„Þú myrtir þessa stelpu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2017 12:52 Grímur Grímsson mætir í Héraðsdóm Reykjaness í morgun. Vísir/Vilhelm Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sá sem stýrði rannsókninni í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen, kom fyrir Héraðsdóm Reykjaness í dag við aðalmeðferð málsins. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson, óskaði eftir því að Grímur kæmi fyrir dóminn. Hann spurði fyrst út í myndbandsupptökur af rauðri Kia Rio-bifreið sem Thomas var með á leigu nóttina sem Birna hvarf en mikið magn blóðs úr Birnu fannst í bílnum við rannsókn lögreglu. Spurði verjandinn hvort að allt hafi verið reynt af lögreglu til að fá betur fram skýrleika myndbanda sem sýna bílinn á Hafnarfjarðarhöfn og við golfskálann í Garðabæ laugardagsmorguninn 14. janúar. Sagði Grímur svo hafa verið og að lögreglan hefði verið sátt við skýrleika myndbandanna.Kvartaði hvernig talað var við hann Þá spurði Páll hvort að Grímur kannaðist við það að Thomas hefði kvartað yfir meðferðinni á sér. Kvaðst Grímur kannast við að hann hefði kvartað við einn af lögreglumönnunum sem komu að rannsókn málsins. Aðspurður hvort hann vissi yfir hverju Thomas hefði kvartað sagði Grímur: „Hann kvartaði ekki yfir meðferðinni heldur því hvernig talað var við hann.“ Páll spurði svo hvort að ákærði í málinu hafi mátt gera ráð fyrir því allan tímann að það væri til rannsakað til sýknu eða sektar. Svaraði Grímur því játandi. Páll vísaði þá í skýrslutöku yfir Thomasi þar sem lögreglumaður sagði eftirfarandi við hann: „Þú myrtir þessa stelpu og þú keyrðir með hana eitthvað og skildir líkið eftir.“ Var Grímur spurður hvort að þetta rímaði við hlutlægnisskyldu lögreglunnar. Svaraði hann því til að verjandinn yrði að spyrja þann sem spurði spurningarinnar. Spurði Páll þá hvort það væru hefðbundnar starfsaðferðir lögreglu að segja svona við yfirheyrslu. Sagðist Grímur ekki telja að svo væri. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sá sem stýrði rannsókninni í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen, kom fyrir Héraðsdóm Reykjaness í dag við aðalmeðferð málsins. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson, óskaði eftir því að Grímur kæmi fyrir dóminn. Hann spurði fyrst út í myndbandsupptökur af rauðri Kia Rio-bifreið sem Thomas var með á leigu nóttina sem Birna hvarf en mikið magn blóðs úr Birnu fannst í bílnum við rannsókn lögreglu. Spurði verjandinn hvort að allt hafi verið reynt af lögreglu til að fá betur fram skýrleika myndbanda sem sýna bílinn á Hafnarfjarðarhöfn og við golfskálann í Garðabæ laugardagsmorguninn 14. janúar. Sagði Grímur svo hafa verið og að lögreglan hefði verið sátt við skýrleika myndbandanna.Kvartaði hvernig talað var við hann Þá spurði Páll hvort að Grímur kannaðist við það að Thomas hefði kvartað yfir meðferðinni á sér. Kvaðst Grímur kannast við að hann hefði kvartað við einn af lögreglumönnunum sem komu að rannsókn málsins. Aðspurður hvort hann vissi yfir hverju Thomas hefði kvartað sagði Grímur: „Hann kvartaði ekki yfir meðferðinni heldur því hvernig talað var við hann.“ Páll spurði svo hvort að ákærði í málinu hafi mátt gera ráð fyrir því allan tímann að það væri til rannsakað til sýknu eða sektar. Svaraði Grímur því játandi. Páll vísaði þá í skýrslutöku yfir Thomasi þar sem lögreglumaður sagði eftirfarandi við hann: „Þú myrtir þessa stelpu og þú keyrðir með hana eitthvað og skildir líkið eftir.“ Var Grímur spurður hvort að þetta rímaði við hlutlægnisskyldu lögreglunnar. Svaraði hann því til að verjandinn yrði að spyrja þann sem spurði spurningarinnar. Spurði Páll þá hvort það væru hefðbundnar starfsaðferðir lögreglu að segja svona við yfirheyrslu. Sagðist Grímur ekki telja að svo væri.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira