Búa í garðinum hjá velviljuðu fólki Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. september 2017 20:00 Í ágúst sögðum við frá Kjartani Theódórssyni sem bjó á tjaldsvæðinu í Hafnarfirði en hann hefur ekki ráð á leiguhúsnæði. Hann hafði áhyggjur af því hvert hann færi þegar tjaldsvæðinu yrði lokað en velviljað fólk í Hafnarfirði leyfði honum og konunni hans að tjalda í garðinum sínum. Það er orðið frekar napurt úti en inni í tjaldinu er hlýtt. Hjónin hafa hitablásara í tjaldinu og sjónvarp en þau fá aðgang að rafmagni og salernisaðstöðu hjá húseigendum. „Eins og staðan er í dag þá lítur allt út fyrir að við verðum hér í vetur. Það hefur ekkert gerst í mínum málum og maður hefur reynt að fá einhverja aðstoð en það hefur ekkert breyst," segir Kjartan. Kjartan fór á götuna eftir að hann fékk hjartaáfall fyrir nokkrum mánuðum og missti tekjurnar. „Ég hef farið til læknis og hann hefur séð að heilsunni hefur hrakað. Þetta hefur tekið toll af mér - ég hef verið mjög veikur síðustu tíu daga en það er erfitt að hugsa vel um sig þegar maður er í tjaldi.“ Eina lausnin sem þeim hjónum er bent á er Gistiskýlið og Konukot. Kjartan segir það ekki lausn fyrir fjölskyldufólk en þau vilja búa barni sínu heimili. „Við eigum eina 10 ára stelpu, sem er stjúpdóttir mín og ég hef alið upp frá þriggja ára aldri. Hún er nú hjá föður sínum sem tók hana að sér. Meðal annars til að hjálpa okkur í þessari stöðu, að þurfa ekki að vera með barnið með okkur hér í tjaldi.“ Kjartan segist vera í baráttuham og fer fyrir hópi fólks sem ætlar að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Hann segir að fundað verði á næstu dögum og fólk sé reitt. „Við erum aðallega að einbeita okkur að fólkinu sem blæðir í þessu landi, það eru öryrkjar, ellilífeyrisþegar, fólk með langveik börn og fólk á götunni. Fólk með vímuefna- og áfengisvanda. Þetta er fólk sem mér finnst stjórnvöld ekki vera að skipta sér af, sem mér finnst skipta máli svo landið okkar geti verið gott með hamingjusömu fólki," segir Kjartan. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Í ágúst sögðum við frá Kjartani Theódórssyni sem bjó á tjaldsvæðinu í Hafnarfirði en hann hefur ekki ráð á leiguhúsnæði. Hann hafði áhyggjur af því hvert hann færi þegar tjaldsvæðinu yrði lokað en velviljað fólk í Hafnarfirði leyfði honum og konunni hans að tjalda í garðinum sínum. Það er orðið frekar napurt úti en inni í tjaldinu er hlýtt. Hjónin hafa hitablásara í tjaldinu og sjónvarp en þau fá aðgang að rafmagni og salernisaðstöðu hjá húseigendum. „Eins og staðan er í dag þá lítur allt út fyrir að við verðum hér í vetur. Það hefur ekkert gerst í mínum málum og maður hefur reynt að fá einhverja aðstoð en það hefur ekkert breyst," segir Kjartan. Kjartan fór á götuna eftir að hann fékk hjartaáfall fyrir nokkrum mánuðum og missti tekjurnar. „Ég hef farið til læknis og hann hefur séð að heilsunni hefur hrakað. Þetta hefur tekið toll af mér - ég hef verið mjög veikur síðustu tíu daga en það er erfitt að hugsa vel um sig þegar maður er í tjaldi.“ Eina lausnin sem þeim hjónum er bent á er Gistiskýlið og Konukot. Kjartan segir það ekki lausn fyrir fjölskyldufólk en þau vilja búa barni sínu heimili. „Við eigum eina 10 ára stelpu, sem er stjúpdóttir mín og ég hef alið upp frá þriggja ára aldri. Hún er nú hjá föður sínum sem tók hana að sér. Meðal annars til að hjálpa okkur í þessari stöðu, að þurfa ekki að vera með barnið með okkur hér í tjaldi.“ Kjartan segist vera í baráttuham og fer fyrir hópi fólks sem ætlar að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Hann segir að fundað verði á næstu dögum og fólk sé reitt. „Við erum aðallega að einbeita okkur að fólkinu sem blæðir í þessu landi, það eru öryrkjar, ellilífeyrisþegar, fólk með langveik börn og fólk á götunni. Fólk með vímuefna- og áfengisvanda. Þetta er fólk sem mér finnst stjórnvöld ekki vera að skipta sér af, sem mér finnst skipta máli svo landið okkar geti verið gott með hamingjusömu fólki," segir Kjartan.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira