Minnst 11 erlendir miðlar fengið ósk frá ríkisstjórninni um leiðréttingu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. október 2017 12:33 Brosmildir ráðherrar þegar ráðuneyti Bjarna Benediktssonar tók við völdum í janúar síðastliðnum. Visir/Anton Almannatengslafyrirtækið Burson-Marsteller hefur síðastliðnar tvær vikur aðstoðað stjórnvöld við að koma á framfæri leiðréttingum í að minnsta kosti 11 stórum, aljþóðlegum miðlum. Þar er um að ræða fréttastofur, sjónvarpsstöðvar og dagblöð. Þetta kemur fram í skriflegu svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um leiðréttingar íslenskra stjórnvalda á erlendum fréttaflutningi.Stundin greindi frá því í gær að ríkisstjórnin hafi farið fram á að grein á vef Washington Post yrði fjarlægð „vegna fjölda staðreyndavillna og afbakana.“ Um var að ræða Pistil eftir Janet Elise Johnson, prófessor í stjórnmálafræði og kvennafræðum, sem fjallaði um aðdraganda stjórnarslitanna. Í svari ráðuneytisins segir að íslensk stjórnvöld hafi nýtt sér þjónustu Burson-Marsteller frá árinu 2012 með hléum. Fyrirtækið fær ekki greitt fyrir einstök verkefni heldur fær það fasta greiðslu á því tímabili sem samstarf stendur yfir.Gaf einnig ráð vegna umfjöllunar um Downs-heilkenni Þá segir ráðuneytið að fyrirtækið sinni fjölbreyttum almannatengslamálum fyrir stjórnvöld. Til að mynda hafi það aðstoðað við málarekstur ríkisins gegn Iceland-matvöruverslunum, ferðamennsku, Brexit, Icesave, losun gjaldeyrishafta og fleiri mál. Í svari ráðuneytisins segir að fyrirtækið hafi einnig aðstoðað ríkið með ráðgjöf og við leiðréttingar á rangfærslum í erlendum miðlum í tengslum við umræðu í ágústmánuði um stefnu íslenskra heilbrigðisyfirvalda varðandi Downs-heilkenni. Á vefnum opnirreikningar.is, sem opnaður var í síðasta mánuði, er ekki að finna greiðslur til fyrirtækisins í ágúst en reikningar fyrir september hafa ekki enn verið gerðir opinberir. Við fyrirspurn Vísis um kostnað varðandi þjónustu Burson-Marsteller er vísað á fjármálaráðuneytið og tekið fram að fyrirtækið hafi unnið að öðrum verkefnum fyrir stjórnvöld í september og að sundurliðun á þeim kostnaði liggi ekki fyrir. Því sé ekki hægt að áætla hversu mikill kostnaður hefur fallið til vegna þeirrar vinnu sem farið hefur í að leiðrétta erlenda miðla. Fréttastofa hefur einnig sent fyrirspurn á forsætisráðuneytið vegna málsins en svar við henni hefur ekki borist. Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
Almannatengslafyrirtækið Burson-Marsteller hefur síðastliðnar tvær vikur aðstoðað stjórnvöld við að koma á framfæri leiðréttingum í að minnsta kosti 11 stórum, aljþóðlegum miðlum. Þar er um að ræða fréttastofur, sjónvarpsstöðvar og dagblöð. Þetta kemur fram í skriflegu svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um leiðréttingar íslenskra stjórnvalda á erlendum fréttaflutningi.Stundin greindi frá því í gær að ríkisstjórnin hafi farið fram á að grein á vef Washington Post yrði fjarlægð „vegna fjölda staðreyndavillna og afbakana.“ Um var að ræða Pistil eftir Janet Elise Johnson, prófessor í stjórnmálafræði og kvennafræðum, sem fjallaði um aðdraganda stjórnarslitanna. Í svari ráðuneytisins segir að íslensk stjórnvöld hafi nýtt sér þjónustu Burson-Marsteller frá árinu 2012 með hléum. Fyrirtækið fær ekki greitt fyrir einstök verkefni heldur fær það fasta greiðslu á því tímabili sem samstarf stendur yfir.Gaf einnig ráð vegna umfjöllunar um Downs-heilkenni Þá segir ráðuneytið að fyrirtækið sinni fjölbreyttum almannatengslamálum fyrir stjórnvöld. Til að mynda hafi það aðstoðað við málarekstur ríkisins gegn Iceland-matvöruverslunum, ferðamennsku, Brexit, Icesave, losun gjaldeyrishafta og fleiri mál. Í svari ráðuneytisins segir að fyrirtækið hafi einnig aðstoðað ríkið með ráðgjöf og við leiðréttingar á rangfærslum í erlendum miðlum í tengslum við umræðu í ágústmánuði um stefnu íslenskra heilbrigðisyfirvalda varðandi Downs-heilkenni. Á vefnum opnirreikningar.is, sem opnaður var í síðasta mánuði, er ekki að finna greiðslur til fyrirtækisins í ágúst en reikningar fyrir september hafa ekki enn verið gerðir opinberir. Við fyrirspurn Vísis um kostnað varðandi þjónustu Burson-Marsteller er vísað á fjármálaráðuneytið og tekið fram að fyrirtækið hafi unnið að öðrum verkefnum fyrir stjórnvöld í september og að sundurliðun á þeim kostnaði liggi ekki fyrir. Því sé ekki hægt að áætla hversu mikill kostnaður hefur fallið til vegna þeirrar vinnu sem farið hefur í að leiðrétta erlenda miðla. Fréttastofa hefur einnig sent fyrirspurn á forsætisráðuneytið vegna málsins en svar við henni hefur ekki borist.
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira