Deilibíll kostar um 1.600 krónur á tímann Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. september 2017 20:30 Deilibílaþjónusta hefst í Reykjavík á mánudag undir merkjum Zipcar. Hægt verður að leigja bíl fyrir allt að 1.600 krónur á klukkustund. Fyrstu bílarnir verða við Háskólann í Reykjavík en sótt hefur verið um fleiri stæði. Bílaleigan Avis stendur á bak við deilibílaþjónustuna Zipcar. Öll þjónustan fer í gegnum app en með því er bíllinn pantaður, opnaður og lokaður. Lykillinn er geymdur í bílnum og er hann skilinn eftir í sínu stæði eftir notkun. Fyrstu tveir bílarnir verða við Háskólann í Reykjavík og verða þeir teknir í notkun á mánudag. Sótt hefur verið um fleiri stæði við Skuggasund og Tjarnargötu.Árni Sigurjónsson, verkefnastjóri hjá Avis.„Þetta er mjög góð lausn fyrir fólk sem kýs að eiga ekki sinn eigin bíl. Að geta borgað bara fyrir þá notkun á bílnum sem þau vilja," segir Árni Sigurjónsson, verkefnastjóri hjá Avis. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í síðustu viku gjaldskrá fyrir deilibílaþjónutur og fer verðið á bílastæðum eftir staðsetningu. Þau kosta allt að 580.000 þúsund krónur á ári. Samkvæmt verklagsreglum er ljóst að fleiri deilibílaþjónustur gætu sótt um stæði hjá borginni. Verkefnisstjóri Zipcar segir rannsóknir sýna að deilibílar dragi úr umferð. „Fyrir hvern svona deilibíl hverfa þrettán til sautján einkabílar af veginum. Vegna þess að fólk kýs þá frekar að nota þessa þjónustu í stað þess að kaupa og eiga sinn eigin bíl," segir Árni. Notendur þurfa að skrá sig hjá Zipcar til þess að leigja bíl en hægt er að velja mismunandi leiðir eftir notkun. Þeim sem ætla að nota þetta sjaldan þurfa að greiða 1.600 krónur á tímann auk 500 króna skráningargjalds. Reglulegir notendur greiða 1.500 krónur á tímann og jafn hátt mánaðargjald. Stórnotendur greiða 1.300 á tímann en mánaðargjaldið er nokkuð hærra, eða 2.500 krónur.Samkvæmt lauslegri könnun fréttastofu kostar sólarhringsleiga á ódýrasta bíl Avis 6.510 krónur. Leiga á Hyundai i10, sem er sami bíll og Zipcar notar, kostar tæplega 8.800 krónur. Samkvæmt því borgar sig ekki að leigja Zipcar bíl lengur en í fjórar klukkustundir þar sem ódýrasti bílaleigubílinn verður annars ódýrari. Sé miðað við sama bíl ætti ekki að leiga Zipcar bílinn lengur en í fimm klukkustundir. Hafa ber þó í huga að bensínkostnaður er innifalinn í Zipcar bílum en ekki bílaleigubílum. Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Deilibílaþjónusta hefst í Reykjavík á mánudag undir merkjum Zipcar. Hægt verður að leigja bíl fyrir allt að 1.600 krónur á klukkustund. Fyrstu bílarnir verða við Háskólann í Reykjavík en sótt hefur verið um fleiri stæði. Bílaleigan Avis stendur á bak við deilibílaþjónustuna Zipcar. Öll þjónustan fer í gegnum app en með því er bíllinn pantaður, opnaður og lokaður. Lykillinn er geymdur í bílnum og er hann skilinn eftir í sínu stæði eftir notkun. Fyrstu tveir bílarnir verða við Háskólann í Reykjavík og verða þeir teknir í notkun á mánudag. Sótt hefur verið um fleiri stæði við Skuggasund og Tjarnargötu.Árni Sigurjónsson, verkefnastjóri hjá Avis.„Þetta er mjög góð lausn fyrir fólk sem kýs að eiga ekki sinn eigin bíl. Að geta borgað bara fyrir þá notkun á bílnum sem þau vilja," segir Árni Sigurjónsson, verkefnastjóri hjá Avis. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í síðustu viku gjaldskrá fyrir deilibílaþjónutur og fer verðið á bílastæðum eftir staðsetningu. Þau kosta allt að 580.000 þúsund krónur á ári. Samkvæmt verklagsreglum er ljóst að fleiri deilibílaþjónustur gætu sótt um stæði hjá borginni. Verkefnisstjóri Zipcar segir rannsóknir sýna að deilibílar dragi úr umferð. „Fyrir hvern svona deilibíl hverfa þrettán til sautján einkabílar af veginum. Vegna þess að fólk kýs þá frekar að nota þessa þjónustu í stað þess að kaupa og eiga sinn eigin bíl," segir Árni. Notendur þurfa að skrá sig hjá Zipcar til þess að leigja bíl en hægt er að velja mismunandi leiðir eftir notkun. Þeim sem ætla að nota þetta sjaldan þurfa að greiða 1.600 krónur á tímann auk 500 króna skráningargjalds. Reglulegir notendur greiða 1.500 krónur á tímann og jafn hátt mánaðargjald. Stórnotendur greiða 1.300 á tímann en mánaðargjaldið er nokkuð hærra, eða 2.500 krónur.Samkvæmt lauslegri könnun fréttastofu kostar sólarhringsleiga á ódýrasta bíl Avis 6.510 krónur. Leiga á Hyundai i10, sem er sami bíll og Zipcar notar, kostar tæplega 8.800 krónur. Samkvæmt því borgar sig ekki að leigja Zipcar bíl lengur en í fjórar klukkustundir þar sem ódýrasti bílaleigubílinn verður annars ódýrari. Sé miðað við sama bíl ætti ekki að leiga Zipcar bílinn lengur en í fimm klukkustundir. Hafa ber þó í huga að bensínkostnaður er innifalinn í Zipcar bílum en ekki bílaleigubílum.
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira