Kerfið elskar Framsóknarflokkinn Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2017 10:50 Sigurður Ingi og Framsóknarflokkurinn eru ekki bara límið í íslenskum stjórnmálum, þeir eru beinlínis kíttið í kerfinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í nótt að Framsóknarflokkurinn væri límið í íslenskum stjórnmálum. Hann var þá að vísa til stjórnarmyndunarviðræðna, en það á einnig við um sjálft kosningakerfið. Þar kítta þeir í öll göt; Framsóknarflokkurinn er ekki bara límið í íslenskum stjórnmálum heldur einnig kíttið. Samfylkingin hlaut talsvert fleiri atkvæði en Framsóknarflokkurinn eða sem nam 2.636. Það breytir ekki þeirri staðreynd að Framsóknarflokkurinn fær einum þingmanni meira. Þetta skýrist af því að Framsóknarmenn eru að fá sín atkvæði á „réttum stöðum“. Þeir eru með menn á undan Samfylkingunni á landsbyggðinni, þar sem atkvæðin vega þyngra og nógu mörg til að vera kjördæmakjörnir. Framsókn er með sex þingmenn í landsbyggðakjördæmunum þremur, 2 í hverju þeirra og síðan eru þeir með einn í Kraganum og einn í Reykjavík. Þá er Miðflokkurinn stærri en Framsóknarflokkurinn sé litið til fjölda atkvæða. Þar munar 319 atkvæðum. Og hlýtur það að teljast mikill sigur fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem klauf sig frá Framsóknarflokknum. Þetta breytir þó ekki því að Framsóknarflokkurinn er með stærri þingflokk, eða átta á móti sjö Miðflokksins. Það er því þannig, með persónugervingu, að kerfið elskar Framsóknarflokkinn. Kosningar 2017 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í nótt að Framsóknarflokkurinn væri límið í íslenskum stjórnmálum. Hann var þá að vísa til stjórnarmyndunarviðræðna, en það á einnig við um sjálft kosningakerfið. Þar kítta þeir í öll göt; Framsóknarflokkurinn er ekki bara límið í íslenskum stjórnmálum heldur einnig kíttið. Samfylkingin hlaut talsvert fleiri atkvæði en Framsóknarflokkurinn eða sem nam 2.636. Það breytir ekki þeirri staðreynd að Framsóknarflokkurinn fær einum þingmanni meira. Þetta skýrist af því að Framsóknarmenn eru að fá sín atkvæði á „réttum stöðum“. Þeir eru með menn á undan Samfylkingunni á landsbyggðinni, þar sem atkvæðin vega þyngra og nógu mörg til að vera kjördæmakjörnir. Framsókn er með sex þingmenn í landsbyggðakjördæmunum þremur, 2 í hverju þeirra og síðan eru þeir með einn í Kraganum og einn í Reykjavík. Þá er Miðflokkurinn stærri en Framsóknarflokkurinn sé litið til fjölda atkvæða. Þar munar 319 atkvæðum. Og hlýtur það að teljast mikill sigur fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem klauf sig frá Framsóknarflokknum. Þetta breytir þó ekki því að Framsóknarflokkurinn er með stærri þingflokk, eða átta á móti sjö Miðflokksins. Það er því þannig, með persónugervingu, að kerfið elskar Framsóknarflokkinn.
Kosningar 2017 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira