Stjörnuspá Siggu Kling – Hrúturinn: Hefur of mikla orku til að hangsa 6. október 2017 09:00 Elsku Hrúturinn minn. Það er viss ró í kringum þig, en svo ótalmargt í uppsiglingu. Þetta er algjörlega þinn mánuður vegna þess að fullt tungl í Hrútsmerkinu er á þessum mánuðum. Þú hefur brennandi þrá til að ná árangri en minni þrá eftir athygli, en mundu að svolítið samasemmerki er á milli árangurs og athygli. Að gefast upp er ekki til í þinni orðabók og þú hefur stundum sagt: „Ég er þreyttur, uppgefinn, búinn á því,“ en aldrei: „Ég gefst upp,“ hvort sem það er í veikindum, starfi skóla eða ást. Þú þarft að nota þína dásamlegu samskiptahæfileika og reikna út aðstæður. Ekki leggja öll þín spil á borðið því þú átt eftir að þurfa, þegar líða tekur á, að vera með ás uppi í erminni. Það mun hjálpa þér til þess að landa samningum og fá það sem þú hefur beðið eftir. Það er samt mikilvægt að þú deilir ást þinni og þekkingu. Hafðu samt ekki áhyggjur – það er enginn sem getur verið í samkeppni við þig og þú ert hin ótrúlega blanda af ómannblendinni manneskju sem samt elskar fólk. Þú þarft þó að gefa þér frið frá öllu áreiti, helst á hverjum degi. Það er svo merkilegt að þótt þú sért sterkur, hvort sem þú veist það eða ekki, áttu það til að vera hörundsár og viðkvæmur. Þess vegna áttu erfitt með að treysta öðrum fyrir tilfinningum þínum, sem getur bæði verið þér hindrun en líka verið sá ás sem ég tala um, að láta ekki alla vita hvað þú ætlar að gera. Þú elskar fólk sem er uppátækjasamt því þannig týpur gefa þér orku. Þannig fólk laðast líka að þér og staðfesta þín gefur þeim orku. Í því myndast hið fullkomna jafnvægi og í ástinni þarftu að leita eftir persónu sem er ólík þér, þá myndast hið fullkomna yin & yang. Næsti mánuður segir þér að vera staðfastur og trúa á það sem þú ert að framkvæma. Margir munu leita eftir hjálp þinni en ekki lofa einhverju sem þú veist að þú getur ekki staðið við. Aðstæður munu svo myndast sem hjálpa þér að losa þig við þær persónur sem gefa þér ekki leyfi að vera þessi litríki karakter sem þú ert. Þú hefur of mikla orku til að hanga eða hangsa og ef þú leyfir þér að nýta tímann í hangs verður hugur þinn líka þungur, engin önnur ástæða. Þú ert mikil kynvera en ef þér finnst hlutirnir ekki vera að ganga vel þá getur þú slökkt á þeirri orku og notað hana í annað. Fyrir þá sem eru á lausu eru miklir möguleikar, en það er mikilvægara að elska sál og huga manneskjunnar sem hrífur þig fyrst og sleppa sér svo lausum í tilfinningahita og ástríðum. Ef þú byrjar þetta í bólinu er ég ekki bjartsýn á framhaldið. Þú munt sigra – Beat It (Michael Jackson)Frægir Hrútar: Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona, Silvía Lovetank listamaður, Marta María Jónasdóttir á Smartlandi, Björgvin Halldórsson söngvari, Kári Stefánsson vísindamaður, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Hugh Hefner, Birgitta Jónsdóttir pírati, Anna Svava Knútsdóttir leikkona, Ólöf Erla, grafískur hönnunarsnillingur, Elton John söngvari, Salka Sól súperdrottning, Þóra í Atlanta, Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður, Berglind Pétursdóttir, Steinunn Jónsdóttir, söngkona AmabAdamA, Þórhallur Þórhallsson uppistandari, Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365 miðla, Alda í Handy pandy, naglalistakona, Vala Grand, Hjálmar Forni listamaður, Jakob Bjarnar Grétarsson, Elín Björnsdóttir, fyrirlesari og kraftaverkakona. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Tónlist Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira
Elsku Hrúturinn minn. Það er viss ró í kringum þig, en svo ótalmargt í uppsiglingu. Þetta er algjörlega þinn mánuður vegna þess að fullt tungl í Hrútsmerkinu er á þessum mánuðum. Þú hefur brennandi þrá til að ná árangri en minni þrá eftir athygli, en mundu að svolítið samasemmerki er á milli árangurs og athygli. Að gefast upp er ekki til í þinni orðabók og þú hefur stundum sagt: „Ég er þreyttur, uppgefinn, búinn á því,“ en aldrei: „Ég gefst upp,“ hvort sem það er í veikindum, starfi skóla eða ást. Þú þarft að nota þína dásamlegu samskiptahæfileika og reikna út aðstæður. Ekki leggja öll þín spil á borðið því þú átt eftir að þurfa, þegar líða tekur á, að vera með ás uppi í erminni. Það mun hjálpa þér til þess að landa samningum og fá það sem þú hefur beðið eftir. Það er samt mikilvægt að þú deilir ást þinni og þekkingu. Hafðu samt ekki áhyggjur – það er enginn sem getur verið í samkeppni við þig og þú ert hin ótrúlega blanda af ómannblendinni manneskju sem samt elskar fólk. Þú þarft þó að gefa þér frið frá öllu áreiti, helst á hverjum degi. Það er svo merkilegt að þótt þú sért sterkur, hvort sem þú veist það eða ekki, áttu það til að vera hörundsár og viðkvæmur. Þess vegna áttu erfitt með að treysta öðrum fyrir tilfinningum þínum, sem getur bæði verið þér hindrun en líka verið sá ás sem ég tala um, að láta ekki alla vita hvað þú ætlar að gera. Þú elskar fólk sem er uppátækjasamt því þannig týpur gefa þér orku. Þannig fólk laðast líka að þér og staðfesta þín gefur þeim orku. Í því myndast hið fullkomna jafnvægi og í ástinni þarftu að leita eftir persónu sem er ólík þér, þá myndast hið fullkomna yin & yang. Næsti mánuður segir þér að vera staðfastur og trúa á það sem þú ert að framkvæma. Margir munu leita eftir hjálp þinni en ekki lofa einhverju sem þú veist að þú getur ekki staðið við. Aðstæður munu svo myndast sem hjálpa þér að losa þig við þær persónur sem gefa þér ekki leyfi að vera þessi litríki karakter sem þú ert. Þú hefur of mikla orku til að hanga eða hangsa og ef þú leyfir þér að nýta tímann í hangs verður hugur þinn líka þungur, engin önnur ástæða. Þú ert mikil kynvera en ef þér finnst hlutirnir ekki vera að ganga vel þá getur þú slökkt á þeirri orku og notað hana í annað. Fyrir þá sem eru á lausu eru miklir möguleikar, en það er mikilvægara að elska sál og huga manneskjunnar sem hrífur þig fyrst og sleppa sér svo lausum í tilfinningahita og ástríðum. Ef þú byrjar þetta í bólinu er ég ekki bjartsýn á framhaldið. Þú munt sigra – Beat It (Michael Jackson)Frægir Hrútar: Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona, Silvía Lovetank listamaður, Marta María Jónasdóttir á Smartlandi, Björgvin Halldórsson söngvari, Kári Stefánsson vísindamaður, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Hugh Hefner, Birgitta Jónsdóttir pírati, Anna Svava Knútsdóttir leikkona, Ólöf Erla, grafískur hönnunarsnillingur, Elton John söngvari, Salka Sól súperdrottning, Þóra í Atlanta, Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður, Berglind Pétursdóttir, Steinunn Jónsdóttir, söngkona AmabAdamA, Þórhallur Þórhallsson uppistandari, Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365 miðla, Alda í Handy pandy, naglalistakona, Vala Grand, Hjálmar Forni listamaður, Jakob Bjarnar Grétarsson, Elín Björnsdóttir, fyrirlesari og kraftaverkakona.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Tónlist Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira