Innlent

Telja einn til tvo hafa hlaupið af vettvangi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Lögreglan og slökkvilið eru enn að störfum á vettvangi og málið er í rannsókn.
Lögreglan og slökkvilið eru enn að störfum á vettvangi og málið er í rannsókn. Vísir/Ernir
Samkvæmt slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er grunur um að einn eða tveir hafi hlaupið af vettvangi þegar sprenging varð í bílskúr í Skipholti nú í morgun. Talið er að þeir gætu verið slasaðir og eru þeir beðnir að gefa sig fram.

„Það var tilkynnt um sprengingu og eld í kjölfarið. Þegar við komum á vettvang var einn maður slasaður, hann var sviðinn og brunninn og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild,“ segir Stefnir Snorrason, varðstjóri hjá slökkviliðinu, í samtali við Vísi.

Enginn annar inni í skúrnum

Greiðlega gekk að slökkva eldinn í rýminu þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn og gengið var úr skugga um að enginn annar væri inni í rýminu.

Ekki er vitað að svo stöddu hvernig sprengingin varð en slökkviliði barst sem fyrr segir tilkynning um mikla sprengingu og mikinn eld. 

Enginn gluggi er á húsnæðinu en búið var í bílskúrnum. Líklegt er talið að íbúi bílskúrsins sé hinn slasaði en það er þó ekki staðfest.

Lögreglan og slökkvilið eru enn að störfum á vettvangi og málið er í rannsókn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×