Stjörnuspá Siggu Kling – Hrúturinn: Hefur of mikla orku til að hangsa 6. október 2017 09:00 Elsku Hrúturinn minn. Það er viss ró í kringum þig, en svo ótalmargt í uppsiglingu. Þetta er algjörlega þinn mánuður vegna þess að fullt tungl í Hrútsmerkinu er á þessum mánuðum. Þú hefur brennandi þrá til að ná árangri en minni þrá eftir athygli, en mundu að svolítið samasemmerki er á milli árangurs og athygli. Að gefast upp er ekki til í þinni orðabók og þú hefur stundum sagt: „Ég er þreyttur, uppgefinn, búinn á því,“ en aldrei: „Ég gefst upp,“ hvort sem það er í veikindum, starfi skóla eða ást. Þú þarft að nota þína dásamlegu samskiptahæfileika og reikna út aðstæður. Ekki leggja öll þín spil á borðið því þú átt eftir að þurfa, þegar líða tekur á, að vera með ás uppi í erminni. Það mun hjálpa þér til þess að landa samningum og fá það sem þú hefur beðið eftir. Það er samt mikilvægt að þú deilir ást þinni og þekkingu. Hafðu samt ekki áhyggjur – það er enginn sem getur verið í samkeppni við þig og þú ert hin ótrúlega blanda af ómannblendinni manneskju sem samt elskar fólk. Þú þarft þó að gefa þér frið frá öllu áreiti, helst á hverjum degi. Það er svo merkilegt að þótt þú sért sterkur, hvort sem þú veist það eða ekki, áttu það til að vera hörundsár og viðkvæmur. Þess vegna áttu erfitt með að treysta öðrum fyrir tilfinningum þínum, sem getur bæði verið þér hindrun en líka verið sá ás sem ég tala um, að láta ekki alla vita hvað þú ætlar að gera. Þú elskar fólk sem er uppátækjasamt því þannig týpur gefa þér orku. Þannig fólk laðast líka að þér og staðfesta þín gefur þeim orku. Í því myndast hið fullkomna jafnvægi og í ástinni þarftu að leita eftir persónu sem er ólík þér, þá myndast hið fullkomna yin & yang. Næsti mánuður segir þér að vera staðfastur og trúa á það sem þú ert að framkvæma. Margir munu leita eftir hjálp þinni en ekki lofa einhverju sem þú veist að þú getur ekki staðið við. Aðstæður munu svo myndast sem hjálpa þér að losa þig við þær persónur sem gefa þér ekki leyfi að vera þessi litríki karakter sem þú ert. Þú hefur of mikla orku til að hanga eða hangsa og ef þú leyfir þér að nýta tímann í hangs verður hugur þinn líka þungur, engin önnur ástæða. Þú ert mikil kynvera en ef þér finnst hlutirnir ekki vera að ganga vel þá getur þú slökkt á þeirri orku og notað hana í annað. Fyrir þá sem eru á lausu eru miklir möguleikar, en það er mikilvægara að elska sál og huga manneskjunnar sem hrífur þig fyrst og sleppa sér svo lausum í tilfinningahita og ástríðum. Ef þú byrjar þetta í bólinu er ég ekki bjartsýn á framhaldið. Þú munt sigra – Beat It (Michael Jackson)Frægir Hrútar: Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona, Silvía Lovetank listamaður, Marta María Jónasdóttir á Smartlandi, Björgvin Halldórsson söngvari, Kári Stefánsson vísindamaður, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Hugh Hefner, Birgitta Jónsdóttir pírati, Anna Svava Knútsdóttir leikkona, Ólöf Erla, grafískur hönnunarsnillingur, Elton John söngvari, Salka Sól súperdrottning, Þóra í Atlanta, Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður, Berglind Pétursdóttir, Steinunn Jónsdóttir, söngkona AmabAdamA, Þórhallur Þórhallsson uppistandari, Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365 miðla, Alda í Handy pandy, naglalistakona, Vala Grand, Hjálmar Forni listamaður, Jakob Bjarnar Grétarsson, Elín Björnsdóttir, fyrirlesari og kraftaverkakona. