Deilibíll kostar um 1.600 krónur á tímann Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. september 2017 20:30 Deilibílaþjónusta hefst í Reykjavík á mánudag undir merkjum Zipcar. Hægt verður að leigja bíl fyrir allt að 1.600 krónur á klukkustund. Fyrstu bílarnir verða við Háskólann í Reykjavík en sótt hefur verið um fleiri stæði. Bílaleigan Avis stendur á bak við deilibílaþjónustuna Zipcar. Öll þjónustan fer í gegnum app en með því er bíllinn pantaður, opnaður og lokaður. Lykillinn er geymdur í bílnum og er hann skilinn eftir í sínu stæði eftir notkun. Fyrstu tveir bílarnir verða við Háskólann í Reykjavík og verða þeir teknir í notkun á mánudag. Sótt hefur verið um fleiri stæði við Skuggasund og Tjarnargötu.Árni Sigurjónsson, verkefnastjóri hjá Avis.„Þetta er mjög góð lausn fyrir fólk sem kýs að eiga ekki sinn eigin bíl. Að geta borgað bara fyrir þá notkun á bílnum sem þau vilja," segir Árni Sigurjónsson, verkefnastjóri hjá Avis. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í síðustu viku gjaldskrá fyrir deilibílaþjónutur og fer verðið á bílastæðum eftir staðsetningu. Þau kosta allt að 580.000 þúsund krónur á ári. Samkvæmt verklagsreglum er ljóst að fleiri deilibílaþjónustur gætu sótt um stæði hjá borginni. Verkefnisstjóri Zipcar segir rannsóknir sýna að deilibílar dragi úr umferð. „Fyrir hvern svona deilibíl hverfa þrettán til sautján einkabílar af veginum. Vegna þess að fólk kýs þá frekar að nota þessa þjónustu í stað þess að kaupa og eiga sinn eigin bíl," segir Árni. Notendur þurfa að skrá sig hjá Zipcar til þess að leigja bíl en hægt er að velja mismunandi leiðir eftir notkun. Þeim sem ætla að nota þetta sjaldan þurfa að greiða 1.600 krónur á tímann auk 500 króna skráningargjalds. Reglulegir notendur greiða 1.500 krónur á tímann og jafn hátt mánaðargjald. Stórnotendur greiða 1.300 á tímann en mánaðargjaldið er nokkuð hærra, eða 2.500 krónur.Samkvæmt lauslegri könnun fréttastofu kostar sólarhringsleiga á ódýrasta bíl Avis 6.510 krónur. Leiga á Hyundai i10, sem er sami bíll og Zipcar notar, kostar tæplega 8.800 krónur. Samkvæmt því borgar sig ekki að leigja Zipcar bíl lengur en í fjórar klukkustundir þar sem ódýrasti bílaleigubílinn verður annars ódýrari. Sé miðað við sama bíl ætti ekki að leiga Zipcar bílinn lengur en í fimm klukkustundir. Hafa ber þó í huga að bensínkostnaður er innifalinn í Zipcar bílum en ekki bílaleigubílum. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Deilibílaþjónusta hefst í Reykjavík á mánudag undir merkjum Zipcar. Hægt verður að leigja bíl fyrir allt að 1.600 krónur á klukkustund. Fyrstu bílarnir verða við Háskólann í Reykjavík en sótt hefur verið um fleiri stæði. Bílaleigan Avis stendur á bak við deilibílaþjónustuna Zipcar. Öll þjónustan fer í gegnum app en með því er bíllinn pantaður, opnaður og lokaður. Lykillinn er geymdur í bílnum og er hann skilinn eftir í sínu stæði eftir notkun. Fyrstu tveir bílarnir verða við Háskólann í Reykjavík og verða þeir teknir í notkun á mánudag. Sótt hefur verið um fleiri stæði við Skuggasund og Tjarnargötu.Árni Sigurjónsson, verkefnastjóri hjá Avis.„Þetta er mjög góð lausn fyrir fólk sem kýs að eiga ekki sinn eigin bíl. Að geta borgað bara fyrir þá notkun á bílnum sem þau vilja," segir Árni Sigurjónsson, verkefnastjóri hjá Avis. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í síðustu viku gjaldskrá fyrir deilibílaþjónutur og fer verðið á bílastæðum eftir staðsetningu. Þau kosta allt að 580.000 þúsund krónur á ári. Samkvæmt verklagsreglum er ljóst að fleiri deilibílaþjónustur gætu sótt um stæði hjá borginni. Verkefnisstjóri Zipcar segir rannsóknir sýna að deilibílar dragi úr umferð. „Fyrir hvern svona deilibíl hverfa þrettán til sautján einkabílar af veginum. Vegna þess að fólk kýs þá frekar að nota þessa þjónustu í stað þess að kaupa og eiga sinn eigin bíl," segir Árni. Notendur þurfa að skrá sig hjá Zipcar til þess að leigja bíl en hægt er að velja mismunandi leiðir eftir notkun. Þeim sem ætla að nota þetta sjaldan þurfa að greiða 1.600 krónur á tímann auk 500 króna skráningargjalds. Reglulegir notendur greiða 1.500 krónur á tímann og jafn hátt mánaðargjald. Stórnotendur greiða 1.300 á tímann en mánaðargjaldið er nokkuð hærra, eða 2.500 krónur.Samkvæmt lauslegri könnun fréttastofu kostar sólarhringsleiga á ódýrasta bíl Avis 6.510 krónur. Leiga á Hyundai i10, sem er sami bíll og Zipcar notar, kostar tæplega 8.800 krónur. Samkvæmt því borgar sig ekki að leigja Zipcar bíl lengur en í fjórar klukkustundir þar sem ódýrasti bílaleigubílinn verður annars ódýrari. Sé miðað við sama bíl ætti ekki að leiga Zipcar bílinn lengur en í fimm klukkustundir. Hafa ber þó í huga að bensínkostnaður er innifalinn í Zipcar bílum en ekki bílaleigubílum.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira