Stefnir í óefni hjá leikskólum borgarinnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. september 2017 22:37 Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag að setja á laggirnar tvö teymi til að bregðast við manneklu í leikskólum og frístundaheimilum borgarinnar.Leikskólastjóri segir stöðuna verulega slæma og að það verði að bregðast fljótt við svo að starfsfólk gefist ekki upp. Að undanförnu hafa verið sagðar fréttir af mikilli manneklu í leikskólum borgarinnar. Eins og staðan er í dag er enn óráðið í 96 stöðugildi. Þá er staðan einnig mjög slæm á frístundaheimilum borgarinnar en þar vantar 173 starfsmenn í tæplega 89 stöðugildi. Á fundi sínum í dag samþykkti skóla- og frístundaráð að setja á laggirnar tvö teymi til að bregðast við manneklunni. Hlutverk þeirra verður að móta tillögur um aðgerðir til að bæta stöðuna í ráðningarmálum og styrkja vinnuumhverfi starfsfólks leikskóla- og frístundar. Valborg Hlín Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri í leikskólanum Langholti í Laugardal, segir að staðan á leikskólum borgarinnar sé mjög slæm enda aðeins 23 leikskólar af 64 fullmannaðir. „Það vantar 100 stöður hjá borginni í dag í leikskólana og að ætla að reka þá á því er ekki hægt. Það bara segir sig sjálft. Deildir eru ekki opnaðar og þeir sem eru að hlaupa hraðar þeir gefast upp,” segir Valborg. Eins og staðan er í dag stendur Valborg frammi fyrir miklum vanda, þrátt fyrir að vera með grunnmönnun á leikskólanum. Opnunartími leikskólanna er svo langur. Börn geta fengið allt upp í níu og hálfan klukkutíma á dag í vistun en við erum bara í átta tíma vinnu. Þannig að við þurfum að manna þetta á þessum grunnstöðugildum sem við erum með og það reynist okkur mjög erfitt,“ segir Valborg og bætir við að laun séu lág á sama tíma og það er mikið álag á starfsmönnum. Valborg segir að það sé ógerlegt fyrir hana að finna menntaðan leikskólakennara á leikskólann en eins staðan er í dag vantar 60 leikskólakennar í borginni. „Leikskólakennarar eru ekki til. Ég hef nú stundum sagt svona í gríni að við séum eins og risaeðlurnar, við erum að deyja út. Það eru leikskólar sem eru jafnvel bara með leikskólastjóra, sem leikskólakennara. Eða leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra sem eru leikskólakennarar en aðrir eru ekki með leikskólakennaramenntun í húsinu. Við gerum ótrúlegar kröfur á það fólk að sinna menntun yngstu barnanna okkar.“ Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag að setja á laggirnar tvö teymi til að bregðast við manneklu í leikskólum og frístundaheimilum borgarinnar.Leikskólastjóri segir stöðuna verulega slæma og að það verði að bregðast fljótt við svo að starfsfólk gefist ekki upp. Að undanförnu hafa verið sagðar fréttir af mikilli manneklu í leikskólum borgarinnar. Eins og staðan er í dag er enn óráðið í 96 stöðugildi. Þá er staðan einnig mjög slæm á frístundaheimilum borgarinnar en þar vantar 173 starfsmenn í tæplega 89 stöðugildi. Á fundi sínum í dag samþykkti skóla- og frístundaráð að setja á laggirnar tvö teymi til að bregðast við manneklunni. Hlutverk þeirra verður að móta tillögur um aðgerðir til að bæta stöðuna í ráðningarmálum og styrkja vinnuumhverfi starfsfólks leikskóla- og frístundar. Valborg Hlín Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri í leikskólanum Langholti í Laugardal, segir að staðan á leikskólum borgarinnar sé mjög slæm enda aðeins 23 leikskólar af 64 fullmannaðir. „Það vantar 100 stöður hjá borginni í dag í leikskólana og að ætla að reka þá á því er ekki hægt. Það bara segir sig sjálft. Deildir eru ekki opnaðar og þeir sem eru að hlaupa hraðar þeir gefast upp,” segir Valborg. Eins og staðan er í dag stendur Valborg frammi fyrir miklum vanda, þrátt fyrir að vera með grunnmönnun á leikskólanum. Opnunartími leikskólanna er svo langur. Börn geta fengið allt upp í níu og hálfan klukkutíma á dag í vistun en við erum bara í átta tíma vinnu. Þannig að við þurfum að manna þetta á þessum grunnstöðugildum sem við erum með og það reynist okkur mjög erfitt,“ segir Valborg og bætir við að laun séu lág á sama tíma og það er mikið álag á starfsmönnum. Valborg segir að það sé ógerlegt fyrir hana að finna menntaðan leikskólakennara á leikskólann en eins staðan er í dag vantar 60 leikskólakennar í borginni. „Leikskólakennarar eru ekki til. Ég hef nú stundum sagt svona í gríni að við séum eins og risaeðlurnar, við erum að deyja út. Það eru leikskólar sem eru jafnvel bara með leikskólastjóra, sem leikskólakennara. Eða leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra sem eru leikskólakennarar en aðrir eru ekki með leikskólakennaramenntun í húsinu. Við gerum ótrúlegar kröfur á það fólk að sinna menntun yngstu barnanna okkar.“
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira