Þriggja barna móður í sjálfsvígshættu vísað úr landi ásamt fjölskyldu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2017 18:30 Fjölskyldan kom hingað til lands í október 2015 og sótti um hæli og dvalarleyfi hér á landi Vísir/Anton Fimm manna fjölskyldu í erfiðri stöðu hefur verið gert að yfirgefa Íslands, yngsti meðlimur hennar er eins mánaðar gamall og þá er móðirin talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu. Þau hafa 30 daga til að yfirgefa landið. Þetta er niðurstaða Kærunefndar útlendingamála. Fjölskyldan kom hingað til lands í október 2015 og sótti um hæli og dvalarleyfi hér á landi. Í samtali við Vísi segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, að ákvörðun kærunefndar hafi komið mjög á óvart, sérstaklega í ljósi geðheilbrigðisvandamála móðirinnar. Upprunalega kom fjölskyldan hingað til lands eftir að hafa dvalið á Ítalíu. Í vottorði frá yfirlækni geðdeildar Landspítalans, kemur fram að þau hafi verið með dvalarleyfi þar þangað til að fjölskyldufaðirinn, Eric Owusu Frimpong, missti vinnuna. Ákvaðu þau að koma hingað til lands eftir að Íslendingur gaf þeim 50 evrur þar sem þau voru að betla á götum Rómarborgar, að því er kemur fram í vottorðinu.Synjun dvalarleyfis ástæða geðrænna vandamála Eftir komuna hingað til lands hafa þau að sögn Magnúsar aðlagast vel, ganga eldri börn þeirra tvö í leikskóla og skóla og eru þeir farnir að tala íslensku. Eftir ákvörðun Útlendingastofnunar um að þau þurfi að yfirgefa landið hefur þó andlegri heilsu móðirinnar, Mercy Kyeremeh, hrakað. Fyrir liggur vottorð frá sálfræðingi og geðlækni um að Mercy sé í sjálfsvígshættu. Var hún lögð inn á geðdeild 1. apríl síðastliðin og í vottorði frá yfirlækninum segi að ástæða geðvandamála hennar sé að hún og fjölskylda hennar hafi fengið synjun um hæli og dvalarleyfi hér á landi og að þau þurfi að yfirgefa landið.„Bráð krísa með depurðseinkennum, svefnleysi, óróleika og sjálfsvígshugsunum hjá 32 ára konu frá Ghana. Þessi kona hefur mjög lítið félagslegt net, er munaðarleysingi sjálf og alin upp í fátækt. Er í sjálfsvígshættu núna eins og hennar staða er,“ segir í vottorði sálfræðings.Yngsti meðlimur fjölskyldunnar er eins mánaðar gamall og er móðirin talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu.Vísir/AntonÍ samtali við Vísi segir Magnús að niðurstaða kærunefndar sé byggð á því að ástand móðirinnar nái ekki því alvarleikastigi að fallast beri á veitingu dvalarleyfis á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Magnús gagnrýnir þessa niðurstöðu harðlega og segir hana byggja á matskenndu atriði. „Í þessu máli er raunin sú að þetta stendur og fellur með matskenndu atriði. Þetta stendur og fellur með því að hvaða marki er ástand konunnar alvarlegt,“ segir Magnús og vísar þar til rökstuðnings kærunefndarinnar. „Samt sem áður ertu með vottorð sem tala um bráðasjálfsvígshættu. Kærunefndin hefði hæglega geta komist að annarri niðurstöðu og það hefði enginn getað efast um það,“ segir Magnús.Bágborin geðheilbrigðisþjónusta í Gana Líkt og áður segir hefur fjölskyldan 30 daga til þess að yfirgefa landið en Magnús segir að ekkert bíði hennar í Gana, hvorki heimili né atvinna. Þá telur Magnús afar ólíklegt að Mercy geti fengið fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu í Gana, líkt og sagt er í rökstuðningi kærunefndarinnar. Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðistofnunnar frá 2014 segir að vegna skorts á aðgengi á geðheilbrigðisþjónustu, sem einkum megi finna í höfuðborginni, leiti margir til aðila sem veiti heilbrigðisþjónustu byggða á trúarlegum grundvelli en gæði þeirrar þjónustu sé ekki trygg. „Það er útbreidd trú meðal Ganverja að þú sért bara haldinn illum öndum. Þú ferð ekkert á geðsjúkrahús, þú ferð bara á töfrastofnun, það er einhver töfralæknir sem hjálpar þér,“ segir Magnús um stöðu geðheilbrigðismála í Gana.Sjálfum sér nóg Magnús segir að fjölskyldan, sem telur Mercy, Eric, tvo stráka þeirra auk stelpunnar sem fæddist hér á landi í ágúst, hafi fest rætur hér á Íslandi og taki þátt í samfélaginu, eins og aðrir íbúar landsins. „Strákarnir eru í skóla og leikskóla. Faðirinn vinnur í Costco. Þau eru ekkert á framfæri hins opinbera heldur búa í eigin leiguhúsnæði og greiða reikninga fyrir það og aðra þjónustu. Ekki að það skipti máli en þetta fólk er síður en svo einhver baggi á samfélaginu,“ segir Magnús. Til þess að freista þess að koma í veg fyrir að fjölskyldan þurfi að yfirgefa Ísland innnan 30 daga mun Magnús leggja fram beiðni um frestun réttaráhrifa. „Þau ætla með málið fyrir dómstóla. Þetta er ekki niðurstaða sem þau sætta sig við. Við förum með þetta alla leið.“Rætt var við fjölskylduna í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá fréttina í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Sjá meira
Fimm manna fjölskyldu í erfiðri stöðu hefur verið gert að yfirgefa Íslands, yngsti meðlimur hennar er eins mánaðar gamall og þá er móðirin talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu. Þau hafa 30 daga til að yfirgefa landið. Þetta er niðurstaða Kærunefndar útlendingamála. Fjölskyldan kom hingað til lands í október 2015 og sótti um hæli og dvalarleyfi hér á landi. Í samtali við Vísi segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, að ákvörðun kærunefndar hafi komið mjög á óvart, sérstaklega í ljósi geðheilbrigðisvandamála móðirinnar. Upprunalega kom fjölskyldan hingað til lands eftir að hafa dvalið á Ítalíu. Í vottorði frá yfirlækni geðdeildar Landspítalans, kemur fram að þau hafi verið með dvalarleyfi þar þangað til að fjölskyldufaðirinn, Eric Owusu Frimpong, missti vinnuna. Ákvaðu þau að koma hingað til lands eftir að Íslendingur gaf þeim 50 evrur þar sem þau voru að betla á götum Rómarborgar, að því er kemur fram í vottorðinu.Synjun dvalarleyfis ástæða geðrænna vandamála Eftir komuna hingað til lands hafa þau að sögn Magnúsar aðlagast vel, ganga eldri börn þeirra tvö í leikskóla og skóla og eru þeir farnir að tala íslensku. Eftir ákvörðun Útlendingastofnunar um að þau þurfi að yfirgefa landið hefur þó andlegri heilsu móðirinnar, Mercy Kyeremeh, hrakað. Fyrir liggur vottorð frá sálfræðingi og geðlækni um að Mercy sé í sjálfsvígshættu. Var hún lögð inn á geðdeild 1. apríl síðastliðin og í vottorði frá yfirlækninum segi að ástæða geðvandamála hennar sé að hún og fjölskylda hennar hafi fengið synjun um hæli og dvalarleyfi hér á landi og að þau þurfi að yfirgefa landið.„Bráð krísa með depurðseinkennum, svefnleysi, óróleika og sjálfsvígshugsunum hjá 32 ára konu frá Ghana. Þessi kona hefur mjög lítið félagslegt net, er munaðarleysingi sjálf og alin upp í fátækt. Er í sjálfsvígshættu núna eins og hennar staða er,“ segir í vottorði sálfræðings.Yngsti meðlimur fjölskyldunnar er eins mánaðar gamall og er móðirin talin vera í alvarlegri sjálfsvígshættu.Vísir/AntonÍ samtali við Vísi segir Magnús að niðurstaða kærunefndar sé byggð á því að ástand móðirinnar nái ekki því alvarleikastigi að fallast beri á veitingu dvalarleyfis á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Magnús gagnrýnir þessa niðurstöðu harðlega og segir hana byggja á matskenndu atriði. „Í þessu máli er raunin sú að þetta stendur og fellur með matskenndu atriði. Þetta stendur og fellur með því að hvaða marki er ástand konunnar alvarlegt,“ segir Magnús og vísar þar til rökstuðnings kærunefndarinnar. „Samt sem áður ertu með vottorð sem tala um bráðasjálfsvígshættu. Kærunefndin hefði hæglega geta komist að annarri niðurstöðu og það hefði enginn getað efast um það,“ segir Magnús.Bágborin geðheilbrigðisþjónusta í Gana Líkt og áður segir hefur fjölskyldan 30 daga til þess að yfirgefa landið en Magnús segir að ekkert bíði hennar í Gana, hvorki heimili né atvinna. Þá telur Magnús afar ólíklegt að Mercy geti fengið fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu í Gana, líkt og sagt er í rökstuðningi kærunefndarinnar. Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðistofnunnar frá 2014 segir að vegna skorts á aðgengi á geðheilbrigðisþjónustu, sem einkum megi finna í höfuðborginni, leiti margir til aðila sem veiti heilbrigðisþjónustu byggða á trúarlegum grundvelli en gæði þeirrar þjónustu sé ekki trygg. „Það er útbreidd trú meðal Ganverja að þú sért bara haldinn illum öndum. Þú ferð ekkert á geðsjúkrahús, þú ferð bara á töfrastofnun, það er einhver töfralæknir sem hjálpar þér,“ segir Magnús um stöðu geðheilbrigðismála í Gana.Sjálfum sér nóg Magnús segir að fjölskyldan, sem telur Mercy, Eric, tvo stráka þeirra auk stelpunnar sem fæddist hér á landi í ágúst, hafi fest rætur hér á Íslandi og taki þátt í samfélaginu, eins og aðrir íbúar landsins. „Strákarnir eru í skóla og leikskóla. Faðirinn vinnur í Costco. Þau eru ekkert á framfæri hins opinbera heldur búa í eigin leiguhúsnæði og greiða reikninga fyrir það og aðra þjónustu. Ekki að það skipti máli en þetta fólk er síður en svo einhver baggi á samfélaginu,“ segir Magnús. Til þess að freista þess að koma í veg fyrir að fjölskyldan þurfi að yfirgefa Ísland innnan 30 daga mun Magnús leggja fram beiðni um frestun réttaráhrifa. „Þau ætla með málið fyrir dómstóla. Þetta er ekki niðurstaða sem þau sætta sig við. Við förum með þetta alla leið.“Rætt var við fjölskylduna í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá fréttina í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Sjá meira