„Þetta ákvað ég strax eftir að úrslit voru ljós enda fannst mér það vega að trúverðugleika mínum að taka sæti neðar en ég hafði sóst eftir,“ segir Þórólfur í færslu á Facebook-síðu sinni.

Þá segir Þórólfur að hann hefði betur beðið með þessa ákvörðun því fjöldi fólks hafði samband við hann í gær og bað hann um að taka þriðja sætinu. „Ég hafði því samband við kjördæmisráð til að kanna hvort ég gæti dregið þessa ákvörðun til baka en ekki var fallist á það. Fyrri ákvörðun mín stendur því.“
Þórólfur segist engan veginn hafa sagt skilið við Pírata og að hann ætli í framhaldinu að einbeita sér að sveitastjórnarkosningunum og vinna að því að Píratar bjóði fram sterkan lista í Reykjanesbæ.