Lífið

Donna Cruz hætt í Áttunni: „Þetta var bara komið gott“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Donna Cruz vakti mikla athygli hjá samfélagsmiðlaveldinu Áttan.
Donna Cruz vakti mikla athygli hjá samfélagsmiðlaveldinu Áttan.
„Þetta var bara komið gott. Ég ákvað að vera í Áttunni og geri alltaf bara hluti sem mér finnst skemmtilegir. Þetta var alveg gaman en líka bara komið gott,“ segir Donna Cruz sem var í viðtali við þá Brennslubræður á FM957 í morgun.

Donna er að fara fyrir Íslands hönd í fegurðarsamkeppni í Filippseyjum.

„Þetta er alþjóðleg keppni sem allir í heiminum geta tekið þátt í og ég er mjög spennt. Ég held að það séu sextíu stelpur að fara taka þátt og ég tek þátt fyrir Íslands hönd.“

Hún segir að það hafi farið í taugarnar á sumum að hún væri að keppa fyrir Íslands hönd í keppninni þar sem hún er frá Filippseyjum.

„Það fór víst í taugarnar á einhverjum í Filippseyjum, engum hér, en ég sagði bara að ég væri búin að búa á Íslandi allt mitt líf og get alveg tekið þátt fyrir Ísland.“

Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.  


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×