Meiri áhersla á starfsumhverfi en prósentur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. september 2017 20:00 Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. Vísir/Eyþór Fjármálaráðherra segir mikilvægt að varðveita kaupmáttaraukningu liðinna ára. Í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríksins verður áhersla því lögð á að bæta vinnuumhverfi og önnur atriði sem ekki snúa beint að launaliðnum. Fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í dag áherslur og skipulag ríkisins í kjaraviðræðum við stéttarfélög starfsmanna ríkisins. Þann 31. ágúst renna út ákvarðanir gerðadóms er snerta ríkið og 17 stéttafélög BHM. Viðræður við félögin eru þegar hafnar og gengur hvert þeirra sérstaklega til samninga við ríkið. „Það þýðir að hvert félag getur lagt áherslu á sínar starfskröfur; sem snúa þá kannski að menntun, starfstilhögun og starfsumhverfi og það er einmitt það sem við viljum leggja mesta áherslu á núna og við munum mæta því af lipurð," segir Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra. Forrystumenn í verkalýðshreyfingunni hafa undanfarið talað um að nýlegir úrskurðir kjararáðs um tugprósentahækkanir hafi stefnt komandi kjaraviðræðum í uppnám. Forsendur fyrir hóflegum launahækkunum séu brostnar. Fjármálaráðherra segir ekki hægt að breyta því liðna en bendir á að lögum um kjararáð hafi verið breytt og að færri stéttir heyri nú undir ráðið. „Ég get alveg sagt það að ég hef ekki verið ánægður með það þegar kjararáð er að úrskurða til dæmis langt aftur í tímann. Af hverju í ósköpunum úrskurðuðu þeir ekki hraðar og oftar en þeir hafa gert. En ég stjórna því ekki. En við erum búin að mynda þarna nýja umgjörð og slys af þessu tagi eiga ekki að endurtaka sig," segir Benedikt. Hann segir mikilvægt að varðveita kaupmáttaraukningu liðinna ára. „Ég held að það sé öllum alveg ljóst að það sem skiptir máli er ekki hversu margar krónur koma í umslagið. Heldur hversu mikið er hægt að kaupa fyrir krónurnar sem koma í umslagið," segir Benedikt. Vildi hann ekki gefa upp hvers konar hækkanir væru líklegar þar sem endurskoðun á starfsumhverfinu verður stór hluti viðræðanna. „Við erum ekki bara að tala um prósenturnar heldur líka starfsumhverfið og starfshættina almennt. Þannig ég ætla ekki að fara nefna neina ákveðna tölu hérna núna," segir Benedikt. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira
Fjármálaráðherra segir mikilvægt að varðveita kaupmáttaraukningu liðinna ára. Í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríksins verður áhersla því lögð á að bæta vinnuumhverfi og önnur atriði sem ekki snúa beint að launaliðnum. Fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í dag áherslur og skipulag ríkisins í kjaraviðræðum við stéttarfélög starfsmanna ríkisins. Þann 31. ágúst renna út ákvarðanir gerðadóms er snerta ríkið og 17 stéttafélög BHM. Viðræður við félögin eru þegar hafnar og gengur hvert þeirra sérstaklega til samninga við ríkið. „Það þýðir að hvert félag getur lagt áherslu á sínar starfskröfur; sem snúa þá kannski að menntun, starfstilhögun og starfsumhverfi og það er einmitt það sem við viljum leggja mesta áherslu á núna og við munum mæta því af lipurð," segir Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra. Forrystumenn í verkalýðshreyfingunni hafa undanfarið talað um að nýlegir úrskurðir kjararáðs um tugprósentahækkanir hafi stefnt komandi kjaraviðræðum í uppnám. Forsendur fyrir hóflegum launahækkunum séu brostnar. Fjármálaráðherra segir ekki hægt að breyta því liðna en bendir á að lögum um kjararáð hafi verið breytt og að færri stéttir heyri nú undir ráðið. „Ég get alveg sagt það að ég hef ekki verið ánægður með það þegar kjararáð er að úrskurða til dæmis langt aftur í tímann. Af hverju í ósköpunum úrskurðuðu þeir ekki hraðar og oftar en þeir hafa gert. En ég stjórna því ekki. En við erum búin að mynda þarna nýja umgjörð og slys af þessu tagi eiga ekki að endurtaka sig," segir Benedikt. Hann segir mikilvægt að varðveita kaupmáttaraukningu liðinna ára. „Ég held að það sé öllum alveg ljóst að það sem skiptir máli er ekki hversu margar krónur koma í umslagið. Heldur hversu mikið er hægt að kaupa fyrir krónurnar sem koma í umslagið," segir Benedikt. Vildi hann ekki gefa upp hvers konar hækkanir væru líklegar þar sem endurskoðun á starfsumhverfinu verður stór hluti viðræðanna. „Við erum ekki bara að tala um prósenturnar heldur líka starfsumhverfið og starfshættina almennt. Þannig ég ætla ekki að fara nefna neina ákveðna tölu hérna núna," segir Benedikt.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira