Meiri áhersla á starfsumhverfi en prósentur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. september 2017 20:00 Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. Vísir/Eyþór Fjármálaráðherra segir mikilvægt að varðveita kaupmáttaraukningu liðinna ára. Í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríksins verður áhersla því lögð á að bæta vinnuumhverfi og önnur atriði sem ekki snúa beint að launaliðnum. Fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í dag áherslur og skipulag ríkisins í kjaraviðræðum við stéttarfélög starfsmanna ríkisins. Þann 31. ágúst renna út ákvarðanir gerðadóms er snerta ríkið og 17 stéttafélög BHM. Viðræður við félögin eru þegar hafnar og gengur hvert þeirra sérstaklega til samninga við ríkið. „Það þýðir að hvert félag getur lagt áherslu á sínar starfskröfur; sem snúa þá kannski að menntun, starfstilhögun og starfsumhverfi og það er einmitt það sem við viljum leggja mesta áherslu á núna og við munum mæta því af lipurð," segir Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra. Forrystumenn í verkalýðshreyfingunni hafa undanfarið talað um að nýlegir úrskurðir kjararáðs um tugprósentahækkanir hafi stefnt komandi kjaraviðræðum í uppnám. Forsendur fyrir hóflegum launahækkunum séu brostnar. Fjármálaráðherra segir ekki hægt að breyta því liðna en bendir á að lögum um kjararáð hafi verið breytt og að færri stéttir heyri nú undir ráðið. „Ég get alveg sagt það að ég hef ekki verið ánægður með það þegar kjararáð er að úrskurða til dæmis langt aftur í tímann. Af hverju í ósköpunum úrskurðuðu þeir ekki hraðar og oftar en þeir hafa gert. En ég stjórna því ekki. En við erum búin að mynda þarna nýja umgjörð og slys af þessu tagi eiga ekki að endurtaka sig," segir Benedikt. Hann segir mikilvægt að varðveita kaupmáttaraukningu liðinna ára. „Ég held að það sé öllum alveg ljóst að það sem skiptir máli er ekki hversu margar krónur koma í umslagið. Heldur hversu mikið er hægt að kaupa fyrir krónurnar sem koma í umslagið," segir Benedikt. Vildi hann ekki gefa upp hvers konar hækkanir væru líklegar þar sem endurskoðun á starfsumhverfinu verður stór hluti viðræðanna. „Við erum ekki bara að tala um prósenturnar heldur líka starfsumhverfið og starfshættina almennt. Þannig ég ætla ekki að fara nefna neina ákveðna tölu hérna núna," segir Benedikt. Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Fjármálaráðherra segir mikilvægt að varðveita kaupmáttaraukningu liðinna ára. Í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríksins verður áhersla því lögð á að bæta vinnuumhverfi og önnur atriði sem ekki snúa beint að launaliðnum. Fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í dag áherslur og skipulag ríkisins í kjaraviðræðum við stéttarfélög starfsmanna ríkisins. Þann 31. ágúst renna út ákvarðanir gerðadóms er snerta ríkið og 17 stéttafélög BHM. Viðræður við félögin eru þegar hafnar og gengur hvert þeirra sérstaklega til samninga við ríkið. „Það þýðir að hvert félag getur lagt áherslu á sínar starfskröfur; sem snúa þá kannski að menntun, starfstilhögun og starfsumhverfi og það er einmitt það sem við viljum leggja mesta áherslu á núna og við munum mæta því af lipurð," segir Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra. Forrystumenn í verkalýðshreyfingunni hafa undanfarið talað um að nýlegir úrskurðir kjararáðs um tugprósentahækkanir hafi stefnt komandi kjaraviðræðum í uppnám. Forsendur fyrir hóflegum launahækkunum séu brostnar. Fjármálaráðherra segir ekki hægt að breyta því liðna en bendir á að lögum um kjararáð hafi verið breytt og að færri stéttir heyri nú undir ráðið. „Ég get alveg sagt það að ég hef ekki verið ánægður með það þegar kjararáð er að úrskurða til dæmis langt aftur í tímann. Af hverju í ósköpunum úrskurðuðu þeir ekki hraðar og oftar en þeir hafa gert. En ég stjórna því ekki. En við erum búin að mynda þarna nýja umgjörð og slys af þessu tagi eiga ekki að endurtaka sig," segir Benedikt. Hann segir mikilvægt að varðveita kaupmáttaraukningu liðinna ára. „Ég held að það sé öllum alveg ljóst að það sem skiptir máli er ekki hversu margar krónur koma í umslagið. Heldur hversu mikið er hægt að kaupa fyrir krónurnar sem koma í umslagið," segir Benedikt. Vildi hann ekki gefa upp hvers konar hækkanir væru líklegar þar sem endurskoðun á starfsumhverfinu verður stór hluti viðræðanna. „Við erum ekki bara að tala um prósenturnar heldur líka starfsumhverfið og starfshættina almennt. Þannig ég ætla ekki að fara nefna neina ákveðna tölu hérna núna," segir Benedikt.
Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira