Minnst 11 erlendir miðlar fengið ósk frá ríkisstjórninni um leiðréttingu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. október 2017 12:33 Brosmildir ráðherrar þegar ráðuneyti Bjarna Benediktssonar tók við völdum í janúar síðastliðnum. Visir/Anton Almannatengslafyrirtækið Burson-Marsteller hefur síðastliðnar tvær vikur aðstoðað stjórnvöld við að koma á framfæri leiðréttingum í að minnsta kosti 11 stórum, aljþóðlegum miðlum. Þar er um að ræða fréttastofur, sjónvarpsstöðvar og dagblöð. Þetta kemur fram í skriflegu svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um leiðréttingar íslenskra stjórnvalda á erlendum fréttaflutningi.Stundin greindi frá því í gær að ríkisstjórnin hafi farið fram á að grein á vef Washington Post yrði fjarlægð „vegna fjölda staðreyndavillna og afbakana.“ Um var að ræða Pistil eftir Janet Elise Johnson, prófessor í stjórnmálafræði og kvennafræðum, sem fjallaði um aðdraganda stjórnarslitanna. Í svari ráðuneytisins segir að íslensk stjórnvöld hafi nýtt sér þjónustu Burson-Marsteller frá árinu 2012 með hléum. Fyrirtækið fær ekki greitt fyrir einstök verkefni heldur fær það fasta greiðslu á því tímabili sem samstarf stendur yfir.Gaf einnig ráð vegna umfjöllunar um Downs-heilkenni Þá segir ráðuneytið að fyrirtækið sinni fjölbreyttum almannatengslamálum fyrir stjórnvöld. Til að mynda hafi það aðstoðað við málarekstur ríkisins gegn Iceland-matvöruverslunum, ferðamennsku, Brexit, Icesave, losun gjaldeyrishafta og fleiri mál. Í svari ráðuneytisins segir að fyrirtækið hafi einnig aðstoðað ríkið með ráðgjöf og við leiðréttingar á rangfærslum í erlendum miðlum í tengslum við umræðu í ágústmánuði um stefnu íslenskra heilbrigðisyfirvalda varðandi Downs-heilkenni. Á vefnum opnirreikningar.is, sem opnaður var í síðasta mánuði, er ekki að finna greiðslur til fyrirtækisins í ágúst en reikningar fyrir september hafa ekki enn verið gerðir opinberir. Við fyrirspurn Vísis um kostnað varðandi þjónustu Burson-Marsteller er vísað á fjármálaráðuneytið og tekið fram að fyrirtækið hafi unnið að öðrum verkefnum fyrir stjórnvöld í september og að sundurliðun á þeim kostnaði liggi ekki fyrir. Því sé ekki hægt að áætla hversu mikill kostnaður hefur fallið til vegna þeirrar vinnu sem farið hefur í að leiðrétta erlenda miðla. Fréttastofa hefur einnig sent fyrirspurn á forsætisráðuneytið vegna málsins en svar við henni hefur ekki borist. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Almannatengslafyrirtækið Burson-Marsteller hefur síðastliðnar tvær vikur aðstoðað stjórnvöld við að koma á framfæri leiðréttingum í að minnsta kosti 11 stórum, aljþóðlegum miðlum. Þar er um að ræða fréttastofur, sjónvarpsstöðvar og dagblöð. Þetta kemur fram í skriflegu svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um leiðréttingar íslenskra stjórnvalda á erlendum fréttaflutningi.Stundin greindi frá því í gær að ríkisstjórnin hafi farið fram á að grein á vef Washington Post yrði fjarlægð „vegna fjölda staðreyndavillna og afbakana.“ Um var að ræða Pistil eftir Janet Elise Johnson, prófessor í stjórnmálafræði og kvennafræðum, sem fjallaði um aðdraganda stjórnarslitanna. Í svari ráðuneytisins segir að íslensk stjórnvöld hafi nýtt sér þjónustu Burson-Marsteller frá árinu 2012 með hléum. Fyrirtækið fær ekki greitt fyrir einstök verkefni heldur fær það fasta greiðslu á því tímabili sem samstarf stendur yfir.Gaf einnig ráð vegna umfjöllunar um Downs-heilkenni Þá segir ráðuneytið að fyrirtækið sinni fjölbreyttum almannatengslamálum fyrir stjórnvöld. Til að mynda hafi það aðstoðað við málarekstur ríkisins gegn Iceland-matvöruverslunum, ferðamennsku, Brexit, Icesave, losun gjaldeyrishafta og fleiri mál. Í svari ráðuneytisins segir að fyrirtækið hafi einnig aðstoðað ríkið með ráðgjöf og við leiðréttingar á rangfærslum í erlendum miðlum í tengslum við umræðu í ágústmánuði um stefnu íslenskra heilbrigðisyfirvalda varðandi Downs-heilkenni. Á vefnum opnirreikningar.is, sem opnaður var í síðasta mánuði, er ekki að finna greiðslur til fyrirtækisins í ágúst en reikningar fyrir september hafa ekki enn verið gerðir opinberir. Við fyrirspurn Vísis um kostnað varðandi þjónustu Burson-Marsteller er vísað á fjármálaráðuneytið og tekið fram að fyrirtækið hafi unnið að öðrum verkefnum fyrir stjórnvöld í september og að sundurliðun á þeim kostnaði liggi ekki fyrir. Því sé ekki hægt að áætla hversu mikill kostnaður hefur fallið til vegna þeirrar vinnu sem farið hefur í að leiðrétta erlenda miðla. Fréttastofa hefur einnig sent fyrirspurn á forsætisráðuneytið vegna málsins en svar við henni hefur ekki borist.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira