Innlent

Slökktu eld við slökkvistöðina

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þeir þurftu ekki að fara langt, mosfellsku slökkviðliðsmennirnir.
Þeir þurftu ekki að fara langt, mosfellsku slökkviðliðsmennirnir. VÍSIR/ANTON BRINK
Eldur kviknaði í saltbíl frá Vegagerðinni þegar hann var að koma ofan af Mosfellsheiðinni snemma í morgun þar sem hann hafði dreift salti vegna hálku.

Eldurinn, sem kviknað hafði í hjólabúnaði bílsins, var ekki meiri en svo að ökumaður hélt áfram og renndi inn á plan slökkvistöðvarinnar í Mosfellsbæ.

Þar brugðu liðsmenn sér út fyrir húsdyr og slökktu eldinn á staðnum.

Eldsupptök eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×