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Elsku Hrúturinn minn. Það er viss ró í kringum þig, en svo ótalmargt í uppsiglingu. Þetta er algjörlega þinn mánuður vegna þess að fullt tungl í Hrútsmerkinu er á þessum mánuðum. Þú hefur brennandi þrá til að ná árangri en minni þrá eftir athygli, en mundu að svolítið samasemmerki er á milli árangurs og athygli. Að gefast upp er ekki til í þinni orðabók og þú hefur stundum sagt: „Ég er þreyttur, uppgefinn, búinn á því,“ en aldrei: „Ég gefst upp,“ hvort sem það er í veikindum, starfi skóla eða ást. Þú þarft að nota þína dásamlegu samskiptahæfileika og reikna út aðstæður. Ekki leggja öll þín spil á borðið því þú átt eftir að þurfa, þegar líða tekur á, að vera með ás uppi í erminni. Það mun hjálpa þér til þess að landa samningum og fá það sem þú hefur beðið eftir. Það er samt mikilvægt að þú deilir ást þinni og þekkingu. Hafðu samt ekki áhyggjur – það er enginn sem getur verið í samkeppni við þig og þú ert hin ótrúlega blanda af ómannblendinni manneskju sem samt elskar fólk. Þú þarft þó að gefa þér frið frá öllu áreiti, helst á hverjum degi. Það er svo merkilegt að þótt þú sért sterkur, hvort sem þú veist það eða ekki, áttu það til að vera hörundsár og viðkvæmur. Þess vegna áttu erfitt með að treysta öðrum fyrir tilfinningum þínum, sem getur bæði verið þér hindrun en líka verið sá ás sem ég tala um, að láta ekki alla vita hvað þú ætlar að gera. Þú elskar fólk sem er uppátækjasamt því þannig týpur gefa þér orku. Þannig fólk laðast líka að þér og staðfesta þín gefur þeim orku. Í því myndast hið fullkomna jafnvægi og í ástinni þarftu að leita eftir persónu sem er ólík þér, þá myndast hið fullkomna yin & yang. Næsti mánuður segir þér að vera staðfastur og trúa á það sem þú ert að framkvæma. Margir munu leita eftir hjálp þinni en ekki lofa einhverju sem þú veist að þú getur ekki staðið við. Aðstæður munu svo myndast sem hjálpa þér að losa þig við þær persónur sem gefa þér ekki leyfi að vera þessi litríki karakter sem þú ert. Þú hefur of mikla orku til að hanga eða hangsa og ef þú leyfir þér að nýta tímann í hangs verður hugur þinn líka þungur, engin önnur ástæða. Þú ert mikil kynvera en ef þér finnst hlutirnir ekki vera að ganga vel þá getur þú slökkt á þeirri orku og notað hana í annað. Fyrir þá sem eru á lausu eru miklir möguleikar, en það er mikilvægara að elska sál og huga manneskjunnar sem hrífur þig fyrst og sleppa sér svo lausum í tilfinningahita og ástríðum. Ef þú byrjar þetta í bólinu er ég ekki bjartsýn á framhaldið. Þú munt sigra – Beat It (Michael Jackson)Frægir Hrútar: Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona, Silvía Lovetank listamaður, Marta María Jónasdóttir á Smartlandi, Björgvin Halldórsson söngvari, Kári Stefánsson vísindamaður, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Hugh Hefner, Birgitta Jónsdóttir pírati, Anna Svava Knútsdóttir leikkona, Ólöf Erla, grafískur hönnunarsnillingur, Elton John söngvari, Salka Sól súperdrottning, Þóra í Atlanta, Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður, Berglind Pétursdóttir, Steinunn Jónsdóttir, söngkona AmabAdamA, Þórhallur Þórhallsson uppistandari, Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365 miðla, Alda í Handy pandy, naglalistakona, Vala Grand, Hjálmar Forni listamaður, Jakob Bjarnar Grétarsson, Elín Björnsdóttir, fyrirlesari og kraftaverkakona.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira