Björn Borg segir Sverri mega vera stoltan af frammistöðunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. september 2017 06:41 Sverrir Guðnason og Björn Borg hittust í fyrsta sinn í gærkvöldi. Nöjesbladet Það var ekki fyrr en við frumsýningu kvikmyndarinnar Borg, þar sem Sverrir Guðnason fer með hlutverk tennisgoðsagnarinnar Björn Borg, sem þeir tveir hittust í fyrsta sinn. Kvikmyndin var frumsýnd í Stokkhólmi í gærkvöldi en hún verður tekin til sýninga í 150 löndum á næstu vikum og mánuðum. Aðalleikarinn Sverrir var miðpunktur athyglinnar á rauða dreglinum og var hann spurður spjörunum úr af fjölmiðlamönnum sem hópast höfðu að kvikmyndahúsinu Sergel í sænsku höfuðborginni. Sverrir sagðist fyrir sýningu myndarinnar vera stressaður og fullur eftirvæntingar enda væri mikið undir. Hann hafi helgað sig hlutverkinu síðastliðið eitt og hálft ár og fært miklar fórnir. Að baki væru gríðarlegar tennisæfingar og strangt mataræði þar sem hann lét hvorki sykur né glúten inn fyrir sínar varir. „Ég hef undirbúið mig af kappi og borðað rétt en andlegi þátturinn er samt mikilvægastur,“ sagði Sverrir í samtali við Nöjesbladed fyrir sýningu myndarinnar í gærkvöldi.Hér að neðan má sjá stiklu úr kvikmyndinni.Dúndrandi lófatak Eftir myndina var Sverrir ólíkt afslappaðari og brosti hann allan hringinn. „Það var gaman að sjá myndina með svona marga áhorfendur viðstadda. Ég er mjög hamingjusamur. Það voru standandi fagnaðarlæti. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Sverrir í samtali við fjölmiðlamenn. Það var við frumsýningu myndarinnar sem hann hitti fyrirmyndina, Björn Borg, í fyrsta skipti. Sverrir segir hann vera dásamlegan. „Við töluðum örlítið, hann var mjög kátur og sagði að ég mætti vera stoltur. Þá bætti ég við að hann gæti sjálfur verið stoltur, því sonur hann er frábær í myndinni,“ en hann leikur Björn Borg á unglingsárunum. Sverrir ætlar sér að halda áfram að spila tennis en fyrst þurfti hann að læra á trompet fyrir næsta hlutverk.Ekki auðvelt að leika migSjálfur sagðist Björn Borg viljað hafa koma meira að gerð myndarinnar en að öðru leiti væri hann mjög hamingjusamur með útkomuna. „Það getur ekki verið auðvelt að leika mig,“ sagði tenniskappinn við frumsýninguna í gær. Tengdar fréttir Sjáðu Sverri Guðna í fyrstu stiklunni úr myndinni um Björn Borg Myndarinnar er beðið með mikilli eftirvæntingu en hún verður frumsýnd í september næstkomandi. 18. maí 2017 10:32 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
Það var ekki fyrr en við frumsýningu kvikmyndarinnar Borg, þar sem Sverrir Guðnason fer með hlutverk tennisgoðsagnarinnar Björn Borg, sem þeir tveir hittust í fyrsta sinn. Kvikmyndin var frumsýnd í Stokkhólmi í gærkvöldi en hún verður tekin til sýninga í 150 löndum á næstu vikum og mánuðum. Aðalleikarinn Sverrir var miðpunktur athyglinnar á rauða dreglinum og var hann spurður spjörunum úr af fjölmiðlamönnum sem hópast höfðu að kvikmyndahúsinu Sergel í sænsku höfuðborginni. Sverrir sagðist fyrir sýningu myndarinnar vera stressaður og fullur eftirvæntingar enda væri mikið undir. Hann hafi helgað sig hlutverkinu síðastliðið eitt og hálft ár og fært miklar fórnir. Að baki væru gríðarlegar tennisæfingar og strangt mataræði þar sem hann lét hvorki sykur né glúten inn fyrir sínar varir. „Ég hef undirbúið mig af kappi og borðað rétt en andlegi þátturinn er samt mikilvægastur,“ sagði Sverrir í samtali við Nöjesbladed fyrir sýningu myndarinnar í gærkvöldi.Hér að neðan má sjá stiklu úr kvikmyndinni.Dúndrandi lófatak Eftir myndina var Sverrir ólíkt afslappaðari og brosti hann allan hringinn. „Það var gaman að sjá myndina með svona marga áhorfendur viðstadda. Ég er mjög hamingjusamur. Það voru standandi fagnaðarlæti. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Sverrir í samtali við fjölmiðlamenn. Það var við frumsýningu myndarinnar sem hann hitti fyrirmyndina, Björn Borg, í fyrsta skipti. Sverrir segir hann vera dásamlegan. „Við töluðum örlítið, hann var mjög kátur og sagði að ég mætti vera stoltur. Þá bætti ég við að hann gæti sjálfur verið stoltur, því sonur hann er frábær í myndinni,“ en hann leikur Björn Borg á unglingsárunum. Sverrir ætlar sér að halda áfram að spila tennis en fyrst þurfti hann að læra á trompet fyrir næsta hlutverk.Ekki auðvelt að leika migSjálfur sagðist Björn Borg viljað hafa koma meira að gerð myndarinnar en að öðru leiti væri hann mjög hamingjusamur með útkomuna. „Það getur ekki verið auðvelt að leika mig,“ sagði tenniskappinn við frumsýninguna í gær.
Tengdar fréttir Sjáðu Sverri Guðna í fyrstu stiklunni úr myndinni um Björn Borg Myndarinnar er beðið með mikilli eftirvæntingu en hún verður frumsýnd í september næstkomandi. 18. maí 2017 10:32 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
Sjáðu Sverri Guðna í fyrstu stiklunni úr myndinni um Björn Borg Myndarinnar er beðið með mikilli eftirvæntingu en hún verður frumsýnd í september næstkomandi. 18. maí 2017 10:32