Innlent

Tveir yfir þremur í Bárðarbungu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Stjarnan er til marks um skjálfta yfir 3 að stærð.
Stjarnan er til marks um skjálfta yfir 3 að stærð. Veðurstofan
Tveir skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst skammt frá Bárðarbungu síðastliðinn sólarhring.

Báðir mældust þeir á þriðja tímanum í gær; sá fyrri var um 4,1 að stærð og átti upptök sín um 4,6 kílómetra austsuðaustan af Bárðarbungu. Um hálftíma síðar, rösklega 5 mínútum fyrir fjögur, mældist skjálfti af stærðinni 3,4 á svipuðum slóðum.

Skjálftunum fylgdu margir minni eftirskjálftar. Þrátt fyrir óróanna segja jarðvísindamenn að enginn merki séu um að hann tengist hugsanlegu eldgosi.

Fjölmargir skjálftar hafa jafnframt fundist við Grímsey síðastliðinn sólahring, allir þeirra þó tiltölulega litlir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×