Slysið breytti öllu Sveinn Arnarsson skrifar 30. september 2017 10:00 "Ég gat ekki hitt vinkonurnar, sinnt vinnu, heimilislífi eða áhugamálum. Mínir nánustu áttu einnig erfitt með að heimsækja mig.“ Visir/Auðunn Alvarlegt slys í hestaferð árið 2011 varð vendipunktur í lífi Stefaníu Steinsdóttur. Eftir langt bataferli og andlega vanlíðan fann hún nýjan tilgang og hóf guðfræðinám. Nú er hún nýr prestur í Glerárkirkju á Akureyri og getur miðlað reynslu sinni. Við Stefanía stöndum á miðju kirkjugólfi Glerárkirkju og virðum fyrir okkur litríka sólargeisla sem kastast af steindum gluggum kirkjunnar. Stefanía tekur til máls. „Lífsreynsla mín í kjölfar hestaslyss sumarið 2011 varð til þess að ég dreif mig í guðfræðina,“ segir Stefanía. „Við vorum þrettán konur saman í hestaferð. Við erum á leið úr Baugaseli [Baugasel er eyðibýli í Barkárdal inn af Hörgárdal] og erum aftur á leið til byggða þegar hestur sem ég er á hrasar og ég dett af baki. Ég fæ mikið höfuðhögg og ligg þar í nokkurn tíma. Lífið tók U-beygju þennan örlagaríka dag.“ Það tók hana dágóða stund að ranka við sér og fá máttinn aftur. Skemmdir á hjálmi Stefaníu gáfu til kynna að hún hefði fallið á hnakkann af miklu afli. Samt sem áður, af þrjósku og harðfylgi, stóð hún upp og kom sér heim. Á þessum tíma bjó hún á Neðri-Rauðalæk í Hörgárdal, sinnti bústörfum þar sem fé og hross voru meginundirstaðan og vann fullan vinnudag hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar. „Á þessum tíma viðurkenndi ég ekkert að það væri eitthvað að mér, kastaði upp fyrstu tvo sólarhringana og þegar höfuðverkurinn hætti ekki ákvað ég að láta kíkja á mig. Þá er bara tekin mynd af höfðinu á mér og ég send heim með þeim skilaboðum að ég ætti að vera góð eftir tvær vikur. Þetta væri bara heilahristingur.“Svefnleysið tók toll Dagarnir liðu og lítið breyttist. Höfuðverkurinn ágerðist og myrkrið tók yfir. Hún lá í rúminu og gat ekkert gert til að lina þjáningarnar. „Ég grenjaði bara af verkjum og svaf ekki vegna verkjanna. Síðan ákvað ég að leita mér sjálf hjálpar sem endaði á því að hálsliðirnir voru myndaðir,“ segir Stefanía. Þá kom í ljós að hálsliðir höfðu fallið saman. Tveimur mánuðum eftir slysið var hún komin í endurhæfingu á Kristnes, sem staðsett er miðja vegu milli Akureyrar og Hrafnagils. Hún lýsir því hvernig hún einangraðist smátt og smátt. „Ég gat ekki hitt vinkonurnar, sinnt vinnu, heimilislífi eða áhugamálum. Mínir nánustu áttu einnig erfitt með að heimsækja mig á þessum tíma því það sást mjög vel á mér hversu kvalin ég var. Ég svaf ekki og lá að mestu í rúminu að farast úr verkjum. Þetta var ekki góður tími,“ segir Stefanía. „Ég var á Kristnesi þar til í febrúar árið 2012 og var útskrifuð í raun þaðan án þess að vera nokkuð betri. Ég var á lyfjum á þeim tíma og var bara dofin. Sjúkraþjálfun á þeim tíma virkaði stundum og stundum ekki. Þarna fann ég að mér leið mjög illa andlega. Það var mjög erfitt að vera útskrifuð af Kristnesi með þeim orðum að það gæti tekið mig allt að fimm árum að ná styrk. Þarna var tilhugsunin erfið, að þurfa að vera svona slæm í fimm ár. Ég vissi ekkert út í hvað ég var að fara. Ég var komin á biðlista á Reykjalund en ég sá ekki hvernig ég átti að fara í gegnum lífið svona. Þegar ég slasast voru börnin mín sex ára og tíu ára. Sonur minn var að byrja í skólanum þennan veturinn. Mér fannst það óbærilegt að hafa ekki verið til staðar á þeim tíma. Ég kemst svo inn á Reykjalund vorið 2012 algerlega buguð. Þar tek ég ákvörðun um prestsnámið.“ Það var á þessum tíma sem Stefanía sökk í hyldýpi sársaukans. „Það er ótrúlega sorglegt að hugsa til þess núna að mér hafi liðið svona illa. Það er rosalega sorglegt. Á sama tíma á ég mun auðveldara með að skilja þessa tilfinningu og það hjálpar mér sem presti í dag. Maður sér allt svart, maður sér ekkert ljós og maður sér ekki tilgang með neinu. Ég á tvö yndisleg börn og að maður virkilega geti hugsað svo myrkar hugsanir í þeirri stöðu að vera tveggja barna móðir er mjög sorglegt. Á tímabili sá ég ekki tilganginn. Ég hef svo sannarlega kynnst myrkrinu.“Áverkarnir voru alvarlegir eins og sjá má á þessarri mynd.... heldur hafa ljós lífsins Það var á myrkasta degi Stefaníu sem hún á endanum fann ljóstýruna og tók ákvörðun um að fylgja því. Og fylgir því enn. Í ritningunni, sem hún predikar nú yfir fermingarbörnum Glerárkirkju, segir Jesú að hann sé ljós heimsins. Sá sem fylgi honum muni ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins. Það á svo sannarlega við um Stefaníu sem ákvað á þeim tíma að venda kvæði sínu í kross, hætta bústörfum á Neðri-Rauðalæk í Hörgárdal og hefja nám í guðfræði við Háskólann á Akureyri. „Ég fann fyrir nærveru Guðs þegar mér leið hvað verst og síðan þá hef ég ákveðið að tileinka honum líf mitt. Ég var svo sem trúuð áður en slysið átti sér stað. Bæði kom ég í sunnudagaskóla hingað í Glerárkirkju og ég sótti í trúna þegar dauðsföll börðu dyra í fjölskyldunni. Hins vegar þegar ég horfi til baka þá hefur líf mitt breyst gríðarlega mikið síðan fyrir slys.“ Stefanía segir það skipta máli að geta miðlað af reynslu og geta skilið líðan fólks sem gengur í gegnum sama myrkur, sömu andlegu angist, og hún þurfti að kljást við. Mikilvægt sé fyrir alla þá sem eiga við erfiðleika að stríða að muna að halda í vonina og trúna og leita að hjálpinni. „Ljósið er einmitt sterkt fyrir mér, dýrmætt og þakkarvert. Ég lít á þetta núna þannig að ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þessu. Án þess þó að maður óski neinum þess að þurfa að ganga í gegnum svona erfiðleika. Þessa reynslu get ég nýtt mér í því starfi sem ég er í núna sem þjónandi prestur. Það skiptir svo miklu máli að tapa ekki voninni. Ljósið mun alltaf sigra myrkrið. Sama hversu erfiðar stundir þú upplifir í lífinu þá hjálpar vonin og trúin okkur áfram.“Stefanía ásamt maka sínu, Hrafnhildi EyþórsdótturKomin aftur heim Stefanía er nú komin aftur heim norður og sest að í Eyjafirðinum ásamt maka sínum, Hrafnhildi Eyþórsdóttur, saman eiga þær fimm börn. Hún hefur ekki fundið fyrir höfuðverkjum í langan tíma, en þarf þó að takast á við öllu hversdagslegri hausverk sem fylgir því að vera stór fjölskylda í húsnæðisleit. Í millitíðinni býr fjölskyldan á Myrká í Hörgárdal hjá foreldrum Stefaníu. Eftir að Stefanía fór í sterasprautur og aðgerð á hálsi hefur líf hennar tekið stakkaskiptum. „Ég hef oft sagt það að ég væri til í að skipta um afmælisdag. Að afmælisdagurinn minn sé dagurinn þegar ég fór í aðgerðina. Á þeim tímapunkti fékk ég líf mitt aftur. Því má með sanni sega að ég eigi tvo afmælisdaga,“ segir Stefanía og bætir við kímin: „Ég verð tveggja ára í vor.“ Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira
Alvarlegt slys í hestaferð árið 2011 varð vendipunktur í lífi Stefaníu Steinsdóttur. Eftir langt bataferli og andlega vanlíðan fann hún nýjan tilgang og hóf guðfræðinám. Nú er hún nýr prestur í Glerárkirkju á Akureyri og getur miðlað reynslu sinni. Við Stefanía stöndum á miðju kirkjugólfi Glerárkirkju og virðum fyrir okkur litríka sólargeisla sem kastast af steindum gluggum kirkjunnar. Stefanía tekur til máls. „Lífsreynsla mín í kjölfar hestaslyss sumarið 2011 varð til þess að ég dreif mig í guðfræðina,“ segir Stefanía. „Við vorum þrettán konur saman í hestaferð. Við erum á leið úr Baugaseli [Baugasel er eyðibýli í Barkárdal inn af Hörgárdal] og erum aftur á leið til byggða þegar hestur sem ég er á hrasar og ég dett af baki. Ég fæ mikið höfuðhögg og ligg þar í nokkurn tíma. Lífið tók U-beygju þennan örlagaríka dag.“ Það tók hana dágóða stund að ranka við sér og fá máttinn aftur. Skemmdir á hjálmi Stefaníu gáfu til kynna að hún hefði fallið á hnakkann af miklu afli. Samt sem áður, af þrjósku og harðfylgi, stóð hún upp og kom sér heim. Á þessum tíma bjó hún á Neðri-Rauðalæk í Hörgárdal, sinnti bústörfum þar sem fé og hross voru meginundirstaðan og vann fullan vinnudag hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar. „Á þessum tíma viðurkenndi ég ekkert að það væri eitthvað að mér, kastaði upp fyrstu tvo sólarhringana og þegar höfuðverkurinn hætti ekki ákvað ég að láta kíkja á mig. Þá er bara tekin mynd af höfðinu á mér og ég send heim með þeim skilaboðum að ég ætti að vera góð eftir tvær vikur. Þetta væri bara heilahristingur.“Svefnleysið tók toll Dagarnir liðu og lítið breyttist. Höfuðverkurinn ágerðist og myrkrið tók yfir. Hún lá í rúminu og gat ekkert gert til að lina þjáningarnar. „Ég grenjaði bara af verkjum og svaf ekki vegna verkjanna. Síðan ákvað ég að leita mér sjálf hjálpar sem endaði á því að hálsliðirnir voru myndaðir,“ segir Stefanía. Þá kom í ljós að hálsliðir höfðu fallið saman. Tveimur mánuðum eftir slysið var hún komin í endurhæfingu á Kristnes, sem staðsett er miðja vegu milli Akureyrar og Hrafnagils. Hún lýsir því hvernig hún einangraðist smátt og smátt. „Ég gat ekki hitt vinkonurnar, sinnt vinnu, heimilislífi eða áhugamálum. Mínir nánustu áttu einnig erfitt með að heimsækja mig á þessum tíma því það sást mjög vel á mér hversu kvalin ég var. Ég svaf ekki og lá að mestu í rúminu að farast úr verkjum. Þetta var ekki góður tími,“ segir Stefanía. „Ég var á Kristnesi þar til í febrúar árið 2012 og var útskrifuð í raun þaðan án þess að vera nokkuð betri. Ég var á lyfjum á þeim tíma og var bara dofin. Sjúkraþjálfun á þeim tíma virkaði stundum og stundum ekki. Þarna fann ég að mér leið mjög illa andlega. Það var mjög erfitt að vera útskrifuð af Kristnesi með þeim orðum að það gæti tekið mig allt að fimm árum að ná styrk. Þarna var tilhugsunin erfið, að þurfa að vera svona slæm í fimm ár. Ég vissi ekkert út í hvað ég var að fara. Ég var komin á biðlista á Reykjalund en ég sá ekki hvernig ég átti að fara í gegnum lífið svona. Þegar ég slasast voru börnin mín sex ára og tíu ára. Sonur minn var að byrja í skólanum þennan veturinn. Mér fannst það óbærilegt að hafa ekki verið til staðar á þeim tíma. Ég kemst svo inn á Reykjalund vorið 2012 algerlega buguð. Þar tek ég ákvörðun um prestsnámið.“ Það var á þessum tíma sem Stefanía sökk í hyldýpi sársaukans. „Það er ótrúlega sorglegt að hugsa til þess núna að mér hafi liðið svona illa. Það er rosalega sorglegt. Á sama tíma á ég mun auðveldara með að skilja þessa tilfinningu og það hjálpar mér sem presti í dag. Maður sér allt svart, maður sér ekkert ljós og maður sér ekki tilgang með neinu. Ég á tvö yndisleg börn og að maður virkilega geti hugsað svo myrkar hugsanir í þeirri stöðu að vera tveggja barna móðir er mjög sorglegt. Á tímabili sá ég ekki tilganginn. Ég hef svo sannarlega kynnst myrkrinu.“Áverkarnir voru alvarlegir eins og sjá má á þessarri mynd.... heldur hafa ljós lífsins Það var á myrkasta degi Stefaníu sem hún á endanum fann ljóstýruna og tók ákvörðun um að fylgja því. Og fylgir því enn. Í ritningunni, sem hún predikar nú yfir fermingarbörnum Glerárkirkju, segir Jesú að hann sé ljós heimsins. Sá sem fylgi honum muni ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins. Það á svo sannarlega við um Stefaníu sem ákvað á þeim tíma að venda kvæði sínu í kross, hætta bústörfum á Neðri-Rauðalæk í Hörgárdal og hefja nám í guðfræði við Háskólann á Akureyri. „Ég fann fyrir nærveru Guðs þegar mér leið hvað verst og síðan þá hef ég ákveðið að tileinka honum líf mitt. Ég var svo sem trúuð áður en slysið átti sér stað. Bæði kom ég í sunnudagaskóla hingað í Glerárkirkju og ég sótti í trúna þegar dauðsföll börðu dyra í fjölskyldunni. Hins vegar þegar ég horfi til baka þá hefur líf mitt breyst gríðarlega mikið síðan fyrir slys.“ Stefanía segir það skipta máli að geta miðlað af reynslu og geta skilið líðan fólks sem gengur í gegnum sama myrkur, sömu andlegu angist, og hún þurfti að kljást við. Mikilvægt sé fyrir alla þá sem eiga við erfiðleika að stríða að muna að halda í vonina og trúna og leita að hjálpinni. „Ljósið er einmitt sterkt fyrir mér, dýrmætt og þakkarvert. Ég lít á þetta núna þannig að ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þessu. Án þess þó að maður óski neinum þess að þurfa að ganga í gegnum svona erfiðleika. Þessa reynslu get ég nýtt mér í því starfi sem ég er í núna sem þjónandi prestur. Það skiptir svo miklu máli að tapa ekki voninni. Ljósið mun alltaf sigra myrkrið. Sama hversu erfiðar stundir þú upplifir í lífinu þá hjálpar vonin og trúin okkur áfram.“Stefanía ásamt maka sínu, Hrafnhildi EyþórsdótturKomin aftur heim Stefanía er nú komin aftur heim norður og sest að í Eyjafirðinum ásamt maka sínum, Hrafnhildi Eyþórsdóttur, saman eiga þær fimm börn. Hún hefur ekki fundið fyrir höfuðverkjum í langan tíma, en þarf þó að takast á við öllu hversdagslegri hausverk sem fylgir því að vera stór fjölskylda í húsnæðisleit. Í millitíðinni býr fjölskyldan á Myrká í Hörgárdal hjá foreldrum Stefaníu. Eftir að Stefanía fór í sterasprautur og aðgerð á hálsi hefur líf hennar tekið stakkaskiptum. „Ég hef oft sagt það að ég væri til í að skipta um afmælisdag. Að afmælisdagurinn minn sé dagurinn þegar ég fór í aðgerðina. Á þeim tímapunkti fékk ég líf mitt aftur. Því má með sanni sega að ég eigi tvo afmælisdaga,“ segir Stefanía og bætir við kímin: „Ég verð tveggja ára í vor.“
Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira