréttismálaráðherra og frambjóðandi Viðreisnar, spyr sig hvernig Sjálfsstæðisflokkurinn ætli sér að fjármagna kosningaloforð sín þegar „það er augljóst að það er ekki svigrúm fyrir þessar skattalækkanir í nýsamþykktri ríkisfjármálaáætlun sem flokkurinn stóð að.“Sjálfstæðisflokkurinn hefur heitið því í kosningabaráttu sinni að verja 100 milljörðum í innviðauppbyggingu á næstu árum, sem fjármögnuð verður með einskiptistekjum úr bankakerfinu, á sama tíma og hann hyggst lækka skatta - „sem samsvarar um 30-40 milljarða tekjulækkun á ári fyrir ríkissjóð,“ eins og Þorsteinn reifar á Facebooksíðu sinni.Þorsteinn Víglundsson starfaði með Sjálfstæðismönnum í fráfarandi ríkisstjórn.Vísir/EyþórSegir hann Sjálfstæðisflokkinn hljóta að þurfa að útskýra hvar hann ætli að skera niður í ríkisrekstrinum til að fjármagna loforðin. „Varla á að skera niður í heilbrigðis- og velferðarkerfinu til að fjármagna skattalækkanir Sjálfstæðisflokksins?“ spyr Þorsteinn.ASÍ og SA á sama máli Þá hnýtir hann jafnframt í Sjálfstæðismenn fyrir að vilja verja einskiptistekjunum í aukin útgjöld í stað þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs, sem segja má að hafi verið aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins á síðustu árum. Tekur hann þar í sama streng og hagdeild ASÍ sem segir að útgjaldaloforð flokksins samhliða fyrirheitum um skattalækkanir stangist á við sjálfbærnimarkmið laga um opinber fjármál. Haft er eftir hagdeildinni, sem og hagfræðingum Samtaka atvinnulífsins, í nýjasta hefti Stundarinnar, að æskilegast sé að nota einskiptistekjur hins opinbera, svo sem arðgreiðslur til ríkisins vegna lækkunar eiginfjár viðskiptabankanna, til að greiða niður skuldir frekar en til að stórauka útgjöld til innviðauppbyggingar. Sjálfstæðisflokkurinn, VG og Samfylking hafa talað fyrir því að verja arðgreiðslum með þessu hætti. „Með því er horfið frá þeirri ábyrgu stefnu að óreglulegar tekjur séu nýttar til að lækka skuldir og vaxtabyrði ríkisins til allrar framtíðar, svo kostnaðinum sé ekki velt yfir á börnin okkar. Það fer minna fyrir ábyrgðinni í Valhöll nú en fyrir nokkrum vikum síðan,“ segir Þorsteinn. Færslu hans má sjá hér að neðan Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Fleiri fréttir Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, sitjandi jafnréttismálaráðherra og frambjóðandi Viðreisnar, spyr sig hvernig Sjálfsstæðisflokkurinn ætli sér að fjármagna kosningaloforð sín þegar „það er augljóst að það er ekki svigrúm fyrir þessar skattalækkanir í nýsamþykktri ríkisfjármálaáætlun sem flokkurinn stóð að.“Sjálfstæðisflokkurinn hefur heitið því í kosningabaráttu sinni að verja 100 milljörðum í innviðauppbyggingu á næstu árum, sem fjármögnuð verður með einskiptistekjum úr bankakerfinu, á sama tíma og hann hyggst lækka skatta - „sem samsvarar um 30-40 milljarða tekjulækkun á ári fyrir ríkissjóð,“ eins og Þorsteinn reifar á Facebooksíðu sinni.Þorsteinn Víglundsson starfaði með Sjálfstæðismönnum í fráfarandi ríkisstjórn.Vísir/EyþórSegir hann Sjálfstæðisflokkinn hljóta að þurfa að útskýra hvar hann ætli að skera niður í ríkisrekstrinum til að fjármagna loforðin. „Varla á að skera niður í heilbrigðis- og velferðarkerfinu til að fjármagna skattalækkanir Sjálfstæðisflokksins?“ spyr Þorsteinn.ASÍ og SA á sama máli Þá hnýtir hann jafnframt í Sjálfstæðismenn fyrir að vilja verja einskiptistekjunum í aukin útgjöld í stað þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs, sem segja má að hafi verið aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins á síðustu árum. Tekur hann þar í sama streng og hagdeild ASÍ sem segir að útgjaldaloforð flokksins samhliða fyrirheitum um skattalækkanir stangist á við sjálfbærnimarkmið laga um opinber fjármál. Haft er eftir hagdeildinni, sem og hagfræðingum Samtaka atvinnulífsins, í nýjasta hefti Stundarinnar, að æskilegast sé að nota einskiptistekjur hins opinbera, svo sem arðgreiðslur til ríkisins vegna lækkunar eiginfjár viðskiptabankanna, til að greiða niður skuldir frekar en til að stórauka útgjöld til innviðauppbyggingar. Sjálfstæðisflokkurinn, VG og Samfylking hafa talað fyrir því að verja arðgreiðslum með þessu hætti. „Með því er horfið frá þeirri ábyrgu stefnu að óreglulegar tekjur séu nýttar til að lækka skuldir og vaxtabyrði ríkisins til allrar framtíðar, svo kostnaðinum sé ekki velt yfir á börnin okkar. Það fer minna fyrir ábyrgðinni í Valhöll nú en fyrir nokkrum vikum síðan,“ segir Þorsteinn. Færslu hans má sjá hér að neðan
Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Fleiri fréttir Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Sjá meira