Innlent

Þingflokksformenn ræða óvissuna í landsmálunum í Víglínunni

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Heimir Már Pétursson er umsjónarmaður Víglínunnar.
Heimir Már Pétursson er umsjónarmaður Víglínunnar.
Óvissan í landsmálunum verður aðalumræðuefnið í Víglínunni undir stjórn Heimis Más Péturssonar fréttamanns í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20. Gestir þáttarins að þessu sinni verða þingflokksformennirnir Birgitta Jónsdóttir, Birgir Ármannsson, Oddný G. Harðardóttir og Svandís Svavarsdóttir.Allt frá því ríkisstjórnin sprakk seint á fimmtudagskvöld fyrir viku og forseti Íslands fól ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar að sitja áfram sem starfsstjórn síðast liðinn laugardag, hafa formenn flokkanna reynt að ná samkomulagi um hvaða mál eigi að afgreiða á Alþingi fyrir þinglok. Þrátt fyrir nokkra fundi með forseta Alþingis, síðast í gær, hefur þetta ekki tekist.Formennirnir koma aftur til fundar við forseta Alþingis á mánudag sem að öllum líkindum ræður úrslitum um hvort þingi verði lokið í sátt í næstu viku eða hvort þingstörf dragist um hálfan mánuð ,jafnvel þrjár vikur. Hvað sem því líður verður kosið til Alþingis eftir fimm vikur og kannanir benda til að töluverð hreyfing sé á fylginu.Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.