Kjarnorkusprengingin í Norður-Kóreu mældist á Íslandi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. september 2017 20:00 Kjarnorkusprenging Norður-Kóreumanna um síðustu helgi greindist á jarðskjálftamælum hér á landi. Mælarnir námu skjálftann best á Norðurlandi, en annars mældist hann víðast hvar á landinu. Um var að ræða vetnissprengju sem sprengd var neðanjarðar í norðurhluta Norður-Kóreu síðastliðinn sunnudag. Sprengjan er sú öflugasta sem Norður-Kóreumenn hafa sprengt hingað til eða um það bill fimmtíu til hundrað kílótonn. Til samanburðar voru sprengjurnar í Hiroshima og Nagasaki um fimmtán til tuttugu kílótonn.Ólafur G. Flóvenz, jarðeðlisfræðingur og forstjóri Íslenskra orkurannsókna.Sprengingunni fylgdi jarðskjálfti upp á 6,3 að stærð, en jarðskjálftamælar víðast hvar í heiminum námu skjálftann. „Þar á meðal kemur þetta fram í jarðskjálftamælum á Íslandi. Bæði á þeim mælum sem Íslenskar orkurannsóknir reka fyrir sérhæfðar jarðhitarannsóknir á hitakerfum landsins og að sjálfsögðu Veðurstofu Íslands sem rekur kerfi jarðskjálftamæla um allt land,“ segir Ólafur. Mælarnir greindu skjálftana laust fyrir klukkan fjögur aðfaranótt síðasta sunnudags. Merkið var hvað skýrast á Norðurlandi, en jarðskjálftamælar á Suðvesturlandinu námu skjálftann ekki eins skýrt.Skjálftinn sást greinilega á jarðskjálftamælum.Ólafur segir ekki hættu á að þessi skjálfti hafi einhverjar afleiðingar í för með sér hér á landi. „Þetta hefur engar afleiðingar langt í burtu frá skjálftaupptökunum. En þetta getur auðvitað valdið tjóni nálægt sprengistaðnum. Það er verið að sprengja þessar sprengjur í borholum og verður hætta á því að ef sprengingin er of mikil miðað við þungann á jarðlagasúlunni sem er ofan á henni þá getur lekið út geislavirkni, þó ég viti ekki til þess að þess hafi verið vart núna," segir hann. Þá segir hann Mexíkóskjálftann í nótt einnig hafa mælst hér landi, enda hafi hann bæði verið stærri og nær Íslandi. Tengdar fréttir Norður Kórea lofar að senda Bandaríkjunum „fleiri“ gjafir "Þessar nýlegu sjálfsvarnaræfingar okkar eru gjafir sem eru ætlaðar Bandaríkjunum.“ 5. september 2017 23:33 Pútín segir hernaðarlegar aðgerðir gegn Norður-Kóreu ekki lausn vandans Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, varar við því að spennan vegna kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreu manna geti endað með stórslysi. 5. september 2017 09:02 Telja nýtt eldflaugaskot líklegt Yfirvöld Suður-Kóreu fylgjast nú náið með nágrönnum sínum i norðri og telja líklegt að til standi að gera frekari eldflaugatilraunir í Norður-Kóreu. 8. september 2017 11:10 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Kjarnorkusprenging Norður-Kóreumanna um síðustu helgi greindist á jarðskjálftamælum hér á landi. Mælarnir námu skjálftann best á Norðurlandi, en annars mældist hann víðast hvar á landinu. Um var að ræða vetnissprengju sem sprengd var neðanjarðar í norðurhluta Norður-Kóreu síðastliðinn sunnudag. Sprengjan er sú öflugasta sem Norður-Kóreumenn hafa sprengt hingað til eða um það bill fimmtíu til hundrað kílótonn. Til samanburðar voru sprengjurnar í Hiroshima og Nagasaki um fimmtán til tuttugu kílótonn.Ólafur G. Flóvenz, jarðeðlisfræðingur og forstjóri Íslenskra orkurannsókna.Sprengingunni fylgdi jarðskjálfti upp á 6,3 að stærð, en jarðskjálftamælar víðast hvar í heiminum námu skjálftann. „Þar á meðal kemur þetta fram í jarðskjálftamælum á Íslandi. Bæði á þeim mælum sem Íslenskar orkurannsóknir reka fyrir sérhæfðar jarðhitarannsóknir á hitakerfum landsins og að sjálfsögðu Veðurstofu Íslands sem rekur kerfi jarðskjálftamæla um allt land,“ segir Ólafur. Mælarnir greindu skjálftana laust fyrir klukkan fjögur aðfaranótt síðasta sunnudags. Merkið var hvað skýrast á Norðurlandi, en jarðskjálftamælar á Suðvesturlandinu námu skjálftann ekki eins skýrt.Skjálftinn sást greinilega á jarðskjálftamælum.Ólafur segir ekki hættu á að þessi skjálfti hafi einhverjar afleiðingar í för með sér hér á landi. „Þetta hefur engar afleiðingar langt í burtu frá skjálftaupptökunum. En þetta getur auðvitað valdið tjóni nálægt sprengistaðnum. Það er verið að sprengja þessar sprengjur í borholum og verður hætta á því að ef sprengingin er of mikil miðað við þungann á jarðlagasúlunni sem er ofan á henni þá getur lekið út geislavirkni, þó ég viti ekki til þess að þess hafi verið vart núna," segir hann. Þá segir hann Mexíkóskjálftann í nótt einnig hafa mælst hér landi, enda hafi hann bæði verið stærri og nær Íslandi.
Tengdar fréttir Norður Kórea lofar að senda Bandaríkjunum „fleiri“ gjafir "Þessar nýlegu sjálfsvarnaræfingar okkar eru gjafir sem eru ætlaðar Bandaríkjunum.“ 5. september 2017 23:33 Pútín segir hernaðarlegar aðgerðir gegn Norður-Kóreu ekki lausn vandans Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, varar við því að spennan vegna kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreu manna geti endað með stórslysi. 5. september 2017 09:02 Telja nýtt eldflaugaskot líklegt Yfirvöld Suður-Kóreu fylgjast nú náið með nágrönnum sínum i norðri og telja líklegt að til standi að gera frekari eldflaugatilraunir í Norður-Kóreu. 8. september 2017 11:10 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Norður Kórea lofar að senda Bandaríkjunum „fleiri“ gjafir "Þessar nýlegu sjálfsvarnaræfingar okkar eru gjafir sem eru ætlaðar Bandaríkjunum.“ 5. september 2017 23:33
Pútín segir hernaðarlegar aðgerðir gegn Norður-Kóreu ekki lausn vandans Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, varar við því að spennan vegna kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreu manna geti endað með stórslysi. 5. september 2017 09:02
Telja nýtt eldflaugaskot líklegt Yfirvöld Suður-Kóreu fylgjast nú náið með nágrönnum sínum i norðri og telja líklegt að til standi að gera frekari eldflaugatilraunir í Norður-Kóreu. 8. september 2017 11:10