Stjörnustríðsleikstjóri látinn fara Birgir Olgeirsson skrifar 5. september 2017 22:56 Colin Trevorrow. Vísir/Getty Colin Trevorrow hefur verið látinn fara sem leikstjóri níundu Stjörnustríðsmyndarinnar sem ber í dag vinnuheitið Star Wars: Episode IX. Lucasfil og Disney tilkynntu þetta í dag en greint var fyrst frá brotthvarfi Trevorrow á vef Hollywood Reporter. Þar kemur fram að um sameiginlega ákvörðun leikstjórans og framleiðslufyrirtækjanna hafi verið að ræða. Í tilkynningu frá Lucasfilm segir að Trevorrow hafi reynst frábær við þróun þessarar myndarinnar en þetta hafi hins vegar verið niðurstaðan. Sögusagnir um að Trevorrow yrði látinn fara sem leikstjóri myndarinnar fóru á kreik í júní síðastliðnum, nokkrum vikum fyrir frumsýningu nýjustu myndar hans The Book of Henry, spennutryllir sem lagðist illa í gagnrýnendur og gekk illa í miðasölu. Heimildarmenn Hollywood Reporter segja að handritskrísa hafi einkennt þróun níunda Stjörnustríðsmyndarinnar og að Trevorrow hafi reynt nokkrar útgáfur af því sem lögðust ekki nógu vel í Lucasfilm og Disney. Í ágúst síðastliðnum var tilkynnt að breski handritshöfundurinn Jack Thorne hafi tekið við keflinu við handritskrif níundu Stjörnustríðsmyndarinnar, en hann skrifaði handrit myndarinnar Wonder með Juliu Roberts sem er væntanleg í kvikmyndahús. Trevorrow er ekki fyrsti leikstjóri Stjörnustríðsmyndar sem er látinn fara. Phil Lord og Chris Miller voru reknir frá Han Solo-myndinni í júní síðastliðnum og Ron Howard fenginn í staðinn. Tony Gilroy var fenginn í stað Gareth Edwards til að ljúka við Rogue One og þá var Josh Trank settur til hliðar við vinnslu á Stjörnustríðsmynd eftir að fregnir bárust af undarlegri hegðun hans við tökur á Fantastic Four. Trevorrow rataði fyrst í sviðsljósið með myndinni Safety Not Guaranteed sem sló í gegn á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Vegna hennar var hann fenginn til að leikstýra stórmyndinni Jurrasic World sem sló í gegn á heimsvísu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Colin Trevorrow hefur verið látinn fara sem leikstjóri níundu Stjörnustríðsmyndarinnar sem ber í dag vinnuheitið Star Wars: Episode IX. Lucasfil og Disney tilkynntu þetta í dag en greint var fyrst frá brotthvarfi Trevorrow á vef Hollywood Reporter. Þar kemur fram að um sameiginlega ákvörðun leikstjórans og framleiðslufyrirtækjanna hafi verið að ræða. Í tilkynningu frá Lucasfilm segir að Trevorrow hafi reynst frábær við þróun þessarar myndarinnar en þetta hafi hins vegar verið niðurstaðan. Sögusagnir um að Trevorrow yrði látinn fara sem leikstjóri myndarinnar fóru á kreik í júní síðastliðnum, nokkrum vikum fyrir frumsýningu nýjustu myndar hans The Book of Henry, spennutryllir sem lagðist illa í gagnrýnendur og gekk illa í miðasölu. Heimildarmenn Hollywood Reporter segja að handritskrísa hafi einkennt þróun níunda Stjörnustríðsmyndarinnar og að Trevorrow hafi reynt nokkrar útgáfur af því sem lögðust ekki nógu vel í Lucasfilm og Disney. Í ágúst síðastliðnum var tilkynnt að breski handritshöfundurinn Jack Thorne hafi tekið við keflinu við handritskrif níundu Stjörnustríðsmyndarinnar, en hann skrifaði handrit myndarinnar Wonder með Juliu Roberts sem er væntanleg í kvikmyndahús. Trevorrow er ekki fyrsti leikstjóri Stjörnustríðsmyndar sem er látinn fara. Phil Lord og Chris Miller voru reknir frá Han Solo-myndinni í júní síðastliðnum og Ron Howard fenginn í staðinn. Tony Gilroy var fenginn í stað Gareth Edwards til að ljúka við Rogue One og þá var Josh Trank settur til hliðar við vinnslu á Stjörnustríðsmynd eftir að fregnir bárust af undarlegri hegðun hans við tökur á Fantastic Four. Trevorrow rataði fyrst í sviðsljósið með myndinni Safety Not Guaranteed sem sló í gegn á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Vegna hennar var hann fenginn til að leikstýra stórmyndinni Jurrasic World sem sló í gegn á heimsvísu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira