Bý til mína eigin dansa Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. september 2017 11:15 Elnu Mattínu finnst fallegast á Íslandi við Skógafoss og veit af gullkistu á bak við hann. Vísir/Eyþór Árnason Elna Mattína Matthíasdóttir er átta ára nemandi í Hólabrekkuskóla. Henni finnst langskemmtilegast að læra stærðfræði. Hver eru helstu áhugamálin þín? Mér finnst gaman að dansa ballett og hipphopp, spila á fiðluna mína, gera hárgreiðslur og teikna og ég er mjög mikill dýravinur. Mig langar mest af öllu í hvolp. Áttu þér uppáhaldslag? Uppáhaldslögin mín eru Áhrifin með Áttunni, B.O.B.A. með JóaPé og Króla, og Ég vil það með JóaPé og Chase. En uppáhaldssöngvara eða -söngkonu? Ég held mest upp á Sonju Rut Valdin í Áttunni. Er langt síðan þú byrjaðir í ballett? Ég byrjaði í Klassíska listdansskólanum þegar ég var að verða fjögurra ára. Æfir þú þig stundum að dansa heima? Já, ég bý til mína eigin dansa sem ég sýni fjölskyldunni við klassíska balletttónlist. Einu sinni fór mamma að gráta af því henni fannst dansinn svo fallegur. Hvað er það skrítnasta sem hefur komið fyrir þig? Það skrítnasta var fyrir jólin 2015 þegar ég vaknaði um nótt og sá jólasvein teygja sig inn um gluggann minn til að setja mandarínu í skóinn. Ég þóttist vera sofandi og þorði ekki að segja neitt, því þá hefði honum getað brugðið og dottið niður úr stiganum sínum. Hvað gerðir þú skemmtilegast í sumar? Mér fannst skemmtilegast að fara á reiðnámskeið og í sumarbústað í Fnjóskadal. Þar er húsdýragarður sem heitir Dalalíf og þar mátti halda á kanínum. Hvar finnst þér fallegast á Íslandi? Hjá Skógafossi. Mér finnst fossinn svo fallegur og það er oft regnbogi í honum. Það leynist líka gullkista á bak við Skógafoss. Ef ég næði henni, sem ég get alveg, mundi ég gefa öllum fátækum gullið. Krakkar Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Sjá meira
Elna Mattína Matthíasdóttir er átta ára nemandi í Hólabrekkuskóla. Henni finnst langskemmtilegast að læra stærðfræði. Hver eru helstu áhugamálin þín? Mér finnst gaman að dansa ballett og hipphopp, spila á fiðluna mína, gera hárgreiðslur og teikna og ég er mjög mikill dýravinur. Mig langar mest af öllu í hvolp. Áttu þér uppáhaldslag? Uppáhaldslögin mín eru Áhrifin með Áttunni, B.O.B.A. með JóaPé og Króla, og Ég vil það með JóaPé og Chase. En uppáhaldssöngvara eða -söngkonu? Ég held mest upp á Sonju Rut Valdin í Áttunni. Er langt síðan þú byrjaðir í ballett? Ég byrjaði í Klassíska listdansskólanum þegar ég var að verða fjögurra ára. Æfir þú þig stundum að dansa heima? Já, ég bý til mína eigin dansa sem ég sýni fjölskyldunni við klassíska balletttónlist. Einu sinni fór mamma að gráta af því henni fannst dansinn svo fallegur. Hvað er það skrítnasta sem hefur komið fyrir þig? Það skrítnasta var fyrir jólin 2015 þegar ég vaknaði um nótt og sá jólasvein teygja sig inn um gluggann minn til að setja mandarínu í skóinn. Ég þóttist vera sofandi og þorði ekki að segja neitt, því þá hefði honum getað brugðið og dottið niður úr stiganum sínum. Hvað gerðir þú skemmtilegast í sumar? Mér fannst skemmtilegast að fara á reiðnámskeið og í sumarbústað í Fnjóskadal. Þar er húsdýragarður sem heitir Dalalíf og þar mátti halda á kanínum. Hvar finnst þér fallegast á Íslandi? Hjá Skógafossi. Mér finnst fossinn svo fallegur og það er oft regnbogi í honum. Það leynist líka gullkista á bak við Skógafoss. Ef ég næði henni, sem ég get alveg, mundi ég gefa öllum fátækum gullið.
Krakkar Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Sjá meira