Meiri áhersla á starfsumhverfi en prósentur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. september 2017 20:00 Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. Vísir/Eyþór Fjármálaráðherra segir mikilvægt að varðveita kaupmáttaraukningu liðinna ára. Í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríksins verður áhersla því lögð á að bæta vinnuumhverfi og önnur atriði sem ekki snúa beint að launaliðnum. Fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í dag áherslur og skipulag ríkisins í kjaraviðræðum við stéttarfélög starfsmanna ríkisins. Þann 31. ágúst renna út ákvarðanir gerðadóms er snerta ríkið og 17 stéttafélög BHM. Viðræður við félögin eru þegar hafnar og gengur hvert þeirra sérstaklega til samninga við ríkið. „Það þýðir að hvert félag getur lagt áherslu á sínar starfskröfur; sem snúa þá kannski að menntun, starfstilhögun og starfsumhverfi og það er einmitt það sem við viljum leggja mesta áherslu á núna og við munum mæta því af lipurð," segir Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra. Forrystumenn í verkalýðshreyfingunni hafa undanfarið talað um að nýlegir úrskurðir kjararáðs um tugprósentahækkanir hafi stefnt komandi kjaraviðræðum í uppnám. Forsendur fyrir hóflegum launahækkunum séu brostnar. Fjármálaráðherra segir ekki hægt að breyta því liðna en bendir á að lögum um kjararáð hafi verið breytt og að færri stéttir heyri nú undir ráðið. „Ég get alveg sagt það að ég hef ekki verið ánægður með það þegar kjararáð er að úrskurða til dæmis langt aftur í tímann. Af hverju í ósköpunum úrskurðuðu þeir ekki hraðar og oftar en þeir hafa gert. En ég stjórna því ekki. En við erum búin að mynda þarna nýja umgjörð og slys af þessu tagi eiga ekki að endurtaka sig," segir Benedikt. Hann segir mikilvægt að varðveita kaupmáttaraukningu liðinna ára. „Ég held að það sé öllum alveg ljóst að það sem skiptir máli er ekki hversu margar krónur koma í umslagið. Heldur hversu mikið er hægt að kaupa fyrir krónurnar sem koma í umslagið," segir Benedikt. Vildi hann ekki gefa upp hvers konar hækkanir væru líklegar þar sem endurskoðun á starfsumhverfinu verður stór hluti viðræðanna. „Við erum ekki bara að tala um prósenturnar heldur líka starfsumhverfið og starfshættina almennt. Þannig ég ætla ekki að fara nefna neina ákveðna tölu hérna núna," segir Benedikt. Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Fjármálaráðherra segir mikilvægt að varðveita kaupmáttaraukningu liðinna ára. Í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríksins verður áhersla því lögð á að bæta vinnuumhverfi og önnur atriði sem ekki snúa beint að launaliðnum. Fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í dag áherslur og skipulag ríkisins í kjaraviðræðum við stéttarfélög starfsmanna ríkisins. Þann 31. ágúst renna út ákvarðanir gerðadóms er snerta ríkið og 17 stéttafélög BHM. Viðræður við félögin eru þegar hafnar og gengur hvert þeirra sérstaklega til samninga við ríkið. „Það þýðir að hvert félag getur lagt áherslu á sínar starfskröfur; sem snúa þá kannski að menntun, starfstilhögun og starfsumhverfi og það er einmitt það sem við viljum leggja mesta áherslu á núna og við munum mæta því af lipurð," segir Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra. Forrystumenn í verkalýðshreyfingunni hafa undanfarið talað um að nýlegir úrskurðir kjararáðs um tugprósentahækkanir hafi stefnt komandi kjaraviðræðum í uppnám. Forsendur fyrir hóflegum launahækkunum séu brostnar. Fjármálaráðherra segir ekki hægt að breyta því liðna en bendir á að lögum um kjararáð hafi verið breytt og að færri stéttir heyri nú undir ráðið. „Ég get alveg sagt það að ég hef ekki verið ánægður með það þegar kjararáð er að úrskurða til dæmis langt aftur í tímann. Af hverju í ósköpunum úrskurðuðu þeir ekki hraðar og oftar en þeir hafa gert. En ég stjórna því ekki. En við erum búin að mynda þarna nýja umgjörð og slys af þessu tagi eiga ekki að endurtaka sig," segir Benedikt. Hann segir mikilvægt að varðveita kaupmáttaraukningu liðinna ára. „Ég held að það sé öllum alveg ljóst að það sem skiptir máli er ekki hversu margar krónur koma í umslagið. Heldur hversu mikið er hægt að kaupa fyrir krónurnar sem koma í umslagið," segir Benedikt. Vildi hann ekki gefa upp hvers konar hækkanir væru líklegar þar sem endurskoðun á starfsumhverfinu verður stór hluti viðræðanna. „Við erum ekki bara að tala um prósenturnar heldur líka starfsumhverfið og starfshættina almennt. Þannig ég ætla ekki að fara nefna neina ákveðna tölu hérna núna," segir Benedikt.
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira